Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2005, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2005, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2005 Fréttir DV Grímuklæddir menn á Kefla- víkurflugvelli „Það hafa verið hérna tveir grímuklæddir menn á vappi," segir Guðjón Garð- arsson, lögreglumaður á Keflavlkurflugvelli. Menn- irnir tveir hafa stundað komur sínar í flugstöðina undanfarna daga og haft í frammi furðulegt háttalag að margra mati. Guðjón segir lögregluna þó lítil af- skipti hafa haft af mönnun- um þar sem fullvíst er að um syni Grýlu og Leppalúða sé að ræða. Guðjón segir að erfðafræði- leg afsökun sé því borð- liggjandi í þessu tilfelli. KB tvíeyki menn ársins Sigurður Einarsson, stjórnarformað- ur KB banka, og Hreiðar Már Sigurðsson, for- stjóri KB banka, eru menn árs- ins í atvinnulífinu að mati Frjálsrar verslunar. Heiður- inn hljóta þeir fyrir „fram- úrskarandi hæfni við rekst- ur bankans, stækkun hans, farsælan feril, athafnasemi og frumkvöðlastarf í útrás íslenskrar bankaþjónustu,“ eins og segir í fréttatilkynn- ingu Frjálsrar verslunar. Sigurður og Heiðar munu taka við viðurkenningunni í veislu sem haldin verður þeim til heiðurs á Hótel Sögu þann 29. desember. Klessti á og stakk af Um fjögurleytið í gær var ekið á kyrrstæðan bíl við verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri. Sá sem tjóninu olli stakk af og skildi því eiganda bílsins, eldri mann, eftir með tjón- ið. Lögreglan á Akureyri segir þetta háttalag því miður allt of algengt. f til- efni jólanna vill lögreglan höfða til samvisku öku- manna sem valda tjónum og hvetur þá til að láta vita, sérstaklega þar sem jólin eru í nánd. Hvað liggur á? „Nú þarfég að fara að gera mérgrein fyrirþvi“segir Sigríður Arnardóttir, Sirrý sjónvarpskona.„Það liggur kannski helst á að ákveða hvað ég ætla að gera næst. Ég stend frammi fyrir stærri ákvörðun en oft áður. Svo liggur náttúrulega á að skreyta jólatréð, krakkarnir bíða eftir því. Svo þarfég að fara að punta mig í dag því ég fer íjólaboð i kvöld." 24 ára Þorlákshafnarbúi, Valur Sigurðsson, hefur verið ákærður fyrir þjófnað á Nissan Patrol-jeppabifreið í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Valur hefur marg- ítrekað komist í kast við lögin og hefur játað að hafa staðið á bak við þjófnaðar- öldu af Patrol-jeppum undanfarna mánuði. Bíræfinn jeppa- bjólup gengur laus Brotavilji Vals er ein- beittur og sést það meðal annars á því að hann hafði farið með jeppannískoðuná fölsuðum númerum. Valur Sigurðsson stendur að baki þjófnuðum á þremur Nissan Patrol-jeppabifreiðum undanfarna mánuði. Fyrsta ákæran á hendur honum var gefin út af lögreglustjóranum á Akureyri í vikunni en Valur mætti ekki. Það var fyrir þjófnað á Patrol-jeppa sem hann stal á Akureyri og var tekinn á í Hafnarfirði. Hann hef- ur margítrekað komist í kast við Iögin og á að baki fangelsisdóma fyrir fjölda afbrota. Patrolinn sem Valur er ákærður JjSj. fyrir að stela fyrir norðan er 1992 wíífc árgerð og var hlaðinn aukabúnaði. Honum var stolið í október og fwsS' fannst síðar í Hafiiarfirði. Valur f4 í/i V I hefur játað fyrir Lögreglunni á Selfossi að hafa staðið á bak við tvo sams konar jeppaþjófnaði. I ’.i Mætti ekki í dóm j Þrír Patrol-eigendur hafa kært <~ Val fyrir þjófnað á bílum sínum. Hann hefttr eins og áður segir verið ákærður fyrir einn þjófnað- inn en mætti ekki fyrir Héraðs- dóm Norðurlands eystra á mánu- dag. Jeppamir sem um ræðir eru allir breyttir til fjallaferða. Þeim fyrsta var stolið á Akureyri og fannst óþekkj- anlegur í Hafnarfirði. Öðrum var stolið í Njarðvík í nóvember og fannst hann á Selfossi f síðustu viku. Þeim þriðja var svo stolið í Árbæjarhverfi í Reykjavík og fannst við Rauðavatn þar Valur Sigurðsson 24 ára Þor- lákshafnarbúi sem ætlaði sér að gera draumajeppa úr tveim- ur Patrol-jeppum og sætir ákæru fyrir að hafa stolið þeim þriðja. Hann vildi ekki tjá sig um málið við DV. sem búið var að strípa hann. Munir úr Árbæjarjeppanum fundust í Njarðvík- urjeppanum. Draumajeppi Vals Jeppinn sem stolið var í Njarðvík fannst á Selfossi í bílskúr sem Valur leigði. Þar hafði hann tekið ýmsa hluti úr jeppanum úrÁrbænum og samein- að í Njarðvíkuijeppann. Valur ætlaði að gera hann að draumajeppanum sínum. Hann hafði einnig sprautað neðri hlið hans, skipt um númeraplöt- ur og einnig framleiðslunúmer jeppans. Setti þjófavarnarkerfi í þýfið Þá hafði hann tekið sætin úr, og stuðarann og spil við hann