Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2005, Blaðsíða 14
J 4 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005
Fréttir DV
Jakob Bjarnar Grétarsson
• Kolbrún Bergþórsdóttir blaða-
maður Blablaðsins þótti áður harð-
asti bókmenntakrítíker landsins og
ávann sér viðurnefnið Kolla kúpa
þegar hún starfaði á Pressunni sál-
ugu en þá gaf hún bókum hauskúp-
ur á báða bóga. Hún er komin í sitt
gamla form í nýútkomnu Mannlífí
eftir reyndar að hafa
gefið út yfirlýsingar
þess efnis að hún
væri hætt að gagn-
rýna. Kolla kúpa fer
vítt og breitt yfir
sviðið og er ekki
hrifin - sér ekkert já-
kvætt nema ef vera kynni Jón Hall
með Krosstré...
• Þeir sem meðal annarra fá á
baukinn hjá Kollu kúpu eru höfund-
ar sem hún hefur áður haft í háveg-
um. Amaldur Indriðason stendur
ekki undir miklum væntingum
hennar. Kolla segir Vetrarborgina
langdregna, daufa og stirðlega skrif-
aða. Og HaUgrímur
Helgason er nú
óvænt fallinn í ónáð
en Kolbrún segist
hafa gefist upp á 69.
blaðsíðu, slík var
raun hennar við lest-
urinn...
• DVbirti frétt á dögunum um
sögusagnir þess efnis að hljómsveit-
in Rolling Stones væri jafnvel á leið
til landsins. Hafði blaðið Dr. Gunna
fyrir þessum stórtíðindum en svo
virðist sem einhverjir óprúttnir aðil-
ar innan tónlistarbransans hafi farið
býsna frjálslega með
sannleikann í eyru
þéssa helsta
rokksagnfiræðings og
spekings þjóðarinn-
ar. Og þá stendur
eftir stóra spurning-
in: Hver er svo bí-
ræfinn?...
• Nokkur ólga virðist vera meðal
starfsfólks Amþrúðar Karlsdóttur á
Útvarpi Sögu. Þannig mun ein
helsta skrautfjöður stöðvarinnar,
Rósa Ingólfsdóttir, hafa látið af
störfum og mun dráttur á launa-
greiðslum vera ástæða brotthvarfs
hennar. Þrátt fyrir
þetta er engan bil-
bug að merkja á Arn-
þrúði. Hún ver sig
sjálf í héraðsdómi
gegn Ingva Hrafni og
Sigurði G. og leggur
fram gagnsókn. Segir
þá skulda stöðinni stórfé. Auk þess
hyggst hún á næstunni kynna til
sögunnar nýja dagskrárgerðarmenn
sem taisvert kveðji að...
• Menn rýna nú í listann yfir hand-
hafa diplómatapassa þann sem
MörðurÁmason sveið út úr utanrík-
isráðuneytinu. Á list-
anum em aðskota-
dýr og pólitískir
gæðingar ekki áber-
andi þótt finna megi
nöfn sem má setja
spurningamerki við
hvort eigi þar heima.
Meira um það síðar. Sá eini sem
fellur undir 2. grein 19. liðar sem em
„þeir listamenn sem um langt skeið
hafa skarað fram úr á alþjóðavett-
vangi og öðlast hafa heimsfrægð" er
Vladimir Ashkenazy en þar hefði
mátt búast við Björk, Erró og Krist-
jáni Jóhannssyni í
það minnsta. Ráðu-
neytið hafði
þrjóskast við að
svara að því er virðist
mest til að þrjóskast
við en þá er líka kerf-
ið í essinu sínu...
Séra Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, fagnar því að Björgólf-
ur Guðmundsson, Finnur Ingólfsson og Jóhannes í Bónus hafi skotið saman fé til
kaupa á nýju orgeli fyrir kirkjuna. Og ítrekar að sælla sé að gefa en þiggja.
Auðmenn neta orgel
Þrír helstu auðmenn þjóðarinn-
ar hafa sammælst um að gefa Graf-
arvogskirkju nýtt orgel fyrir 40
milljónir króna. Var það ákveðið
eftir að séra Vigfús Þór Árnason
sóknarprestur fékk þremenningana
í heimsókn þar sem farið var yfir
málið. Þörfin var brýn og þeir félag-
ar, Björgólfur Guðmundsson í
Landsbankanum, Finnur Ingólfs-
son í VÍS og Jóhannes í Bónus, voru
ekki lengi að ákveða sig: Orgelið
skyldi keypt.
Um þetta allt fjallar séra Vigfús
Þór Árnason í leiðara Logafoldar
sem er safnaðarblað Grafarvogs-
kirkju. Þar segir presturinn meðal
annars:
Ógleymanleg stund
„Þessir höfðingjár og viðskipta-
jöfrar komu saman í kirkjunni og
áttu þar saman ógleymanlega
stund. í kjölfar fundarins tilkynntu
þeir að þeir ætluðu að gefa hina
„í kjölfar fundarins
tílkynntu þeir að þeir
ætluðu að gefa hina
höfðinglegu gjöf; eitt
stykki orgel. Já, hvílík-
ur höfðingsskapur."
höfðinglegu gjöf; eitt stykki orgel.
