Símablaðið - 01.12.1973, Síða 14
Björn Emilsson:
Milli Grænlan.ds köldu kletta
„Det er et h0jt land, meget hakkeligt og
ujævnt og med h0je, skarpe Fjelde“ skrif-
aði danski sæfarinn Jens Munk í dagbók
sína, árið 1619, er hann hafði landsýn við
Hvarf.
Loftskeyta- og veðurstöðin, Prins Christ-
ian, stendur á Ohristian den fjerde 0, rétt
við Hvarf, nok'kurn veginn á sömu breiddar-
gráðu og Osló. Veðurfarið ræðst af pól-
straumnum og einkennist af stormum og
mikilli úrkomu. ísbeltið fyrir austurströnd-
inni getur orðið allt að 50 sjómílna breitt.
Á veturna þrýsta vindar, straumar og hinn
mikli mismunur flóðs og fjöru, sem er fjórir
metrar, rekísnum fram og til baka í sund-
inu, með allt að 9 sjómílna hraða á klukku-
stund.
Til næstu byggðfcir, Nanortalik, er 12,
klst sigling í góðu veðri. Á veturna hindrar
ísinn siglingar langtímum saman. Á þessum
kuldalega og einangraða stað Skyldi ég hafa
vetursetu.
Ég var ráðinn til starfa hjá Grþnlands
Tekniske Organisation (GTO) í aprílmán-
uði s.l. sem loftskeytamaður við Prins
Christian Sund radio. Áður en til Græn-
lands var haldið, fór ég til Kaupmannahafn-
ar til þess að sækja námskeið, er starfið
varðaði. Námskeið þessi voru haldin í hinni
nýju flugstöðvarbyggingu á Kastrupflug-
velli, sem tekin var í notkun í marsmánuði
s.l. Fengum við gott tækifæri til að kynnast
þeirri starfsemi, sem þarna fer fram. Var
okkur m. a. boðið í flugferð yfir Kaup-
mannahöfn og nágrenni. Við vorum alls 8
loftskeytamenn á þessum námskeiðum og
áttum allir að fara til hinna ýmsu stöðva
á Grænlandi, þar af 3 til Prins Christian.
í lok námskeiðsins sátum við kynningar-
fund með forstjóra GTO, Gunnar H. Rosen-
dal, og yfirmiönnum hinna ýmsu deilda
stofnunarinnar, þar sem okkur var kynnt
starfsemi og hlutverk GTO.
Eftir þriggja vikna ánægjulega dvöl í
Kaupmannahöfn var haldið til Grænlands
með SAS þotu til Sþndrestrþm. Ferðin tók
rúma fjóra tíma og var flogið yfir ísland.
Heldur var landið okkar kuldalegt að sjá,
allt snævi þakið.
Flugvöllurinn í Sþndrestrþm liggur milli
kjarrivaxinna hlíða innst í firðinum. Er
þarna um 600 manna byggð. Mest ber á SAS
hótelinu, sem er allmikil bygging. Við íbúð-
arblokkirnar mátti sjá börn að leik. í einni
og sömu byggingu eru til húsa verslun stað-
arins, skrifstofur, pósthús og svo loftskeyta-
stöðin. Hinum megin vallarins er amerísk
herstöð. Ekki er til ætlast að neinn sam-
gangur sé þarna á milli. Ameríkanar ann-
ast m. a. flugumferðarstjórnina fyrir
Sþndrestrþm flugstjórnarsvæðið, en Danir
annast radíoviðskiptin. Gistum við þarna
um nóttina. Daginn eftir var ferðinni hald-
ið áfram til Prins Christian sund. Næsti
áfangastaður var Narssarssuaq, eða Bratta-
hlíð eins og við kennum staðinn. Farkost-
urinn var gömul DC6 flugvél frá Grþn-
landsfly. Ferðin tók um 2 klst og var flog-
M/s Edith Nielsen kemur með
vistir til ársins.
S I MAB LAÐIÐ