Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2005, Blaðsíða 16
J 6 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005
Fréttir DV
Best kominn
heim
Hundruð aðdáenda Ge-
orge Best hafa vottað virð-
ingu sína með því að leggja
blóm og muni á grasflötina
fyrir framan æskxiheimili
hans í Belfast. Samkvæmt
írskri hefð mun lík Best
standa þar uppi þar til á
laugardag þegar það verður
flutt frá heimilinu til kirkju
og þaðan til greftrunar við
hiið móður hans í Rose-
lawn-kirkjugarðinum. Yflr-
völd í Belfast hafa áhyggjur
af mannmergðinni sem tal-
in er munu myndast á laug-
ardag og eru að undirbúa
borgina fyrir það.
Jólin koma
þann tólfta
Verslunar-
menn í Bret-
landi halda
upp á jólin
þann 12. des-
ember - í það
minnsta þeir
sem starfrækja
netverslanir.
Þeir segja að
annar mánu-
dagur í desember verði sá
söluhæsti fyrir jólin vegna
þess að neytendur noti
helgina þar á undan til að
versla jólagjafirnar á netinu.
Netverslanir búast við að
söluaukning frá árinu áður
muni nema um 200 pró-
sentum á meðan 60 prósent
verslunareigenda búast við
svipaðri eða lélegri sölu í ár.
Lovitt ekki
númerlOOO
Ríkisstjóri
Virginíu kom
öllum á óvart
þegar hann
þyrmdi lífi
Robins Lovitt
innan við sólar-
hring áður en
aftaka hans átti
að fara fram.
Hún hefði markað tímamót
þar sem Lovitt átti að verða
sá þúsundasti sem tekinn
er af lífi síðan Bandaríkin
tóku aftur upp dauðarefs-
ingu árið 1976. Refsingu
Lovitts var breytt í lífstíðar-
fangelsi. Ríkisstjórinn sagði
að það að sönnunargögn
hefðu verið eyðilögð án
þess að DNA Lovitts hafi
fundist á þeim hafl verið
ástæða breytingarinnar.
Bréf Páfagarðs til biskupa kaþólsku kirkjunnar hefur vakið blendin viðbrögð. Bréfs
Benedikts páfa sextánda hefur verið beðið með óþreyju þar sem það markar skýrar
línur Páfagarðs hvað varðar prestsvígslu samkynhneigðra manna og hjónaband
samkynhneigðra.
Benedikt sextándi
Páfinn hefur markað
skýrar línurgegn sam■
kynhneigð sem hann
segir ganga gegn
visku Guðs.
Kaþólska kirkjan hefur ætíð staðið gegn viðurkenningu á rétti
samkynhneigðra. í bréfi páfa sem var gert heyrinkunnugt á
þriðjudag segir að samkynhneigð sambönd séu óeðlileg, þau
dragi úr siðferðisvitund samfélaga og geti ekki verið álitin sem
raunhæfur kostur gagnvart samböndum fólks af gagnstæðu kyni.
„A undanfömum ámm héfur sam-
kynhneigð orðið fyrirbæri sem veldur
ætíð miklum áhyggjum og í mörgum
löndum verið álitin eðlileg," segir í
bréfi Benedikts páfa sextánda.
Benedikt páfl segir nauðsyn kiefja
kirkjuna til að ítreka skoðun sína um
að samkynhneigð væri andstæð
„samlífi, fjölskyldulífi og lífi presta".
Kaþólska kirkjan hefur löngum
verið gagnrýnd fyrir að hylma yfir
kynferðisafbrotamönnum innan raða
presta og biskupa. Steflia hennar hef-
ur hingað til verið að taka fram að
hommar skyldu ekki þjóna til altaris,
en margir hafa sagt það einstreng-
ingslegt viðhorf þar sem það séu ekki
bara hommar sem misnoti böm.
Hneyksla og hrekja
Stefna kaþólsku kirkjunnar hefur
hneykslað marga, sérstaklega þá
hópa fólks sem berjast íyrir rétti sam-
kynhneigðra. Sumir segja það furðu-
„Eirts og allt annað
siðferðilegt óeðli
hindrar samkyn-
hneigð fullnægju."
Gay Pride Hommi klæddursem kaþólskur
prestur kyssir félaga sinn.
legt, þar sem kirkjan hafi alltaf verið
mótfallin samkynhneigð.
Stefnan hefur einnig orðið til þess
að fjöldi fólks hefúr sagt sig úr ldrkj-
unni, sérstaklega í hinum vestræna
heimi. Hneykslismál sem varða
kynferðislegt ofbeldi presta gegn
bömum og hylmingu kirkjunnar
manna yfir því hafa þó orðið sú
ástæða sem flestir nefna fyrir því að
yfirgefa kirkjuna.
