Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2005, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2005, Blaðsíða 27
DfV Fréttir FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER2005 27 Lesendur Úr bloggheimum Læknaneminn svimandi „Ég mun láta vita afmér efÞriðja heim- styrjöldinn brýst út eða efég lendi íeitthverju lifshættu- legu hérna i skólanum:), þetta seinna er nú kannski sennilegra þar sem góifin i autopsy eru stundum sleip afvessum og mig svimar oft ískyggilega i timum." Begga - doctorberglind.blogspot.com Ég ekki skilja spænsku „Ég vareinn daginn i skólanum á leið i efnafræðistofuna svo sé ég aðhurðin að stofúnni eropin én öll Ijós slökt, ég heyri í bekkjarsystrum minum þar inni og ákveð að að slá á léttu strengina. Ég læðist að hurðinni, opna hana snökkt og stekk inn öskrandi,, WRAARRI". Allir fóru að hlæja, nema ég. Þá fattaði ég var að þetta var spænskutimi hjá 4 árs stelpum og þarna stóð ég : einsog fáávitii jb aðyar óþægileg þöghqgallar stelpurnar störðúYSíijan sagði kennarinn sém var liklega spænsk og kunni ekki góða istensku og hún sagði:„Enn eitt.." :..„Enn eitt".. og horfi á móti og segirjá?".. hún:„Enn eiitt".. ég.“Já?.."Orð- inh svolítið þreyttur og vandræðalegur biðandi eftir svari. Siðan fatta ég að hún varað tala um að efnafræðitiminn væri i stofuN-l." Bibbi - blog.central.is/bibbi Ungur snillingur „Márus benti á nýmjólkurfernuna sem var á borðinu og sagðfkankvíslega„Pabbi, lestu hvað stendur þarna." Honum var greinilega mikið I mun að ég læsi þetta upphátt þrátt fyrir að vera fluglæs sjálfur. Ég las fyrirsögnina „Hver er sinnar gæfu smiður" og var varla búinn að sleppa orð- inu en hann byrjaði að syngja hástöfum „Hveeer eeer sinnar. Gæfu. Smiður. Hver er næstursjálfum sér. Ooo- ooo-ó/" Það mætti orða það sem svo að Márus sé orðinn mikill aðdá- andi Stuðmanna, og ekki hvað síst kvik- myndarinnar Með alltá hreinu. Hann hlustar á lögin úr myndinni hvenærsem færi gefst, m.a. þegar hann er I sturtu, og syngur með aföllum lífs og sálar kröftum. Svo er hann búinn að semja nokkra dansa með þessu. Algjör snillingur." Gunnar - mikkivefur.is/gunni Rosa Parks neitar eftirgjöf Þennan dag árið 1955 var Rosa Parks handtekin fyrir að neita að standa upp fyrir hvítum manni í strætisvagni. Samkvæmt reglugerð Strætó á safni Eins vagn og sá sem Rosa Parks var í. DV-mynd AFP Photos borgarinnar var blökkumönnum gert að sitja aftast í strætisvögnum og láta sæti sitt fyrir hvítt fólk ef vagninn fylltist. Parks sat í fyrstu röð þeirra sætaraða sem ætluð voru blökkumönnum þegar vagnstjórinn krafðist þess að hún viki fyrir hvítum manni. Hún neitaði. Með því hóf hún réttindabaráttu blökkumanna hvarvetna í Bandaríkjunum og var kölluð Móðir mannréttindabarátt- unnar. Handtaka hennar varð kveikjan að viðskiptabanni blökku- manna á strætisvögnum í Montgomery sem dr. Martin Luther Rosa Parks Með forseta Bandaríkjanna, Bill Clinton. King, þá 26 ára, stjórnaði. A meðan viðskiptabanninu stóð ferðaðist fólk saman í bílum, hjólaði í dag eru liðin 104 ár síðan ísfélag Vest- mannaeyja var stofnað, 87 ár síðan ísland varð fullvalda ríki og 22 ár síðan Rás 2 hóf útsend- ingar. eða gekk langar leiðir í skóla og vinriu. Það entist í 381 dag. Eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi að reglugerð Montgomery bryti í bága við 14. grein stjórnarskrárinnar