Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1973, Page 17

Símablaðið - 01.12.1973, Page 17
ar nýlegar, enda hefur stöðin að mestu ver- ið endurbyggð á síðustu árum. Ekkert und- irlendi er á Klettinum. Göngubrýr liggja milli húsa, sem öll eru stöguð niður með sterkum stálvírum. Hlutvebk stöðvarinnar er að annast radio- viðskipti við skip og flugvélar svo og veður- þjónusta. 2 loftskeytamenn eru á vakt allan sólarhringinn. Stöðin er tengd sæsímanum yfir Atlantshaf, gegnum aðalstöð sæsímans í Frederiksdal. Þar eru einnig fjarstýrð sendi- og móttökutæki fyrir VHF-tíðnina. Beint símasamband (hot line) er við flug- umferðarstjórnirnar í Gander, Reykjavík og Prestvík. Fjarritasamband er við Gufu- nesstöðina. Öll innanlandsviðskiptin fara fram með morsi, þ. á m. sambandið við flug- umferðarstjórnina í Sþndrestrþm og við flugvöllinn í Brattahlíð. Aðalviðskiptin eru við flugvélar í Atlantshafsflugi og eru SAS og Loftleiðir helstu viðskiptavinirnir. En mesta vinnan er þó við flug lítilla flugvéla á leið yfir hafið, með viðkomu í Brattahlíð. Er mér sérstaklega minnisstætt, er lítil eins manns flugvél lenti á jöklinum í sumar, eft- ir að hafa farið villur vegar frá Brattahlíð. Flugmaðurinn brákaðist í baki og gat sig hvergi hreyft. Vegna veðurs var ekki hægt að koma manninum til hjálpar fyrr en næsta dag, þrátt fyrir ítarlegar tilraunir. Hann varð að dúsa í flugvélinni um nóttina, sem fljótlega fennti í kaf. Alla nóttina sveimaði amerísk björgunarflugvél yfir honum og hélt stöðugu sambandi við hann til þess að hann sofnaði ekki. Loks var honum bjargað á þann hátt, að einn úr áhöfn amerísku björgunarflugvélarinnar stökk í fallhlíf nið- ur til hans til að leiðbeina þyrlunni niður í gegnum skýjaþykknið. Flugvéiinni var bjargað seinna, einnig með þyrlu. Auk venjulegra viðskipta við skip og báta, er hlutverk strandstöðvarinnar að gefa upplýsingar um legu rekíssins, svo og að safna staðarákvörðunum fyrir hina grænlensku tilkynningaskyldu (GLK). Veðurathugunum er einnig safnað saman frá nærliggjandi stöðvum og þær síðan send- ar áfram til Angmagssalik. ísathuganir, svo- kallað Icerecco, koma frá Iscentralen í Nars- sarssuaq. Daglega eru gerðar athuganir á legu íssins við innsiglinguna i sundið. Loks er hér kraftmikill radioviti, sem mörgum farmanninum hefur vísað veginn hina hættulegu siglingaleið fyrir Hvarf. Hér eru alls 16 manns. Stöðvarstjóri er John Ryberg, gamall í hettunni hér á Græn- landi og öllum hnútum kunnugur. Hann var lengst af stöðvarstjóri við loranstöðvarnar OUW og OYL. Gamle Svend, „altmuligmað- urinn“ okkar, ræktar blóm í gróðurhúsinu sínu við rafstöðina, hefur verið meira og minna á Grænlandi s.l. 25 ár. Við loftskeyta- mennirnir erum 6. Fjórir okkar eru í véla- og viðgerðarliðinu og loks eru 2 kokkar og einn bakari. Eru þetta allt hinir bestu fé- lagar, enda eru danskir rólegir og léttir í lund og gera sér ekki óþarfa áhyggjur af hlutunum. Mörgum er sjálfsagt spurn, hvað menn hafi fyrir stafni í frístundum sínum. Það sem af er dvöl minni hér, hefur það ekki verið neitt vandamál. Kemur þar einnig til að vaktir eru á hverjum degi, en frí einn dag í viku. Hér eru öll venjuleg tómstunda- tæki, sem eru á svona stöðum, s. s. billiard, borðtennis, ljósmyndatæki o. fl. Hver mað- ur hefur skíði til afnota og hafa skíðaferð- ir verið mikið stundaðar síðan snjórinn kom. Byssur eru til afnota fyrir þá sem fara í lengri ferðir frá stöðinni, ef ske kynni að menn rækjust á ísbirni. Þeir eru þó orðnir sjaldséðir hér um slóðir. Á laugardagskvöld- um og hátíðisdögum er 01 og snaps með matnum. Danskir leggja mikið upp úr borð- haldinu og spara hvergi til. Stöðin á 2 vélbáta, sem óspart voru not- aðir til veiða og siglinga í sumar. Er það ótrúlegt ævintýri að sigla milli ísjakanna á lygnu kyrru sumarkvöldi. Minnisstæðast er mér 3ja daga veiðiferð, er við fórum þrír saman í sumar, upp í Lindenowsfjörðinn. Þangað er um 8 klst sigling. Lágum við í tjöldum við svokallað Rolfs Boplads. Eru þar á nesi einu, lyngivöxnu, allheillegar fornleifar frá dögum Eiríks rauða. Bláberja- dalurinn liggur upp af byggðinni og eftir honum rennur lítil á. Heldur hefur vist manna verið kuldaleg þarna. Allstórt stöðu- vatn er upp í fjöllunum, lítið eitt innar. Úr því rennur kraftmikill foss. Renndum við 47 S I MAB LAÐ IÐ

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.