af. Brota- vilji Vals er einbeittur og sést það meðal annars á því að hann hafði far- ið með Njarðvíkuijeppann í skoðun á fölsuðum númerum og meira að segja sett þjófavamarkerfi í hann. Hann hafði einnig ekið honum rúmlega fimm þúsund kílómetra. Bað um hjálp hjá jeppamönn- um Valur hefurver- ið tölu- vert inni á .. j Njarðvíkurbíllinn ' j Svona leit hann út m fyrir breytingu Vals. Akureyrarjeppinn Var stolið á Akureyri í byrjun október. Fannst eftir mikla leit í Hafnarfírði. Árbæjarjeppinn Var p stolið í Árbæjarhverfi síðla nóvembermánaðar. Fannst f stripaðurvið Rauðavatn. spjallvef ferðaklúbbsins 4x4. Þar fékk hann t.d. hjálp jeppamanna með hvemig mætti betrumbæta drauma- bílinn hans, á meðan annar spjallþráður var helgaður leitinni að jeppanum á sama tíma. Jeppamir þrír, sem Valur hefur stolið undanfama mánuði, em allir metnir á yfir milljón og hlaðnir auka- búnaði. Tjónið nemur hundmðum þúsunda. Ein bótakrafa upp á tæpar 400 þúsund krónur liggur fyrir til handa Vali fyrir dómi og tvær bíða hans. Hefur hlotið fjölmarga dóma Valur hefur hlotið fjölmarga dóma og setið í fangelsi. Árið 2002 var hann dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir 34 innbrot, íjöldafjársvika, eignaspjöll og nytjastuldi þegar hann stal 11 bflum. Sá dómur er upp á 25 blaðsíður. Hon- um er lýst sem duglegum vinnumanni en hann missti vinnu sína eftir að upp komst um Patrol-þjófnaðina. Valur vildi ekki tjá sig um ‘málið þegar DV náði tali af honum. Mál hans hjá Selfossi er enn í rannsókn og er talið að fleiri gætu tengst því. Hann verður ekki ákærður fyrr en eftir ára- mót og gengur laus þangað til. gudmundur@dv.is Njarðvíkurjeppinn Þennanjeppa hafði Valur hugsað sér að gera að draumajeppanumsínum. Honum varstolið INjarðvík og fannsti bilskur Vals á I Selfossi ásamt munum úr bílnum stolið var íArbæj- arhverfí. Hann hafði til dæmis sett í hann þjófavarn- arkerfí, farið með hann I skoðun og sprautað hann. Einar Örn Einarsson hefur lokið uppboði sínu Yfir 300 þúsund til styrktar fátækum börnum Furðulegt bensínstríð á Akureyri stendur í tvo tíma á dag „Happy hour" á bensíni „Þetta hefur vakið gríðarleg við- brögð,“ segir Einar Öm Einarsson, 28 ára hagfræðingur, sem stóð fyrir góð- gerðauppboði á vef sfnum www.eoe.is á dögunum. Einar ákvað í nóvember að bjóða upp veraldlegar eigur sfnar á vefhum og segir viðbrögðin hafa verið framar vonum. „Ég er að vinna í því að afhenda hæstbjóðendum hlutina sína núna,“ segir Einar. Hann segir meiri vinnu hafa verið í kringum uppboðið en hann bjóst við. „Það fýlgdi þessu að skrá niður hæstu boð, safna dótinu saman og halda utan um greiðslur. En þetta var gefandi og margir hafa hrós- að mér." „Sá sem bauð í mest gerði það fyrir 45 þúsund og það vom tíu hlutir," seg- ir Einar en önnur hæstu boð vom rauðvínsflaska á fimmtán þúsund og Playstatíon 2 tölva ásamt leikjum sem fór á 20 þúsund. „Ég held að ég geti nánast fullyrt að upphæðin fari yfir 300 þúsund," segir hann, en ásamt ágóða uppboðsins ætlar hann að gefa 15 prósent desemberlauna sinna. Hjálparsamtök fyrir fátæk böm í Mið-Ameríku fá upphæðina eftir ára- mót. Líkast til mun hún renna til barna í Gvatemala eða Hondúras. „Ég er gríðar- lega þakklátur öllum," segir Ein- ar sem getur nú hætt uppboðsstressi og hafið jólastress- ið. gudmund- ur@dv.is „Við erum bara í góðu skapi fyrir jólin," segir Axel Grettísson, stöðvar- stjóri Esso á Akureyri, um sér- kennilegt verðstríð olíufé- laganna á Akureyri. í frétt- um Ríkisútvarpsins í var sagt frá þvf að öll otíufé- lögin sem em með starfsemi á Akureyri hafi undanfama daga lækkað verð á bensíni dísilolíu, þó eingöngu frá klukkan fjög- ur til sex á daginn. Lækkunin hefur numið allt frá þremur tfl fimm krón- um á lítrann. „Þetta er bara svona „happy hour" hjá okkur. Við erum með tveir fyrir einn á rúðupissi og fleiri tilboð á þess- um tíma auk lækkunar á bensíni," seg- ir Axel. Tilboðið hófst þann tólfta des- ember sfðastliðinn en ekki fæst dregið upp úr Axeli hversu lengi það eigi að standa. Þorsteinn Jónsson, verslunar- Verðstríð Esso og Olis bjóða afslátt en Skeljungur situr hjá. stjóri hjá Olís, vill að sama skapi ekki upplýsa um tímamörk tilboðsins. „Ég veit ekki hvar þeir fengu þessar upplýsingar," segir Ari Gimnar Ósk- arsson, umsjónarmaður Skeljungs, og á við þá fullyrðingu Ríkisútvarpsins að öll otíufélögin á Akureyri taki þátt í verðstríðinu. „Þetta er ekki svona hjá okkur."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.