Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2005, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2005
Fréttir DV
Jakob Bjarnar Grétarsson
• Sæmundur Páls-
son eða Sæmi Rokk
er nýlega lentur á
landinu eftir að hafa
dvalið í húsi sínu á
Spáni um nokkurra
mánaða skeið. Hann
hefur því verið í
hvfld frá því að annast um vin sinn
Bobby Fischer sem hefur helst sam-
band við Garðar Sverrisson, fyrr-
verandi formann Öryrkjabandalags-
ins. Fischer leggur mikið upp úr því
að vera í ró og næði og skiptir sam-
stundis um símanúmer komist ein-
hver á snoðir um það sem ekki er í
náðinni hjá meistaranum...
• Ekki er vitað hvemig jólahald
verður hjá Bobby Fischer en það
kann að reynast
pönkað! Svo gæti
farið að hann verði í
hefðbundnu jóla-
boði hjá engum öðr-
um en Valgarði
Guðjónssyni eða
Valla í Fræbbblun-
um. Valli er tengda-
sonur tvíburabróður
Sæma Rokks og
undanfarin átta árin
hefur verið haldið
skákmót að heimili
hans annan í jólum
- svokallað Jonna-
mót í höfuð sonar Valla - og hugs-
anlega verður Bobby boðið þó enn
sé það ófrágengið...
• Hermann Gunnarsson, náttúru-
bamið og sjónvarpsstjarnan, heldur
jólin að venju vestur
í Haukadal í Dýra-
firði þar sem hann
sleit barnsskónum í
sveit. Hann er þegar
farinn vestur en
Hemmi hefur mikið
dálæti á Vestfjörð-
um eins og margoft hefur komið
fram en þar er hann einn í dalnum
yfir hátíðarnar ásamt fóstm sinni,
Unni Hjörleifsdóttur, sem komin er
á áttræðisaldur - spræk sem lækur.
Hún býr að Húsatúni, eini bærinn
sem er í byggð í dalnum sést nú
langt að því hann er ljósum prýdd-
ur um þetta leyti árs...
• Ekki kemur svo mikið sem
karllægur brestur í kvennarfldð sem
sér um Listahátíð í
Reykjavík sem lýtur
stjórn Þórunnar Sig-
urðardóttur. Ein úr
hópnum, Guðrún
Norðfjörð, er komin
í fæðingarorlof.
Henni fæddist vitan-
lega dóttir. í hennar stað er komin
kona, að sjálfsögðu, sem er Amdís
BjörkÁsgeirsdóttir, fyrmm útvarps-
konaáRás 1...
• Þeir naga sig nú í hand-
arbökin Ari Alexander og
Sigurjón Sighvatsson
vegna þess hversu
seint tókst að koma
DVD-útgáfu heim-
ildarmyndarinnar
Gargandi snilldar á
markað. Diskurinn
kom í búðir fyrst í
síðustu viku sem er
of seint fyrir þá
sem hefðu kannski
kosið að setja
diskinn í pakka og
senda ættingjum og
vinum í útland-
inu...
Betrumbætur hjónanna Björgólfs Guðmundssonar og Þóru Hallgrímsson á einbýl-
ishúsi þeirra í Vesturbrún halda áfram. Að þessu sinni hefur Þóra sótt um leyfi til
að koma fyrir heitum potti og hvítu lystihúsi í garðinum. Afgreiðslu málsins var
frestað á fundi byggingarfulltrúa á þriðjudag þannig að potturinn kemur ekki fyrir
jól. Áður hafa hjónin endurnýjað hús sitt og stækkað um 176 fermetra.
Heitur pottur í hvftu lystihúsi
|Ekk' Hggur fyrir h vort það sé
einmitt setlaug afþessari tegund
I svona hvltu lystihúsisem Björg-
ólfshjónin ætia að koma sér upp I
Björgólfur og Þóra
Það verður örugglega
notalegt hjá þeim hjón-
um I nýja pottinum.
//■
Uppbyggingin í Laugarásnum heldur áfram. Nú ætía Þóra Hall-
grímsson og Björgólfur Guðmundsson að reisa sér garðhýsi og
koma fyrir heitum potti við hús sitt í Vesturbrún.
Þóra Hallgrímsson, eiginkona
Björgólfs Guðmundssonar millj-
arðamærings, vill fá heitan pott í
garðinn.
í fyrra stóðu Björgólfshjónin í
sannkölluðum stórræðum í Vestur-
brún £ Laugarásnum þegar þau
stækkuðu eign sína þar um 176 fer-
metra þannig að nú er húsið samtals
437 fermetrar.
Úr vöndu að ráða
Nú hefur komið í ljós að stækk-
unin mikla frá í fyrra dugir ekki til
svo Þóra hefur sent byggingaryfir-
völdum í Reykjavík bréf. „Sótt er um
leyfi til að reisa hvítmálað „lystihús"
úr timbri", segir í erindi þeirra
hjóna. Jafnframt sé óskað eftir því að
fá leyfi fyrir í garðinum setlaug sem í
daglegu tali eru kallaðar heitir pott-
ar.