var uppskiptingu strætisvagnanna aflétt. Rosa Parks var meðal fyrstu farþega strætisvagna eftir það. Hún lést 24. október síðastliðinn og var veitt útför með viðhöfn. Lesendur DVeru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sinar á málefnum líðandi stundar. Fypirtækin koma ríkinu til bjargar Davíð Stefánsson athugar hvort við höfum gengið til Sveinn hringdi: Góðmennskan tekur á sig ýms- ar myndir. Sumir hjálpa náungan- um í neyð, aðrir leggja til peningtil hjálparstofnana og enn aðrir reiða fram fjármuni til styrktar ríkinu. Ég er ekki að tala um skattinn, þennan sem allir borga, heldur hinn siðferðilega skatt sem knýr einstaklinga og fyrirtæki til að lcoma ríki og sveitarfélögum til bjargar þegar þau eru að klúðra LSJ málum. Það eru tveir þættir sem standa mér næst í því sambandi; BUGL og Barnaspítali Hringsins. Ég tek þéssi dæmi því að mér þyk- ir gaman að lesa dálkinn Maður dagsins í DV og undanfarið hefur þar birst viðtal við tvo aðila sem eru að gera sitt til að leggja mál- efnum sem ríkið og/eða sveitarfé- lög eiga að sjá sóma sinn í að standa betur að. góðs. Hpr Bókmenntafra söingurinn segir Sumir hjálpa náunganum í neyð. BUGL er styrkt af Lýsingu og Landsspítalinn styrktur af Hringri- um. Hvað er að þessu þjóðfélagi að svona þurfi að vera? Það ætti að vera auðvelt að eyrnamerkja ein- hverja peninga frá símasölunni, eða þeim milljörðum sem koma í Samsett mynd DV ríkiskassann frá bönkunum og fjármálastofnunum til handa þess- um málaflokkum. Það er skömm að því að ríkisstjórnin ætlar sér í framboð til öryggisráðs SÞ á með- an hún getur ekki haldið rétt á spöðunum hér heima á íslandi. ísland ögrum skor- ið-ísneiðar Fjarvera frá heimahögunum reyn- ist aÚtaf afstæð í tíma og rúmi. Engu skiptir hversu lengi er bmgðið sér af bæ - alltaf hafa orðið grundvallar- breytingar sem skapa þá tilfinningu að landið sem maður yfirgaf sé horf- ið, eitthvað nýtt og framandi tekið við. Snemmsumars kom ég til að mynda frá ísafirði eftir einnar nætur gaman. f stað gömlu, góðu Hring- brautarinnar keyrði ég nýja, hryllilega hraðbraut í sveig á milli flugvallar og BSÍ. Perla Davíðs Oddssonar var komin í skyndilegt öndvegi. V Rasismi á fslandi Sigrún skrifar: Það virðist skjóta svoldið skökku við í íslensku samfélagi að á meðan allir sverja þess dýran eið að þeir séu ekki haldnir kynjamisrétti á nokkum hátt er framkoma þeirra ekki í sam- ræmi við það. Til dæmis sú staðreynd að ef maður vinnur við ræstingar, eins og ég geri, er sem ég sjáist hvorki né heyrist þegar ég býð góðan dag við það starfsfólk sem er á staðnum. Það tekur hreinlega ekki undir. Ég held að það sé sprottið af tvennu; litarháttur minn er ekki „íslenskur" og ég vinn við ræstingar. Hvort heldur sem litið er til er staðreyndin sú að ég finn fyr- ir rasisma. Það er nánast alltaf litið niður á ræstingafólk, sama hvemig það er á litinn. En ræstingafólk sem er ekki Ræstingarfólk sem er ekki hvítt er síðasta hvítt er bara síðasta sort. Ég er ekki fædd á íslandi, en hef búið hér nærri alla mína æfi. Ég geng í skóla héma þar sem allir líta á mig sem jafhingja, en þegar skólanum lýkur og ég hef vinnu mína til að hafa í mig og á snýst dæmið við. Ég get ekki neitað því að sort. mér sámi þegar fólk tekur ekki undir þegar ég kasta á það kveðju. Ég ætla samt ekki að prédika héma um hvemig á að hegða sér og haga sam- skiptum, en