Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2005, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2005, Síða 28
* 28 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2005 LífíO DV Sigrún Gunnarsdóttir og fjölskylda hennar reka búðina Börn náttúrunnar. Þar er allt lífrænt og náttúrulegt. Hlutir sem Sigrún fór að hugsa um fyrir nokkrum árum. Tvö virkilega áhugaverð spil eru til sölu hjá henni sem öll fjölskyldan getur spilað. „Já, við erum saman í þessu fjöl- skyldan," segir Sigrún Gunnarsdóttir, eigandi verslunarinnar Börn náttúr- unnar. „Ég fór fyrst að spá í lífrænt og náttúmlegt þegar ég fékk mitt fyrsta bam í hendumar," segir Sigrún, en þau hjónin eiga þrjú böm. Búðin Böm náttúmnnar er að stíga sín fyrstu spor á Islandi, en markmið hennar er að útvega fjölskyldum náttúmleg leik- föng og fatnað. Búðin býður upp á Demeter-ullarvörumar sem standast ströngustu lífrænu vottunarkröfur í heiminum. „Búðin verður netverslun fljótlega eftir áramót en vegna mikillar eftir- spumar þurftum við að seinka opnun heimasíðunnar. Við emm með heimakynningar á vömnum og ferð- umst um borgina og höldum basar, sannkölluð farandverslun," segir Sig- rún. Seinna meir dreymir Sigrúnu um að opna búð sem væri meira en bara verslun, heldur einnig staður þar sem böm og fullorðnir gætu leikið sér saman og nálgast náttúmna betur. Hugsjónin „Fyrst má tala um ullarfatnaðinn en við teljum ullina vera nauðsynlega í klæðnaði bamsins. Barnið þarf að vera vel klætt til að það geti notið þess að leika sér. Ef bami er kalt fer öll orka þess í að verma sig og því er það ófært um að leika sér,“ segir Sigrún. Það segir sig líka sjálft að bam sem er vel klætt verður síður lasið. Að sögn þeirra hjóna er ullin ómet- anlegur klæðnaður, þeirra ull er með- höndluð af natni og umhyggju, sem og kindurnar sjálfar. Skuggarnir í skóginum „Það fyrra er spil sem hefur að gera með ljós, skugga og samvinnu og heitir það Skuggarnir í skóginum. Þetta spil er fyrir fimm ára og upp og geta 2-8 spilað í einu. Það sem er svo fagurt við þetta spil er að þeir sem em að spila þurfa að vinna saman til að sigra þann sem stýrir eldinum en hann er oftast leikinn af fullorðnum aðila," segir Sigrún spennt yfir nýja spilinu. „Markmið spilsins er að álfamir komist allir saman undir eitt tré og sigri þannig eldinn. En eldurinn getur einnig sigrað með því að fanga alla dvergana með ljósinu. Þetta spii hefur einnig spil á bakhliðinni en þá snýst leikurinn við, þar sem áifarnir reyna enn meira á hugrekki og ferðast í skuggunum og hoppa yfir eldinn," segir Sigrún og brosir. Eldfjallið „Hitt spilið vil ég kalla áramóta- spilið í ár og heitir það Eldfjallið. Það er ætlað fyrir 9 ára og upp. 2-6 spil- arar. Þar erum við með eldfjall úr ker- amik og í kringum eldfjallið eru heliar. Fólkið í hellunum hefur misst eldinn og þarf að berjast við storma, flóð, skriður o.fl. til að sækja sér eld í eld- fjallið, mjög spennandi," segir Sigrún. „Hver leik- maður reynir að leggja braut með þráðum vættum úr olíu og koma þannig eldinum úr miðju eld- fjallsins og í hellinn sinn. Þegar ein- hver hefur náð takmarkinu fer eldur- inn í alvöru meðfram þráðunum og er það sannkallað sjónarspil. Hér verður einnig fullorðinn einstaklingur að vera með,“ segir Sigrún að lokum áður en hún snýr sér aftur að vinnunni. Þeir sem vilja nálgast þessi spil er bent á að þau verða kynnt í Kaffi Hljómalind á morgun auk þess sem hægt er að hafa samband við Sigrúnu í síma 8697673 á kristilegum tíma. maria@dv.is Ein flottasta.. ■ ■. Árni A/lár er ein af þekktustu röddunum í auglýsingageiranum ■ 1111 1J og einn af töffurunum á FM 957. ■ „Ég er búinn að vinna á FM 957 í fjögur ár með hléum, fór í skóla til Danmerkur og menntaði mig í marg- miðlunarhönnun," segfr Árni Már hress en hann er staddur á Akureyri í jólafríi um þessar mundir. „Ég byijaði í útvarpi 1997 á Frostrásinni á Akureyri, var þar í loft- inu ásamt því að búa til auglýsingar," segir hann um feril sinn við lestur á auglýsingum. „Þetta datt eiginlega upp í hend- urnar á mér, þetta var aldrei það sem ég stefndi á sem lítill patti á Akureyri, FM-vinnan kom í framhaldi af Frostrásarvinnunni," segir Árni Már en hann er í útsendingu alla virka daga milli 18 og 22 á FM 957 og skemmtir sér vel við að tala við hlust- endur. „Ég er líka klippari fyrir Sirkus og hef líka klippt fyrir Stöð 2, Sýn, og Popptíví," segir Ami Már og bætir við að margmiðlunarhönnunarmennt- unin komi sér vel þar. Hann er einn helsti auglýsingalesari í sjónvarpi og útvarpi og les mikið af auglýsingum sem við höfum oft heyrt. „Ég les fyrir Sambíóin, Sammynd- ir, Egó, Flugfélag íslands og Osta og smjörsöluna, þetta eru föstu fyrirtæk in sem ég les fýrir í dag en hef lesið óteljandi aðra lestra í gegnum árin, svo eitthvað sé nefht hef ég einnig les ið mikið fyrir Bylgjuna, Létt 96,7, X-ið og Popptíví." segirÁmi Már brosandi. Örugglega kannast margir við röddina en fáir við andlitið hans Áma. „Ég er kominn í virkilegt jólaskap og ætla að njóta jólanna í faðmi Qöl skyldunnar á Akureyri og nýt virkilega hangikjötslyktarinnar hér í bænum, segir Árni Már um leið og hann kveð ur. maria@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.