Símablaðið - 01.12.1973, Side 19
íslandi — væntanlega báðum aðilum til góðs.
Fyrir nokkrum árum óskaði Póstmannafélag
íslands eftir að fá aðild að Starfsmannaráð-
inu. Pá dagaði hugmyndin uppi vegna þess
að forráðamenn töldu eðlilegt, að starfs-
mannafélögin sameinuðust fyrst í eitt starfs-
mannafélag Pósts og Síma. Peirri leið vildu
póstmenn þá ekki una, en hún hefur verið op-
in af hálfu F.Í.S. til skamms tíma, þar eð á-
greiningsefni hafa verið lítil og auðleysanleg
með jákvæðu átaki beggja aðila.
Nú hefur það gerzt, að forysta P.F.Í. hefur
skellt svo hurðum, að gæta þarf að dyraum-
búnaði, síðast með furðulegu bréfi til for-
stjóra rekstursdeildar Pósts og Síma. Afrit var
sent samgönguráðuneytinu og F.Í.S. Bréfið
verður vafalaust birt í heild annars staðar í
þessu blaði.
Undanfarna mánuði hefur P.F.Í. gert harða
hríð að Starfsmannaráði Landssímans. Pað
verður ekki af þeim skafið forystumönnum
póstmannafélagsins, að þeir eru bæði djarf-
tækir og stórtækir í kröfum sínum. Peir krefj-
ast tveggja fulltrúa í Starfsmannaráð til jafns
við F.I.S. og vilja einnig ráða því, hverjir bætt-
ust við í ráðið af hálfu stofnunarinnar.
P.F.Í. hefur leitað eftir því, að ráðherra
knýji þennan vilja þeirra fram í krafti þess
valds, sem hann hefur yfir að ráða. F.Í.S. hef-
ur stimpazt við, enda telur félagið ósann-
gjarnt, að P.F.Í. fái tvo fulltrúa í Starfsmanna-
ráði, sem þá yrði væntanlega Starfsmannaráð
Pósts og Síma, fyrir sína 250 félaga, nema
F.Í.S. fái þá að minnsta kosti þrjá fulltrúa fyr-
ir sína 1000 félaga. Á það getur F.Í.S. fallizt
og einnig að Póst- og símamálastjórnin bæti
tveimur mönnum í ráðið af hálfu stofnunar-
innar, verði starfsgrundvöllur ráðsins að öðru
leyti óbreyttur frá því sem nú er.
Lang eðlilegast væri, að starfsmenn einnar
og sömu stofnunarinnar væru allir í einu
starfsmannafélagi, lytu einni stjórn og einu
félagslegu skipulagi. Tvö starfsmannafélög
póst- og símafólks eru af gömlum toga spunn-
in, — leifar gamals skipulags, sem hentar ekki
nútímanum, og var aflægt fyrir mörgum ára-
tugum, — við sameiningu pósts og síma ár-
ið 1935.
Póstþjónustan er að vísu mun eldri en
símaþjónustan, en símaþjónustan hefur þró-
azt miklu hraðar og þensla og þjónustusvið
hennar margfaldazt á við póstþjónustuna.
Þessi þróun hefur ekki orðið vegna áhrifa
eða afstöðu einstakra manna, stjórnenda eða
starfsmanna, heldur vegna vilja þjóðarinnar,
sem býr við þær aðstæður, að henni hentar
betur símaþjónusta en póstþjónusta eins og
reyndin hefur einnig orðið í öðrum dreifbýlum
löndum. Engu að síður er og verður póstþjón-
ustan áfram mikilvæg og nauðsynleg og eðli-
legt er, að þessar tvær þjónustugreinar, póst-
þjónusta og símaþjónusta, fylgist að og hald-
ist í hendur.
Sama hefðu starfshóparnir átt að gera, hald-
ast í hendur og aðlagast breyttum aðstæðum
og viðhorfum og auka þannig félagslegan
styrk sinn og þroska.
F.Í.S. hefur mjög sterkt félagslegt skipulag,
þar sem hver einstaklingur nýtur eins mikils
félagslegs öryggis og lýðræðislegrar að-
stöðu, sem frekast er kostur í jafnfjölmennu
og dreifðu félagi. ,
Þetta hefur P.F.f. séð, skilið og virt m. a..
með því margoft að leita nánari upplýsinga
um sitthvað í félagslegu skipulagi F.Í.S.
Allir, sem vilja líta á þetta mál fordóma-
laust, hljóta að álykta þrennt:
1. Kröfur póstmanna um aðild að Starfs-
mannaráði eru um of ágengar og missa því
marks.
2. Fyrr eða síðar hljóta umræddir tveir
starfshópar stofnunarinnar að sameinast und-
ir heitinu Starfsmannafélag Pósts og Síma.
Skipulagslega séð er það afar einfalt, hvort
heldur deildir póstmanna yrðu ein, tvær eða
þrjár.
3. Ástæður fyrir því, að sameining hef-
ur ekki enn orðið geta vart verið margar. Mér
dettur í hug, að nokkru kunni að ráða í þessu
efni, að minna félagið óttist að það muni
hverfa og týnast í stærra félaginu og verða
þar valdalaust.
Deildaskipulag F.Í.S., sem væntanlega
héldist, þar eð ekki er vitað, að P.F.Í. hafi
hentugra félagsform, veitir öllum starfshóp-
um aðild að stjórnun félagsins. Auk þess
mætti ákveða nánar um skiptingu stjórnar-
starfa milli póstmanna og símamanna. Pá
Framh á bls. 62
S I M'AB LAÐ IÐ
49