mig langaði til að benda á þetta frá þeim sjónarhól sem ég stend á. Þetta á ekki að vera svona. Og nýlegadundi á skypsviði mínu annars konar skyndibreyting. í fimmrndagsmorgunflugi Icelandair fékk ég í gogginn sömu álpökkuðu eggjahræmna með kartöflum og ég hef fengiö óteljandi sinnum áður. Á sunnudegi hafði álkassinn hinsvegar hlotið andlitslyftingu - fagurlega myndskreyttan pappakassa með nærmyndurri af íslenskum mösa. Innihald: kjúklinga-Cordon Bleu, ausmrlensk hrísgrjónakássa, salt og pipar í bréfum með myndum af ís- lenskum hverasteinum og rjómaduft með mynd af fagurbláum fossi. Pappakassinn hét „Slice of Iceland". I hinn fjölþjóölega matarskammt vantaði aðeins lélega enska þýðingu á Hávamálunum: „A man should take always his meals bedtimes unless he visits a ffiend," eða eitthvað í þá átt- ina. Icelandair klikkaði hinsvegar ekki á eftirréttinum - gullpakkaður súkkulaðistubbur, fagurlega merktur með fjórum, rauðum stöfum: TWDC Margræð skilaboð? Misnotkun á nátt- úru og menningu landsins? Eða bara alþjóða- og neysluhyggjan f praktískri hnotskum? Tónlistin er harður húsbóndi Það er vart sú mynd sem birtist af Jónasi þar sem hann er ekki við píanóið, en við birtum hér eina. Hann er einn þekktasti píanóleikari íslands og hefur setið við það síðan um fermingu. ,Ætli þetta sé ekki ár númer 40 í röðinni," segir Jónas léttur í lundu. Hann ætlar að halda upp á starfsaf- mæli sitt á næsta ári með pompi og prakt. En hvað varð til að hann tók ástfóstri við píanóið? „Ég ákvað þetta aldrei. Ég held því fram að tónlistin hafi fundið mig, en ekki ég hana. Það þurfti ekkert að beita mig neinum fortöl- um til þess," segir Jónas sem fékk sína fyrstu píanótíma í fermingar- gjöf. „Það er reyndar svona tíu árum of Seint miðað við það sem æskilegt er, en ég hef nú líklegast beðið þess bætur," segir Jónas kím- inn. „Eg ólst upp á miklu tónlistar- heimili. Til dæmis voru kóræfingar haldnar á stofugólfinu heima þegar ég var barn því pabbi var kórstjóri. Þá var grunnurinn lagður að fram- tíðinni." Jónas hefur spilað undir með um 400 söngvurum á fjörutíu ára starfsferli sínum og haldið á annað þúsund tónleika. „Þá tel ég ekki með öll þau ógrynni af þrúðkaup- um og skólatónleikum. Það er ekk- ert sem heitir að slaka á í þessum bransa því tónlistin er harður hús- bóndi," segir Jónas sem æfir sig á hverjum degi. „Það var einhvern tíma sagt að ef maður æfir sig ekki í einn dag heyrir maður það sjálfur. Ef maður æfir sig ekki í tvo daga heyrir gagnrýnandinn það og eft- ir þriggja daga æfingaleysi heyra það allir. Þetta er stanslaus vinna," segir Jónas og bendir á að sé maður tónlistarmaður sé það ekki vinna sem maður lýkur klukkan 5. „Rudolf Serkin var eitt „Það er ekkert sem heitír að siaka á í þessum bransa því tónlistm erharður húsbóndi/' sinn spurður að því hvort hann ætlaði ekki að fara að slaka á þegar hann væri kominn á efri ár og hann svaraði því til að hann væri músíkant. „Á meðan maður er lif- andi er maður í músík, sagði hann. Það verður þannig hjá mér.“ jónas Ingimundarson erfæddur á Bergþors- hvoli, sonur hjónanna Guðrúnar Kristjans- dóttur og Ingimundar Guðjónssonar. Hann heldur nú „Ljóðaakademíu" - námskeið i túlkun sönglaga með góðvini sínum Kristni Sigmundssyni. Þeir hafa einnig nýiega gefið út disk með sönglögum Schumanns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.