Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1973, Page 32

Símablaðið - 01.12.1973, Page 32
Starfsmannaráð Framhald af bls. 49. ættu póstmenn ekki að eiga á hættu að týn- ast eða hverfa, þar sem póstur yrði nefndur á undan í nafngift félagsins. En hvað um fjármálin í þessu efni? Kannski eru þau þyngst á metunum, — þau hafa mér vitanlega aldrei verið rædd í þessu sambandi. En varla eru hugsanleg vandamál varðandi fjármálahlið málsins boðleg ástæða fyrir að- skilnaði félaganna. í fyrsta lagi vegna þess að vart munu þær fjármunaheildir vera til, sem ekki hefur mátt sameina, ef full ástæða eða nauðsyn hefur komið til. Sennilegt þætti mér, að íslenzku þjóðinni fyndist það saga til næsta bæjar, ef P.F.Í. og F.I.S. hefðu ekki komizt yfir einhvern fjár- munaþröskuld á leið sinni til sameiginlegra félagslegra átaka, stórum starfshópum til heilla og hamingju í lífsstarfi. J. T. Telexþjónustan og dreifbýlið Framhald af bls. 56. festingu, sem þessi löngu telexsambönd út- heimta, verður leiga í einhverju formi að koma á móti. Þrjár leiðir eru mögulegar að mínu áliti. 1. Sú sem nú er notuð að leigja viðbótar- línur telexnotandanum, en á móti kemur að þeir geta sent telexskeyti til Reykjavíkur fyrir sama gjald og greitt er innanbæjar í Reykjavík, þ. e. a. s. kr. 7.75 pr. mínútu. 2. Taka enga eða minni fasta leigu fyrir viðbótarlínuna en hækka verulega mínútu- gjaldið og hafa það mismunandi hátt miðað við lengd línunnar. 3. Setja upp litlar telexstöðvar á stærstu stöðunum úi á landi eins og t. d. á Akur- eyri. Þessi möguleiki er ekki fær vegna kostnaðar fyrr en 20—30 notendur eru fyrir hendi á staðnum. Með þessari lausn fengist betri nýting á þeim ritsímalínum, sem not- aðar væru til Reykjavíkur. Þessi lausn get- ur ekki orðið nein almenn lausn, þvi að hún leysir aðeins stærstu þéttbýliskjarnana og yrði því að taka upp þær lausnir, sem nefnd- ar eru í punktum 1 og 2 fyrir telexnotend- ur utan þeirra. Telexþjónusta á íslandi hófst árið 1962 með handvirkri telexstöð og 9. 5. 1970 var hún gerð sjálfvirk bæði innanlands og til flestra Evrópulanda. Öll telexSkeyti til út- landa s'kráir stöðin sjálfvirkt á IBM gata- spjöld, sem notandinn fær síðan sem sér- reikning fyrir hvert skeyti. Mynd 1 sýnir fjölda telexnotenda frá 1962 til 1973 og má þar greina stækkanirnar á handvirku telex- stöðinni árin 1966, 1968 og 1969. Stærð sjálfvirku telexstöðvarinnar í dag er 240 nr. Þorvarður Jónsson. Á síðunni hér til hliðar kemur svo jólakrossgátan okkar. Þess skal get- ið, að rétt lausn gátunnar myndar vísuhelming, þegar stöjunum í núm- eruðu reitunum 1—72 er raðað upp. Eins og oft áður heitir Símablaðið bókaverðlaunum fyrir rétta lausn krossgátunnar. Berist margar réttar lausnir, verður dregið úr um vinning- inn. Skilafrestur er til 15. janúar n. k. og skulu lausnirnar sendar Símablað- inu, box 575 Reykjavík. S I MAB LAÐIÐ

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.