Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1973, Page 10

Símablaðið - 01.12.1973, Page 10
bæjarins. Þar höfðu aðsetur stjórnendur alls björgunarstarfs fyrir Viðlagasjóð og þar var mötuneyti fyrir alla. Enga starfsemi var hægt að reka í neðri hluta bæjarins sökum gasmyndunar. Síma- húsið var eitt versta gasbælið. Sennilega hefur gasið verið hættulegast allra fylgi- kvilla eldgossins, en það varð einum manni að bana. Allur flutningur á starfsemi símans í hús gagnfræðaskólans gekk vel og má þakka það starf smönnunum, sem við það unnu. Sæ- símastöðin var sambandslaus í viku vegna flutnings. Ekki verður annað sagt, en að veran í Eyjum, meðan á gosinu stóð, hafi verið hálf ömurleg, þó að mönnum hafi ekki liðið illa. Eins og áður segir var neglt fyrir alla gugga og gilti það bæði um vinnustað og verustað. Ég man, að við sváfum 15 saman í einni skólastofu og allir á dýnum, því eng- ir svefnbekkir voru til. Fyrst í stað vorum við símamenn sjálfir með mötuneyti og elduðum þá til skiptis. í rúmar tvær vikur fengum við aðstoð frá Reykjavík við eldamennskuna, þær Guð- rúnu Kristinsdóttur og Ingibjörgu Þorsteins- dóttur, og vil ég nota tækifærið til að færa þeim sérstakar þakkir fyrir. Það var mjög óþægilegt fyrir okkur að þurfa að borða í almenningsmötuneytinu, bæði vegna þess að afgreiðslan þar gekk seint og að oftast var erfitt að komast frá vinnustaðnum, en eftir að starfsemi símans og almenningsmötuneytið voru flutt í hús gagnfræðaskólans, var hægara um vik. Nú, þegar gosinu er lokið, er mér oft hugsað til þess, hvernig nokkur maður fékkst til að starfa úti í Vestmannaeyjum, meðan á náttúruhamförunum stóð. Skýring- in á þessu er vafalaust að nokkru leyti sú, að þrátt fyrir allt vildu heimamenn glíma við vandann heima í Eyjum, fremur en fylgjast með fréttum af hamförunum úr fj arlægð. Að gosinu loknu var strax hafizt handa um hreinsun og uppbyggingu bæjarins og miðar því vel áfram og ég er bjartsýnn á, að vorið 1974 verði meirihluti íbúa Vest- mannaeyja komnir heim í sína fyrri byggð. KARL HELGASON stöðvarstjóri í 40 ár Á síðastliðnu sumri lét Karl Helgason af starfi stöðvarstjóra Pósts og síma á Akra- nesi, en hann á að baki 43 ára starfsferil sem stöðvarstjóri. í tilefni af þessum tímamótum átti Síma- blaðið viðtal við Karl og fer rabbið hér á eftir. Óþarft er að kynna Karl Helgason ítar- lega hér í Símablaðinu, þar sem hann er flestu símafólki vel kunnur bæði vegna for- ystustarfa hans á vettvangi félagsmála stöðvarstjóra og starfa hans í þágu Félags íslenskra símamanna. Aðspurður um uppruna sinn, svarar Karl: ,,Ég er fæddur að Kveingrjóti í Saurbæ í Dalasýslu 16. september 1904, á næsta bæ við Staðar-Hóls Pál.“ Karl Helgason á skrifstofu sinni á Akranesi. 40 S I MAB LAÐ IÐ

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.