Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1973, Síða 16

Símablaðið - 01.12.1973, Síða 16
miklum tökum á sér. Margir láta hlutina bíða til morguns. Þannig var til dæmis ír.eð jólapóstinn hingað til Prinsen í fyrra, hann komst ekki til skila fyrr en í febrúar. Sagt er, að húsbóndanum þyki allt í lagi að lána konuna sína, hún komi bara betri til baka. En biðjir þú hann að lána þér hundana sína, þá kemur annað hljóð í strokkinn, þvert nei. Hundahald er þó bannað í bæjunum, því þeir eru hættulegir börnum. Margir Danir hafa gifst grænlenskum konum. Eru það heldur léleg viðskipti, því segja má að við- komandi giftist allri fjölskyldunni og verði að sjá henni farborða í mörgum tilfellum. En þetta verður þó ekki sagt um alla Græn- lendinga, flestir eru hinir gegnustu menn, sem lifa og streita í sveita síns andlits, eins og við allir hinir. Síðasti viðkomustaður, áður en haldið var til Prins Christian, var loranstöðin í Angis- soq. Þangað var einn farþegi, loranmaður að koma heim af námskeiði í Bandaríkjun- um. Loranstöðin stendur á eyju rétt fyrir utan Nanortalik. Byggingar allar eru allfrá- brugðnar loranstöðinni á Sandi. Því miður fékk ég ekki tækifæri til að skoða stöðina, því viðdvöl var nánast engin. Ferðinni var flýtt eins og kostur var, til þess að ná út til Prins Ghristian fyrir myrkur. Var ekki laust við, að um mann færi hálfgerður Frá Prinsinum. Greinarliöfundur á vinnustað. skrekkur er þyrlan var búin sérstökum björgunartækjum. Ég geri ráð fyrir að flestum sé farið eins og mér, áður en ég kom til Grænlands að halda, að landið sé allt einn stór ísjaki. Þetta er hinn mesti misskilningur. Landið er hrikalegt, há tindótt gróðurlaus fjöll, en við ströndina er víða gróðursælt inn á milli dala. Ég verð þó að játa, að þegar við flug- um inn í Prins Christian sund, fannst mér helst ég vera komin í tröllaheima. Hrikaleg, nakin fjöll á báða vegu og víða skriðjöklar í sjó fram. í sundinu eru nokkrar einangraðar grænlendingabyggðir, heldur eyðilegar að sjá. Eftir langt og viðburðarríkt ferðalag, vor- um við loks komnir á áfangastað. Um sjc- leytið um kvöldið lenti þyrlan okkar á Prins Christian Heliport. Mannskapurinn stóð vopnaður myndavélum til að taka á móti okkur. Var okkur vel fagnað. Næsta dag var slegið upp veislu mikilli að dönsk- um sið. ■ Stöðin var upphaflega byggð af Banda- ríkjamönnum í síðustu heimsstyrjöld. Dan- ir tóku við rekstri hennar 1945. Stöðvarhús- ið, ásamt íbúðarskálum og samkomusal standa uppá Klettinum, sem er 77 metra yfir sjávarmál. Niður við höfnina, þar sem geta lagst að bryggju minni skip, stendur pakkhúsið og rafstöðin. Byggingar eru all- 46 B I MAB LAÐ IÐ

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.