Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1973, Síða 13

Símablaðið - 01.12.1973, Síða 13
tómstundum Meðalaldur manna fer hækkandi með hverjum áratugnum sem líður, og þar erum við íslendingar víst ofarlega á blaði. Á hinn bóginn hefur vinnutíminn smátt og smátt verið styttur, sem þýðir, að frí- stundum fer að sama skapi fjölgandi. Það er að sjálfsögðu afar breytilegt hvern- ig menn eyða frístundum sínum, en það er óneitanlega mikið lán fyrir suma menn, að eiga sitt ,,hobby“, ekki síst þegar aldur fær- ist yfir og styttast fer í eftirlaunaárin. Einn af þessum lánsömu mönnum er Jón Eiríksson, yfirmaður Radíóeftirlits Pósts og Síma, en hans tómstundariðja er, að teikna og smíða skip, aðallega kappsiglara. Hann er Völundarsmiður og það er varla til sá hlutur um borð í skipum hans, sem hann smíðar ekki sjálfur. Jón er fæddur og uppalinn við sjávarsíð- una og var árum saman á sjó, aðallega sem loftskeytamaður á togurum, áður en hann gerðist starfsmaður Pósts og Síma. Allt þetta hefur komið Jóni að góðu gagni í hans tómstundariðju, enda hefur hann afar næmt auga fyrir línum og lagi skipa. Jón er sífellt að auka þekkingu sína á þessu sviði og les hann mikið af erlendum 'bókum og blöðum um þetta efni. Allir eldri bátar Jóns eru byggðir með hliðsjón af erlendum fyrirmyndum, en sá nýjasti og stærsti (sjá myndir) er byggður eftir fyrirmynd af íslenzku opnu bátunum, sem voru smíðaðir með hliðsjón af botnlagi víkingaskipanna. Höfuðkostirnir við þetta lag, er að bátur- inn lyftist án þess að plana, það er, að hann flýtur að vissu leyti á sjónum, en ekki beinlínis d honum. Hann skilar sjónum auð- veldlega þannig, að sjórinn hleðst ekki upp við afturskipið, sem þýðir að báturinn breyt- ir ekki um stefnu við mismunandi halla. Það er ólíkt með Jóni og öðrum útgerðar- mönnum, að Jón þarf ekki að manna skip sín, hann stjórnar skipum sínum úr landi með fjarstýrisendi sínum, en með honum getur hann bæði stjórnað seglum og stýri þó um töluverða fjarlægð sé að ræða. Jón hefur notið samvinnu Þorkels Gunnarssonar deildarstjóra í Radíótæknideild um srníði fjarstýribúnaðarins, en Þorkell á sjálfur sitt „ihob:by“, hann smíðar flugvélar, sem hann fjarstýrir. Það er gaman að sjá þegar Jón lætur fley sitt sigla seglum þöndum og þá er ýmist lensað, vent eða krusað og öllu er stjórnað með hnappi í landi. Mörgum áhorfandanum hefur fundist þetta vera göldrum næst og sumir hafa spurt Jón undrandi hvar línan værið sem lægi út í bátinn. Jón Eiríksson og Þorkell Gunnarsson með nýjasta skip Jóns. Þyngd bátsins með öllu, rafhlöðum og fjar- stýringu, 18 kg. (þar af blýkjölur 12 kg.) Þykkt byrðings 0,8 cm. S I MAB LAÐ IO 43

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.