Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2005, Blaðsíða 10
70 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2005
Fréttir DV
Kostir & Gallar
Pétur er bráðgáfaður og er
ætíð samkvæmur sjálfum sér.
Hanrt getur virkað ein-
strengingsiegur og réttlæt-
iskennd hans er stundum úr
takt.
„Menntun Péturs og reynsla skil-
ar sér i því að hann er afar fljót-
ur aðáttasigá
flóknum við-
fangsefnum á
sviði efnahags-
og viðskiptamála,
auk þess sem
hann ereinstak-
lega talnaglöggur. Pétur er sjálf-
um sér samkvæmur og hrein-
skilinn, sem auðvitað er oft kost-
ur en getur líka verið ákveðinn
veikleiki þarsem hann virkar
stundum ofeinstrengingslegur
áfólk."
Birgir Armannsson, þingmaður SJálf-
stæðisflokks.
„Mér er sérlega hlýtt til Péturs.
Hann er um flest góður félagi og
samstarfsmaður
ogertrúrsinni
sannfæringu.
Hvort maður sé
sammála sann-
færingu hans er
svo annaö mál.
Hann ernú ekki gallalaus og
liggja þeir I augum uppi."
Jónína Bjartmarz, þingmaöur Fram-
sóknarflokks.
„Pétur er formaður efnahags- og
viðskiptanefndar. Starfi hennar
stjórnar hann yfir-
leitt prýðilega,
miklu beturen á
horfðist I upphafi.
Verkstjórnarhæfi-
leiki telst vissu-
lega til kosta en
þaðáekki síður
við um hitt að vilja vera trúr
sannfæringu sinni, það vill Pétur.
Ókostir hans eru hins vegar aug-
Ijósir, réttlætiskennd hans er á
hrikalegum villigötum."
ögmundur Jónasson, þlngmaður
Vinstri-grænna.
Pétur Haraldsson Blöndal fæddist í Reykja-
vík þann 24.júní 1944. Hann hefur setiÖ á
Alþingi fyrir Sjálfstæöisflokkinn síöan 1995
og vakiö athygli fyrir skörulega framkomu
og sterkar skoöanir. ÍDVI gær gagnrýndi
hann Mæörastyrksnefnd fyrir aö gefa hverj-
um sem er matargjöffyrirjálin, án nokkurr-
ar vitneskju um hagi viökomandi. MeÖal
þeirra sem Pétur gagnrýndi fyrir aö mis-
nota MæÖrastyrksnefnd varhans eigin
dóttir, Stella Blöndal.
íslenska þjóðin hefur tekið Hjálpum þeim-disknum, sem gefinn var út til styrktar
bágstöddum í Pakistan nú fyrir jólin, opnum örmum. Tíu þúsund eintök af diskn-
um seldust upp á mettíma. DV er einn af bakhjörlum þessa verkefnis, sem er sam-
vinnuverkefni íslenskra tónlistarmanna og Hjálparstofnunar kirkjunnar.
I Hjálpum þeirn
Uppseldur í öllum
stærstu verslunum.
/m
Landslið poppara
Ávalltmá treysta á Is-
lenska tónlistarmenn
þegar mikið liggur við
og málefnið er gott.
lensku
þjóðar-
innar
hafi í
„Gleymdu ekki þínum minnsta bróður," segir í laginu Hjálpum
þeim sem var fyrst gefið út fyrir tuttugu árum. Endurútgáfa lags-
ins, til styrktar bágstöddum í Pakistan, sem kom út nú í byrjun
desember hefur heldur betur sýnt að íslendingar gera það ekki.
Diskurinn með laginu er uppseldur. Alls hafa selst tíu þúsund
eintök af disknum, á mettíma.
„Ég segi nú bara allt mjööööög
gott. Þvílíkar viðtökur," segir Einar
Bárðarson umboðsmaður íslands.
Diskurinn með laginu Hjálpum
þeim - sem hefur verið seldur nú
fyrir þúsund krónur til styrktar fórn-
arlömbum hamfaranna sem urðu
Pakistan í haust - er algerlega upp-
seldur.
Ótrúleg viðbrögð
Tíu þúsund eintök voru gefin út
og segir Einar, sem hefur haft veg og
vanda af verkefninu, að viðtökur ís-
raun
komið sér
í opna
skjöldu.
Þetta upp-
lag hafi ver-
ið pantað en
nú hefur ver-
ið lögð fram
pöntun um
skurð á tíu
þúsund disk-
um sem vænt-
anleg er til landsins milii jóla og
nýárs.
Allur ágóði til hjálparstarfs
Allur ágóði rennur óskiptur til
hjálparstarfsins mínus virðisauka-
skattur sem er um 20 prósent. DV er
bakhjarl verkefnisins sem er sam-
vinnuverkefni vinsælustu tónlistar-
manna íslands og Hjálparstofnunar
kirkjunnar. Þegar það var kynnt
mætti Karl Sigurbjörnsson, biskup
íslands, og blessaði framtakið. í ár
eru 20 ár ffá þvf fagið kom út fyrst.
Aðför að íslandsmeti
„Ég hefði bara ekki trúað þessu.
Uppselt á viku.
10 þúsund eintök. Þetta er alvarleg
aðför að íslandsmetinu í hraða á
plötusölu," segir Einar og getur
reyndar ekki nefnt þá plötu sem hef-
ur farið örar úr verslunum.
„Þetta er yndisleg tilfinning, að
finna hversu skjótt íslenska þjóðin
hefur brugðist við. Þetta hefur verið
einkar ánægjulegt verkefiii í alla
staði og því er hvergi nærri lokið. Ég
vil nota tækifærið og þakka Mikael
Torfasyni fyrir að hafa stillt mér upp
við vegg og nánast neytt mig til að
taka þetta að mér. Þá hefur sam-
starfið við Þorvald Bjarna, sem mest
mæddi á við upptökur, verið frá-
bært. Reyndar hafa allir staðið sig
framúrskarandi vel sem að verkinu
hafa komið." jakob@dv.is
aoia créative clothes ...gjöfin hennar
laugavegi 25, 3. hæð i 101 reykjavík i sími 561 1949
asta@astaclothes.is i www.astaclothes.is i opið: má.-fö. 12-18, lau. 11-16