Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2005, Síða 18
78 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2005
Sport DV
ÚRVALSLIÐ DHL-DEILDAR KARLA
DV fékk þjálfara DHL-deildar karla í handbolta til þess að velja úrvalslið deildarinnar. DV birtir næstu
daga niðurstöður kosningarinnar og í dag skoðum hvaða leikmaður fékk flest atkvæði af vinstri skyttum.
kommn hand-
boltamabup
Stjörnumaðurinn Tite Kalandadze, fékk flest atkvæði í sína
stöðu frá fjórtán þjálfurum DHL-deildar karla í handbolta. DV
leitaði til allra þjálfara deildarinnar og bað þá um að kjósa í
hverja stöðu í úrvalslið deildarinnar. Tite fékk 46 af 70 möguleg-
um atkvæðum eða tvöfalt meira en Sergiy Serenko hjá Fram sem
endaði í öðru sæti. Þriðji erlendi leikmaðurinn, Aigars Lazdins,
er í þriðja sætinu, 27 stigum á eftir Tite. Fjórtán vinstri skyttur
fengu atkvæði í kjörinu þar af fengu fimm þeirra kosningu í
fyrsta sætið.
Tite Kalandadze er frábær leik-
maður það eru allir sammála sem
hafa séð þennan stóra og sterka
Georgíumann spila. Tite átti mik-
inn þátt í því að Eyjamenn fóru alla
leið í úrslitaleikina um íslands-
meistaratitilinn í vor og eftir að
hann snéri til baka eftir meiðsli
hefur Stjörnuliðið sótt í sig veðrið
með hverjum leiknum. Stjörnulið-
ið hefur nú leikið sjö leiki í röð án
•taps í deild og bikar og gulltryggt
farseðilinn í undanúrslit SS-bikars
karla. Tite hefur skorað 43 mörk í 9
—a^BBII iWil . V
Á toppnum með Safamýrarliðinu Sergiy Serenko hefur vaxið með hverjum leiknum hjá
Fram og varð í2. sæti i kjörinu á bestu vinstri handar skyttunni. Serenko og félagar hans i Fram
eru á toppi DHL-deildarinnar. DV-mynd Pjetur
i sínum ski
46(8)
23 2
19(2)
5(1)
5 1
ATXVÆBI VINSTRl SKYTTNA:
Tite Kalandadze, Stjörnunni
Sergiy Serenko, Fram
Aigars Lazdins, Þór Ak
Magnús Stefánsson, KA
Heimir örn Ámason, Fylki
Rúnar Sigtryggsson, Þór Ak
Elvar Friöriksson, Valur
Remigijus Cepulis, Selfoss
Patrekur Jóhannesson, Stjörnunni
Valdimar Þórsson, HK
Sigurður Eggertsson, Val
Vladimir Duric, Selfossi
Andri Stefan, Haukum
Sveinn Þorgeirsson, Víkingi/Fjölni
(Innan sviga: Skipti sem leikmaður var settur í fyrsta sæti)
Hver þjálfari kaus þrjá leikmenn í hverja stöðu. Sá í 1. sæti fékk 5
stig, sá í 2. sæti fékk 3 stig og sá í 3. sæti fékk 1 stig.
deildarleikjum þar af 31 þeirra í
síðustu fimm leikjum.
Stórkostlegur karakter og
algjör öðlingur
„Þetta er stórkostlegur karakter,
númer eitt, tvo og þrjú,“ segir
Patrekur Jóhannesson félagi Tite
hjá Stjörnunni og hann er sáttur
með georgísku skyttuna en Patrek-
ur sem á að baki frábæran feril sem
atvinnumaður ætti að hafa góðan
samanburð frá löngum ferli meðal
þeirra bestu í heimi. „Þeir sem
hafa séð hann spila vita nátturu-
lega hvað hann getur á vellinum.
Hann er algjör öðlingur og það er
synd að mínu mati að hann hafi
ekki komist til sterk liðs í Þýska-
landi á sínum tíma því þá væri
hann örugglega að spila ennþá
þar," segir Patrekur sem fagnar því
þó að hafa Tite með sér hjá Stjörn- •
unni í vetur. „Líkamlegur styrkur
hans er mjög mikill og það eru fáir
sem komast í gegnum hann í vörn-
inni. Þessi gæi er fullkominn hand-
boltamaður og er örugglega einn af
bestu útlendingum sem hafa kom-
ið hingað til lands," bætir Patrekur
við.
Langsterkasti leikmaður
deildarinnar
Það er ekki nóg með að Tite geri
mikið í sókninni því varnarlega
Enginn meðalmaður Tite
Kalandqdze er frábær skytta,
skotfastur og með mikinn styrk I
og stökkkraft. Hérsésthanni
gefur leik gegn Val á dögunum.
hann DV-mynd Stefán
ekki ---------------------—---------
neitt eftir. „Tite hefur ótrúlegan
styrk og þótt að hann sé mikil
stytta þá hugsar hann um það fyrst
og fremst að spila uppi félagana í
liðinu. Þetta er ekki bara bombari,
hann hefur allt og að mínu mati þá
er hann langsterkasti leikmaður
deildarinnar," segir Patrekur sem
þakkar endurkomu Tite að
Stjörnuliðið sé á mikilli uppleið.
„Hann hefur komið sterkur inn eft-
ir meiðslin og við höfum ekki tap-
að í síðustu sjö leikjum og það er
mörgu leiti honum að þakka."
ooj@dv.is