Mótmæli gegn páfa Samkynhneigðir viða um heim hafa mótmælt páfa og stefnu kirkjunnar.
Bréfið segir kirkjuna ganga erinda
Guðs og geti því aldrei samþykkt
samkynhneigð sem eðlilegan hlut í
samfélaginu. „Manneskja sem tekur
þátt í samkynhneigðu athæfi hegðar
sér þannig ósiðlega."
Andstætt ætlun Guðs
Bréfið segir einnig að sú ákvörðun
að velja sér einstakling af sama kyni til
samræðis geri að engu þá ríku þýð-
ingu og markmið sem Guð setti með
kynlífi. Ennfremur sé það einungis
innan ramma hjónabandsins sem
kynlíf sé siðferðilega rétt:
„Eins og allt annað siðferðilegt
óeðli hindrar samkynhneigð full-
nægju og hamingju með því að ganga
gegn visku Guðs. Með því að hafria
röngum skoðunum gagnvart sam-
kynhneigð er kirkja ekki að hamla,
heldur fremur verja persónulegt frelsi
og virðingu."
Hvað með þá sem fyrir eru?
Spumingar hafa vaknað um
hvemig kaþólska kirkjan ætli þá að
taka á þeim samkynhneigðu presmm
og biskupum sem nú þegar em í
þjónustu. Prestur í Chicago sem vildi
ekki láta nafns síns getið segir í viðtali
við Sun-Times að bréfið gefi tU kynna
að það sé ílagi, svo lengi sem viðkom-
andi hugsi ekki eins og hommi, tali
ekki hommalega, umgangist ekki
homma og fari ekki á staði þar sem
hommar safnast saman.
„Það er fáránlegt," segir prestur-
inn sem segir bréfið móðgun við aUa
þá sem hafa lifað í skugga samkyn-
hneigðar sinnar innan kaþólsku
kirkjunnar. Hann telur einnig að
öfgamenn innan kirkjunnar ætli sér
að gera samkynhneigða innan
prestastéttarinnar að blórabögglum
fýrir hneykslismál þau sem skeld
kirkjuna.
BA fækkar
Umdeilt mál í Bandaríkjunum
stjórum
British Air-
ways munu
fækka stjóm-
endastöðum
innan félagsins
um 600 fyrir
mars 2008 sam-
kvæmt tilkynn-
ingu Willies
Walsh, nýs fram-
kvæmdastjóra félagsins.
Mestur hluti niðurskurðar-
ins fer fram innan efri hluta
keðjunnar þar sem stöðum
verður fækkað um helming.
BA segir að ekki sé útilokað
að um beinar uppsagnir
verði að ræða, en vonast til
að vel gangi að sannfæra
starfsmenn um að hætta
störfum fyrr en eftirlauna-
aldur kveður á um.
Fóstureyðingar fyrir hæstarétt
Tvö stór mál sem varða rétt til
fóstureyðinga munu koma fyrir
hæstarétt Bandaríkjanna í vikunni.
Fóstureyðingar hafa alltaf verið
mjög umdeilt málefni þarlendis og
þvf hafa málin vakið mikla athygli.
Annað málið tekur á lögum sem
New Hampshire setti og kröfðust
þess að ungar konur undir lögaldri -
18 ára - þyrftu að tilkynna foreldrum
sínum minnst 48 tímum fyrir ætlaða
fóstureyðingu og leita samþykkis að
minnsta kosti annars þeirra fyrir
henni. Margir telja þetta brjóta í
bága við fr elsi einstaklingsins og geti
valdið því að stúlkur leiti frekar í
ólöglegar fóstureyðingar sem gætu
haft alvarleg áhrif á heilsu þeirra.
Eitt dæmi þess er þegar staðfest.
Hitt málið snýst um rétt þeirra
sem mótmæla fóstureyðingum til
aðgerða fyrir utan byggingar og
heilsugæslur sem veita þess konar
þjónustu. Hæstirétturinn hefur áður
sett reglur um mótmælaaðgerðir,
eins og til dæmis um minnstu fjar-
lægð mótmælenda frá húsum og
hvers konar aðgerðir séu leyfilegar.
Andstæðingar fóstureyðinga segja
málið snúast um mál- og samkomu-
frelsi.
„Þetta mál er mikilvægt þar sem
það setur enn eina leiðina til að
stöðva ofbeldi og hryðjuverk gegn
þeim sem þurfa á okkar þjónustu að
halda,“ segir Karen Pearl sem rekur
heilbrigðisþjónustustöðvar um allt
land.
Mótmælendur bæði með og á móti Fóstureyðingar eru mjög umdeilt mál íBandaríkjunum.
DV-mynd AFP Photos