Símablaðið - 01.12.1973, Qupperneq 31
gjöld verið tekin til F.I.S. af starfsmönnum
á Póstgíróstofunni. Ef komið hefur í Ijós, að
einhverjir þeirra hafa talið sig vera í félagi
póstmanna, hefur leiðrétting á slíku verið auð-
fengin, þannig að gjöldin hafa verið endur-
greidd og frekari innheimtu hætt.
Að lokum skal tekið fram, að F.I.S. hefur
enga hlutdeild átt í framkvæmd á ofangreindri
innheimtu, sem átt hefur sér stað um margra
ára skeið samkvæmt hefð, af því að engar
upplýsingar voru fyrirliggjandi um félaga í
hvoru félaginu fyrir sig og gildir þetta einn-
ig um starfsmenn, sem kunna að vera í öðr-
um stéttarfélögum eins og t. d. Félagi Há
skólamanna. — Bragi Kristjánsson, sign."
IEinar Jónsson
Framhald af bls. 53
vann hann á skiptiborðsverkstæði bæjar-
símans, unz hann varð að láta af störfum
fyrir aldurs sakir hinn 1. janúar 1961.
Kona Einars er Jóna Sigríður, dóttir
Ingvars bónda Guðbrandssonar í Grímsnesi
og konu hans Katrínar Kristjánsdóttur,
systur Ellerts skipstjóra Schram. Þau Ein-
ar og Jóna giftust 24. okt. 1924.
Lárus H. Blöndal.
Einar Pálsson
Framhald af bls. 57
landi að setja upp „rotary beam“
loftnet, er vakti mikla eftirtekt
bæjarbúa á þeim tíma.
Um og eftir 1960 færist nýtt líf
í radíóamatörastarfsemi Einars.
SSB var komið og tæknin var mik-
ið breytt. Kom hann sér á skömm-
um tíma af fádæma dugnaði upp
einni bezt búnu amatörstöð lands-
ins enn á ný. Á árunum 1967-68
snýr hann sér fyrir alvöru að til-
raunum mcð „meteor scatter“-sam-
bönd og hafði nær óslitið síðan a.
m. k. vikulegar tilraunir við brezk-
ar stöðvar (G3CCH, G3JVL). 0-
teljandi eru þau atriði, sem Einar
var fyrstur manna hér til að gera,
hafði sambönd um gervitungl, sctti
upp VHF-vita m. a. Var hann bú-
inn að safna óhernju upplýsingum
um útbreiðslu radíóbylgna, cr hann
hugðist gefa út á prenti.
Hinn 17. febrúar 1940 kvæntist
Einar eftirlifandi konu sinni, Guð-
laugu Á Valdimarsdóttur, Sigurðs-
sonar útgerðarmanns frá Eskifirði
og konu bans Hildar Jónsdóttur
ljósmóður sama stað.
Einar var skrifstofustjóri hjá
Raunvísindastofnun Háskóla Is-
lands, þegar hann lézt.
B I MAB LAO IÐ
61