Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 11

Símablaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 11
Karl og Eiríkur Þorvaldsson, símasmiður, sem starfaði með Karli allan tímann, sem hann var stöðvarstjóri á Akranesi. Aðeins 25 ára gamall er Karl ráðinn til að veita póstafgreiðslunni og símstöðinni á Blönduósi forstöðu og hefur hann helgað því sem næst allri starfsævi sinni póst- og símamálum. „Reyndar var ég við verzlunarstörf á Blönduósi í fimm ár, unz ég var ráðinn til að veita póstafgreiðslunni þar forstöðu frá 1. janúar 1930 og síðan landssímastöðinni frá 1. apríl sama ár“, sagði Karl og bætti við: „Sennilega verður fyrsti vísirinn að sam- einingu Pósts og Sima einmitt á Blönduósi, er ég tók þar við stöðinni. En með lögum frá 1928 var heimilað, að Póstur og Sími sameinuðust á hinum ýmsu stöðum á land- inu, eftir því sem henta þætti og eftir því sem forstöðumenn þessara stofnana á hverj- um stað létu af starfi eða féllu frá. Skipunarbréf mitt var gefið út af þá- verandi atvinnu- og samgönguráðherra, Tryggva Þórhallssyni, en póstmálafulltrúi á þessum tíma var Sigurður Briem, og lands- símastjóri Gísli J. Ólafsson, Jónssonar, Ól- afssonar, ritstjóra". Hajðir þú hlotið einhverja menntun á sviði póst- og símamála, áður en þú varðst stöðvarstjóri? „Nei, ég kom beint úr verzluninni í þetta starf — og hafði aldrei nærri póstmálum komið, hvað þá heldur símamálum. í upp- hafi starfsins fékk ég þriggja mánaða leyfi til náms og kynningar á hinum nýja starfs- vettvangi. Og frá þeim tíma minnist ég margra mætra manna, sem reyndust mér góðir leiðbeinendur, bæði frá Póstinum og Símanum. Sú þekking, gem ég öðlaðist á þessu þriggja mánaða tímabili, reyndist mér síð- ar afar dýrmæt, en ég gerði mér far um all- an þann tíma, sem ég starfaði við Póst og Síma, að auka þekkingu mína á öllu því, sem að starfinu laut. Reyndar er það bjargföst skoðun mín, að maður verði ávallt og stöðugt að auka og bæta þekkingu sína, vilji maður ekki staðna í starfi og hugsun. Sá, sem álítur sig hafa lært alla skapaða hluti, er raunverulega staðnaður og tröllum gefinn“. Karl Helgason gegndi starfi stöðvarstjóra á Blönduósi í 17 ár, eða til ársins 1947, en þá fluttist hann til og var skipaður stöðvar- stjóri á Akranesi og þar stjórnaði hann póst- og símstöðinni í 26 ár, en lét af því starfi í ágústlok á þessu ári. Karl hefur þannig Svipmynd úr kveðjuhófinu. S I MAB LAÐ IÐ 41

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.