Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2005, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2005
Fréttir DV
VRvillnýtt
nafn
Rithöfundamir Andri
Snær Magnason og Gerður
Kristný em meðal þeirra
sem sitja í dómnefnd um
nýtt nafn Verzlunarmanna-
félags Reykjavíkur, VR.
Gamla nafnið þykir vera
barn síns tíma og ekki hæfa
félaginu, sem hefur meðal
annars sameinast Verslun-
armannafélagi Akraness og
stefnir á sameiningu við fé-
lög íVestmannaeyjum og
Hafnarfirði. Allir geta kom-
ið með hugmynd að nafni
og sent hana inn á heima-
síðunni vr.is en verðlaunin
fyrir bestu tillöguna em 300
þúsund krónur. Skilafrestur
er til 15. janúar.
Deildu um
óhreina sloppa
Starfsmenn Samkaupa í
Borgamesi hafa nú fengið
viðurkenndan rétt til ríflega
900 króna greiðslu á mánuði
fyrir sloppahreinsun. „Ég veit
ekki betur en að þetta mál sé
leyst,“ segir Sveinn G. Hálf-
danarson hjá Verkalýðsfélagi
Borgamess sem fyrir hönd
sinna félagsmanna handsal-
aði samkomulag við starfs-
mannastjóra Samkaupa.
Sloppahreinsunarþóknun
starfsmanna Samkaupa í
Borgamesi er arfur frá tíma
kaupfélagsins á staðnum og
gildir ekki um aðra starfs-
menn Samkaupa sem enda
annast sjálfir þrif á sínum
sloppum.
Steinunn Valdís
haftiar
kauphœkkun?
Agnar Jón Egllsson leikstjóri.
„Mér fínnst mjög gott aö ráöa-
menn minni á þaö aö það sé ekki
eðlilegt aö þeir hækki laun sln upp-
úr öllu valdi. Samt fínnst mér aö
þeir eigi aö fá greidd laun I sam-
ræmi við ábyrgö og ekkert aö þvl
aö þeir fái góö laun. Mér finnst
vera svolítil vinsætdarkosningaþef-
urafþessu hjá Steinunni Valdlsi
Hann segir / Hún segir
,Mérfinnsthún bara töffarí.Þettaer
gottsteitmentHún virðisthugsafyrst
um aö hækka laun þeirra sem þurfa á
launahækkun aö halda áöuren hún
þiggurlaunahækkun fyrirsjálfasig.
Gleöilegplf
Bryndís Ásmundsdóttlr
leikkona.
Sigurður Freyr Kristmundsson játaði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hafa
orðið Braga Halldórssyni að bana á Hverfisgötu þann 20. ágúst í sumar. Sveinn
Andri Sveinsson, lögfræðingur Sigurðar, segir að málið plagi skjólstæðing hans
mikið en að hann beri sig þó vel.
Nloroio a Braga
plagar Sigur
Ég veit ekki hvað
Sigurður mun
gera varðandi
framburðinn
mmn.
Sigurður Freyr Kristmundsson, sem myrti Braga Halldórsson á
Hverfisgötu 20. ágúst, mætti fýrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær,
þar sem mál hans var þingfest. Sigurður Freyr játaði manndráp
en neitaði að það hefði verið gert af ásetningi.
Sigurður Freyr Kristmundsson
gekk inn í dómsalinn eins og
harðsvíraður glæpamaður og lét
engan bilbug finna á sér þegar hann
neitaði að svara spurningum blaða-
manns.
Á meðan Sigurður sat inn í dóm-
sal sýndi hann engin svipbrigði og
sagði ekki orð nema við lögfræðing
sinn, Svein Andra Sveinsson, sem
svaraði öllum spurningum fyrir
hönd Sigurðar. Þegar dómari spurði
hvort Sigurður játaði glæpinn svar-
aði Sveinn fýrir hönd Sigurðar að
hann hefði orðið Braga að bana en
neitaði því að um ásetning hafi verið
að ræða.
Plagar hann mjög
„Þetta plagar hann mjög mikið,“
segir Sveinn Andri Sveinsson verj-
andi Sigurðs Freys. Hann segir að
aðalmeðferð málsins snúist íyrst og
ffemst um ásetning og hvort Sigurð-
ur Freyr ætlaði að myrða Braga eða
hvort þetta hafi verið óviljandi.
„Hann ber sig samt mjög vel,“
segh Sveinn Andri um ástandið á
Sigurði en drápið hefur tekið mikinn
toll af sálarlífi Sigurðs.
