Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.12.1973, Side 9

Símablaðið - 01.12.1973, Side 9
En áfram hélt hraunið að renna í átt til bæjarins og eyðileggja eitt húsið af öðru. Mörg hús urðu eldinum að bráð, þegar gló- andi hraungrjót kom fljúgandi frá eldstöðv- unum og lenti t. d. inn um glugga. Til að fyrirbyggja slíka eldhættu var neglt fyrir glugga flestra húsa í bænum. Þegar fyrirsjáanlegt var talið, að hraun- ið myndi renna yfir bæinn, var byrjað að bjarga verðmætum úr atvinnufyrirtækjum og stofnunum. Verðmæti símans í Vest- mannaeyjum voru óhemju mikil, má þar nefna sjálfvirku símstöðina með 1800 núm- erum, loftskeytastöðina ásamt ritsíma og sæsímastöðina vegna ,,Scottice“ og „Ice- can“. Notendur sjálfvirku stöðvarinnar í Vest- mannaeyjum voru um 1600, áður en gosið hófst. Til þess ráðs var gripið að taka stöð- ina niður og flytja hana til lands, en í staðinn var sett upp lítil 90 númera stöð. Þetta skapaði ýmis vandræði vegna síma- eklu. Á þessum tíma var að jafnaði um 400—500 manns í Eyjum, sem vann að ýms- um björgunarstörfum, og allir þessir aðilar Séð yfir Vestmannaeyjabæ, með- an á gosinu stóð. Ljósm. J. Á. Vil- mundarson. þurftu að tala við fjölskyldur sínar í landi að minnsta kosti einu sinni á dag bæði til að láta vita af sér og segja fréttir af fram- vindu gossins. Fréttir, sem birtust í fjölmiðlum um gos- ið, voru oft á þann veg, að erfitt var að gera sér grein fyrir því, hvernig ástandið raun- verulega var. Það var ekki ósjaldan, að kon- an mín hringdi í mig vegna frétta úr fjöl- miðlum til að sannprófa, hvort rétt væri með farið. Það gefur að skilja, að þar sem ekki var tíl að dreifa stærri símstöð en áður greinir, gátu ebki allir fengið síma, sem töldu sig þurfa. Afkastageta stöðvarinnar var langt undir því, sem þörfin var, en með skilningi rættist úr þessu, þó að ástandið í símamálun- um hafi aldrei orðið gott. Síminn flutti alla starfsemi sína í hús gagnfræðaskólans ofarlega í bænum, en þar var talin lítil hætta á hraunrennsli. Gagn- fræðaskólinn varð eins konar stjórnstöð 39 B I MAB LAÐ IÐ

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.