Úrvalið af heitum pottum er
gríðarlegt um þessar mundir.
Ljóst er að íbúamir í Vestur-
brún 22 munu ekki ráðast á
garðinn þar sem hann er
lægstur í þessum efnum
heldur reisa lystihús c
koma fyrir heitum
potti af bestu gerð.
Sótt er um leyfí til að
reisa hvítmálað lysti-
hús úr timbri."
Varla neitað um pottinn
Jólin eru að koma og heiti pottur-
inn fæst ekki samþykktur áður en
hátíðin gengur í garð því Magnús
Sædal byggingarfulltrúi frestaði því
á fundi á þriðjudag að afgreiða um-
sókn Þóru Hall-
grímsson ■
vísaði
málinu til
Helgu
Braga-
dóttur
skipulags-
fulltrúa
Heimilislegt Heilu fjölskyldurnargeta notið
þess að vera saman I heitum potti.
sem gefa verður umsögn um garð-
húsið og pottinn áður en lengra er
haldið.
Virðist þó blasa við að orðið verði
við ósk hjónanna í
Vesturbrún
um set-
laugina
Vetrarhiti Það er hægt að hafa þaö huggu-
legt úti í garði jafnvel þótt vetur sé efmaður
er með nokkur kerti og heitan pott.
enda ekki hefð fyrir því að neita fólki
um að koma upp heitum pottum í
görðum sínum í Reykjavík. Það er þó
tvísýnna um lystihúsið enda er hús
þeirra hjóna orðið nokkuð fyrirferð-
armikið á lóðinni í Vesturbrún.
Vesturbrún 22 Heimilt Bjorg
ólfs og Þóru i Laugarásnum
hefur verið stækkað mikið og
endurnýjaö á glæsilegan hátt
Bifreið full af eiturlyfjum í Norrænu
Földu fíkniefnin í
málningardósum
„Bifreiðin kom með Norrænu,"
segir Ásgeir Karlsson, yfirmaður
fíkniefnadeildar Lögreglunnar í
Reykjavík.
Tveir menn eru nú í gæsluvarð-
haldi vegna fíkniefnasmygls. Efnin
voru falin í bfl sem kom með Nor-
rænu frá Danmörku. Mennirnir sem
sitja í gæsluvarðhaldi eru á fimm-
tugs- og sextugsaldri og grunaðir um
að flytja efnin inn til dreifingar og
sölu.
Bifreiðin kom með Norrænu
laugardaginn 10. desember. Eftir
ábendingar ákvað lögreglan að elta
bifreiðina til Hafnarfjarðar. í Hafn-
arfirði var hún vöktuð, samkvæmt
heimildum DV, í rúma tvo sólar-
hringa. Var það gert til að sjá hverjir
aðrir en ökumaðurinn tengdust bif-
Norræna Kom frá Danmörku
meO fíkniefnabílinn innanborös.
reiðinni.
Síðastliðinn fimmtudag stöðvaði
lögreglan bifreiðina og við leit í
henni fundust fíkniefni falin í máln-
ingardós. Þetta var töluvert magn af
kannabis og amfetamíni. Nokkur
lögregluembætti eru talin hafa tekið
þátt í rannsókninni þó svo að það fá-
ist ekki staðfest. Lögreglan í Reykja-
vík verst allra fregna og segir rann-
sókn málsins á viðkvæmu stigi.
Zyllforari í gæsluvarðhald til 13. janúar
Talinn hafa skotið mann
til bana í Grikklandi
„Hann ákvað að áfrýja til Hæsta-
réttar," segir Sveinn Andri Sveins-
son, lögmaður Arturs Zyllforari, sem
var úrskurðaður í gæsluvarðhald til
13. janúar í Héraðsdómi Reykjavíkur
á mánudag.
Zyllforari er albanskur rfldsborg-
ari og kom hingað til lands á fölsuðu
vegabréfi þann 20. september. Vega-
bréfið var albanskt en hann var
einnig með falsað grískt nafnskír-
teini. Fyrir það var hann dæmdur í
45 daga fangelsi, sem hann afþlán-
aði.
Þegar rétt nafn Zyllforaris kom í
ljós fannst handtökuskipun á hend-
ur honum vegna gruns um að hann
hafi banað manni með. byssu í
Grikklandi. Grísk stjómvöld fóm þá
fram á það við íslensk stjómvöld að
Artur Zyiiforari Við bakdyr Héraðsdóms
Reykjavfkurí fyigd fangavarða.
framselja hann til Grikklands og
dómsmálaráðuneytið samþykkti.
„Það hafa engin gögn komið fram
um sakamálið sjálft frá Grikklandi
nema það að hann liggi undir gmn.
Því muri fr amsalsbeiðnin sem heim-
iluð var einnig fara fyrir dómstóla,"
segir Sveinn Andri. Þangað til dvelur
Zyllforari á Litla-Hrauni.
gudmundur@dv.is