Ofsóknaróður að sögn vitnis
Sigurður Freyr hafði þessa ör-
lagaríku nótt neytt mikils magns ró-
andi lyfja og amfetamíns sem gerðu
hann að sögn Mána Freysteinssons,
vitnis að morðinu, mjög ofsóknar-
óðan. Sigurður stakk Braga út af lít-
iisháttar misklíð sem á milli þeirra
varð.
Máni lýsti upplifun sinni af
morðinu á áhrifaríkan hátt í DV
skömmu eftir morðið en hann hélt á
Braga á meðan hann var í síðustu
andarslitrunum.
Hrætt vitni
„Ég veit ekki hvað Siggi mun gera
varðandi framburðinn minn,“ segir
Máni Freysteinsson en hann er vitni
Sigurður Áleið
i Héraðsdóm
Reykjavíkur.
Wm&e
t,»
Sigurður Freyr
Kristmundsson
Játaði fyrir Héraðs
dómi Reykjavíkur í
gær.
‘f
HBRBÍIWIWai »£Í«B fni i IABAIWM
Moröinginn
vartitandi tí
tímasprengjal?
Hverfisgata
58 Hérna var
Bragi stunginn
Sveinn Andri
Sveinsson Segir
málið plaga Sigurö
að glæpnum á
hinu örlagaríka
kvöldi.
„Ég veit ekki
heldur hvað vin-
ir hans munu
gera,“ bætir
Máni svo við en líf
Sigurðs liggur í
höndum framburð-
ar Mána Freysteins-
sonar.
Máni segir að hann
kvíði íyrir að bera vitni enda
sé ekki auðvelt að vitna gegn
vini sínum. Máni segir hann
viti ekki við hverju hann
megi búast út af framburði
sínum en víst er að Sigurður
getur verið ofbeldisfullur.
Hræðilegur harmleikur
Foreldrar Sigurðar, Hanna
Sigurðardóttir og Kristmund-
ur Sigurðsson, vildu ekki tjá
sig um málið við DV í gær.
Hanna sagði við DV daginn
eftir morðið að öll fjölskyldan
væri í sorg. „Þetta er hræðileg-
ur harmleikur og það eru allir
miður sín."
Aðalmeðferð málsins verð-
ur í janúar.
valur@dv.is
Rjúpnareytingafélag BorgarQarðar eystri
Forsetinn Rjúpnareytinga-
félag Borgarfjaröar eystra vill
leggja embætti hans niður.
Burt með forsetann
Árlegur fundur Rjúpnareytinga-
félags Borgarfjarðar eystri var hald-
inn laugardaginn 17. desember í há-
tíðarsal félagsins að Iðngörðum. Að
lokinni reytingu settust menn að
snæðingi. Á boðstólum var steikt
selket, skarfur og fýll og smakkaðist
hið besta ásamt með mungáti. f
fundarlok var eftirfarandi álykt-
un borin undir félagsmenn
og hún samþykkt sam-
hljóða:
„Fundurinn ályktar að
forsetaembættið að Bessa-
stöðum á Álftanesi verði
lagt niður eigi síðar en 1.
janúar 2006 ella verði ábú-
endur bornir út.“
Fötum stolið fyrir hundrað þúsund krónur
Ragna Fróða rænd
„Ég hélt að þetta væri grín,“ segir
Ragna Fróða, þjóðþekktur fatahönn-
uður, en bíræfinn þjófur stal dökk-
bláu pilsi með stjömum á, herðaslá
úr palh'ettum og jakka eftir japanskan
hönnuð af gínu sem stóð fyrir utan
hurð verslunar hennar, Path of Love,
á annarri hæð á Laugaveginum síð-
asta föstudag.
Ragna segir fötin kosta um
hundrað þúsund krónur og þjófinn
kunna til verka því hún var ekki
lengi frá. „Gínan stóð bara þama á
brjóstunum þegar ég kom tfi baka,“
segir Ragna hissa. Starfsfólk í nálæg-
um búðum tók ekki eftir grunsam-
legum mannaferðum.
Ragna segir að það sé ekki stolið
oft frá henni og telur hún að það sé
vegna þess að verslun hennar sé á
annarri hæð. Henni finnst sárt þeg-
ar fötum, sem hún hannaði sjálf, er
stolið. Þau em þau einu sinnar teg-
undar og því er erfitt fyrir þjófinn að
klæðast þeim án þess að borin verði
kennsl á fllkurnar. „Kannski er þetta
jólagjöf fyrir kæmstuna í ár," segir
hún og hlær. Ragna bendir þjófinum
á að senda henni tölvupóst á net-
fangið ragna@ragnafroda.is og skila
fötimum. Þá muni hún falla frá kæm.