Já, hvílíkur höfðingsskapur."
Og séra Vigfús Þór heldur áfram:
Sælt að gefa
„Við þessi tímamót í lífi Grafar-
vogssafnaðar koma upp í huga minn
orð úr hinni helgu bók er segja: Fagn-
ið fyrir Guði styrkleika vorum, látið
gleðióp gjalla Guði Jakobs. Hefjið lof-
söng og berjið bumbur, knýið hinar
hugljúfu gígjur og hörpur," segir séra
Vigfús Þór þegar hann fagnar orgel-
inu og klykkir út með hinni vfðfrægu
setningu úr Biblíunni: „Sælla er að
gefa en þiggja."
Gott nefndarstarf
Nú á bara eftir að smíða orgelið en
Hörður Bragason, organisti í Grafar-
vogskirkju, á von á að geta leikið á það
í fýrsta sinn eftir tvö ár. Veririð verður
boðið út og alls ekki ólíklegt að orgel-
ið verði smíðað hér á landi.
Sérstök orgelnefnd var starfandi í
Grafarvogskirkju og er ekki síst starfi
hennar að þakka að orgelmálið í Graf-
arvogi fékk þá farsælu lendingu sem
að framan greinir. í orgelnefndinni
sátu þeir Finnur Ingólfsson, forstjóri
VÍS, Ari Edwald, ffamkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins. Gylfi Am-
bjömsson, framkvæmdastjóri ASÍ,
Tryggvi Jónsson, forstjóri Heklu, tveir
fulltrúar úr kór Grafarvogskirkju og
svo organistinn og presturinn.
Tilhlökkun
„Auðvitað er þetta frábært. Ég
hlakka til," segir Hörður Bragason,
organisti í Grafarvogskirkju, sem
fýrstur fær að leika á nýja orgelið sem
auðmennimir þrír hafa nú tryggt að
keypt verði til safnaðarins.
FH ekki meö í jólaþorpinu í Hafnarfirði
Ákærðir fyrir að ræna Lyf og heilsu
Gámurinn ekki nógu
hátíðlegur
„Þetta væri ákveðið fordæmi,"
segir Ellý Erlingsdóttir, formaður
Skipulags- og byggingarráðs Hafnar-
fjarðar, aðspurð hvers vegna íþrótta-
félagið FH fær ekki að hafa sölugám
við jólaþorpið í Hafnarfirði. FH-ingar
hafa hingað til starifækt verslunar-
;ám fyrir jólin á lóð sinni í Kaplakrika.
jólaþorpinu á Thorsplani em smá-
kofar þar sem fólk getur selt vömr sín-
ar. Skipulags -og byggingarráð synj-
aði FH um pláss vegna þess að það
telur gáminn draga úr heildarútlitinu
þar sem lögð er áhersla á litla bjálka-
kofa, grenitré og jólaljós til þess að
gleðja augað.
„Það var eitthvað í umræðunni að
vera með en þeir em með reglur um
Gleði í Jólaþorpinu „Ég skil alveg að þeir
séu með sinn stíl," segir Pétur Stephensen,
framkvæmdarstjóri FH.
að hafa húsin öll eins og ég skil alveg
að þeir séu með sinn stfl," segir Pétur
Stephensen ffamkvæmdarstjóri FH.
Hann býst við að gámur félagsins
verði fýrir framan verslunarmiðstöð-
ina Fjörðinn.
Helga Magnúsdóttir, verkefna-
stjóri Jólaþorpsins, telur að um 2000
manns hafi sótt jólagleðina á laugar-
dag þegar þorpið var opnað. „Þetta
var eins og lítið hringleikahús," sagði
Helga.
Leið aðeins klukku-
tími á milli rána
Gísli Valur Eggertsson og Andri
Ragnarsson eru ákærðir fýrir að hafa
framið vopnað rán í lyfjaversluninni
Lyf og heilsu við Egilsgötu sunnu-
daginn 10. júlí. Mál þeirra var þing-
fest í Héraðsdómi Reykjavíkur á
þriðjudag.
Gísli Valur neitaði að tjá sig um
sakargiftir. Andri játaði vörslu fíkni-
efna en vildi bíða með að taka afstöðu
til ránanna þar til að aðalmeðferð
kæmi. Gísli er sakaður um að hafa
verið vopnaður hnífi og ■ Andri
skrúfjárni sem þeir ógnuðu starfs-
manni með. Andri á að hafa spurt af-
greiðslustúlkuna hvar lyfið Mogadon
væri geymt en fíklar leysa gjaman
efnið upp og sprauta sig í æð með þvf.
Andri neitaði því við þingfestingu
að hafa haft skrúfjárnið í hendi sér
Lyf og heilsa
Rán varframið
viðEgilsgötuíjúlí
0PIÐ
heldur hafi það verið í töskunni
hans allan tímann.
Gísli er einnig sakaður um að
hafa aðeins klukkustund síðar farið
vopnaður hnífi í Dominos þar sem
hann ógnaði starfsmanni og skipaði
honum að láta sig fá peninga úr
sjóðvél starfsmanna. Gísli átti að
hafa komist á brott með 10.500
krónur.