Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1973, Síða 24

Símablaðið - 01.12.1973, Síða 24
7e/exjb/ó/iasían og dreífbýlLð I 10. tölublaði Hlyns, sem gefinn er út af Sambandi íslenzkra samvinnufé- laga, Starfsmannafélagi SÍS og Félagi kaupfélagsstjóra, birtist grein um telex- þjónustuna hér á landi. I niðurlagi greinarinnar er þeirri spurningu beint til forráðamanna Pósts og Síma, hvers sé að vænta varðandi þróun þessarar þjónustu í framtíðinni. Símablaðið birtir nú umrædda grein úr Hlyn og síðan svargrein eftir Por- varð Jónsson, yfirverkfræðing. Fara greinarnar hér á eftir. Telexþjónusta við dreifbýlið mundi stórum bæta aðstöðu atvinnufyrirtækja ut- an Reykjavíkur og stuðla að tímasparnaði og hagkvæmni í viðákiptaháttum. HVAÐ ER TELEX? Með því að taka sér í munn grófa samlík- ingu mætti líkja telex við síma, þar sem rit- að mál kemur í stað hins talaða orðs. Telex- tækið er ekki ólíkt stórri rafmagnsritvél. Á tækinu er sams konar skífa og á venju- legu talsímatæki. Númer þess aðila, sem óskað er eftir sambandi við, er valið með sama hætti og þegar símanúmer er valið. Sé línan laus, kemst sambandið strax á; það sem ritað er á ritvél sendandans skrifar ritvél móttakandans sjálfkrafa niður. Ekki vitum við til þess, að búið sé að smíða ný- yrði í íslenzíku yfir telex. Segja má, að orð- ið „ritsími" sé kjörin þýðing á þessu tækni- fyrirbæri, ef ekki kæmi þar til, að það orð hefur um langt skeið verið notað um ann- an þátt fjarskipta, sem ekki verður gerður að umtalsefni í þessari grein. ERLENDIS FER TELEX-NOTKUN ÖRT VAXANDI. Á síðustu 15 til 20 árum hefur telex-notk- un fleygt fram erlendis. Mun óhætt að full- yrða, að engin tækninýjung hafi haft jafn gagnger áhrif á samskipti manna á sviði viðskipta og opinberrar stjórnsýslu, síðan sjálfur talsíminn kom til skjalanna. íslend- ingar eru að jafnaði allra þjóða fljótastir að tileinka sér nýjungar á tæknisviðinu. Þetta á ekki hvað sízt við um ýmis þau tæki, sem til þess eru fallin að létta undir með mönnum í önn hins daglega starfs. Með til- liti til þessa höfum við furðað okkur á því, hve telex er lítið útbreiddur á íslandi. TÆKNILEGIR ANNMARKAR? Fyrirtæki á Reykjavíkursvæðinu geta fengið leigð telex-tæki hjá Pósti og síma og mörg fyrirtæki í Reykjavík, sem reka við- skipti við útlönd að einhverju marki, hafa telex. Hins vegar munu tæknilegir ann- markar ráða því, að fyrirtækjum utan Reykjavíkursvæðisins er fyrirmunað að njóta þessarar sjálfsögðu þjónustu, sem t. d. virðist fyrir hendi í flestum bæjum og þorp- um í Færeyjum. Okkur er ekki kunnugt um, að til séu telex-tæki utan Faxaflóasvæðis- ins (Reykjavík — Hafnarfjörður — Kefla- vík), nema á Akureyri og Húsavík. Á Akur- eyri voru það verksmiðjur Sambandsins, sem riðu á vaðið fyrir nokkrum árum, en til þess að svo mætti verða, varð Sambandið að leigja fasta línu frá Reykjavík til Akur- eyrar. Fyrir nokkrum mánuðum heyrðum við í fréttum, að söluskrifstofa Johns Man- ville hefði komið sér upp telex-tæki á Húsa- vík og var þess þá jafnframt getið, að fyrir- tækið hefði orðið að leigja fasta línu frá Reykjavík til Húsavikur. Af þessum dæmum má ráða, að almenn telex-þjónusta er ekki fyrir hendi utan Reykj avíkursvæðisins. SNIÐINN FYRIR ÍSLENZKAR AÐSTÆÐUR. íslendingar eru sem kunnugt er frægir fyrir pennaleti sína, þegar bréfaskriftir eru annars vegar, en á hinn bóginn allra þjóða iðnastir við að tala í simann. Segja má, að telexinn sameini hið bezta úr þessum tveim þáttum mannlegra samskipta. Þar fer sam- 54 B I MAB LAÐ IÐ

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.