Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2006, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2006, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDACUR 4. JANÚAR 2006 Fréttir DV „Þetta er eini dag- skrárliðurinn í ís- lensku sjónvarpi og kannski eini at- burðurinn í ís- lensku þjóðlífi sem sameinar alla þjóðina." Leitað að verðlauna- hafa Auglýst hefur verið eftir tilnefningum til Menning- arverðlauna Hornafjarðar fyrir árið 2005. Kemur fram á hornaíjordur.is að sam- kvæmt reglum séu verð- launin veitt einstaklingi, stofnun eða samtökum sem viðurkenning fyrir eft- irtektarvert framtak á sviði lista og menningar á ný- liðnu ári. Verðlaunin eiga að vera hvatning til eflingar menningar- og listastarfs. í fyrra fékk Gísli Sverrir Arnason Menningarverð- laun Hornafjarðar fyrir starf við uppbyggingu Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og uppbygg- ingu menningarmála. Gerð áramótaskaups Eddu Björgvinsdóttur kostaði allt að 20 milljónum króna. Rúnar Gunnarsson, dagskrárstjóri innlends efnis hjá RÚV, segir kostnaðinn ekki verða gefinn nákvæmlega upp en að hann hafi verið innan settra marka. Nú eigi að auka kostnaðarvitund með því að gjaldfæra svokallaðan innri kostnað vegna dagskrárgerðar sérstaklega i reikningum RÚV. Áramótaskaupið kostaði nærni 20 milljónir krnna Vj Rúnar Gunnarsson Gerð ára mótaskaupsins var velskipulögð og fjárhagslega innan settra marka segir dagskrárstjórinn. -nm fær en sitjandi sveltur Svarthöfði vinna allan uppsagnarfrestinn ef honum verður sagt upp. Það furðu- legasta við þessi starfslok forstjór- anna er að það skiptir engu máli hvort þeir eru reknir eða hætta sjálf- viljugir. Alltaf bíða spikfeitir starfs- lokasamningar handan hornsins og stærð þeirra er þannig að venjulegu fólki endist ekki ævin til að vinna sér inn fyrir þeim. Svarthöfða þykir þó skrýtið að forstjórar skuli vera verðlaunaðir fyrir brottrekstur úr starfi. Á meðan sitja forstjórar sem hafa unnið sína vinnu með sóma í langan tíma eftir með sárt ennið óg fá varla neitt. Kannski örlitla bónusa en ekkert í líkingu við starfslokasamninga brottrekinna forstjóra eins og Ragn- hildar Geirsdóttur, Axels Gíslasonar og Gunnars Arnar Kristjánssonar. Þessi þrjú eru á meðal þeirra sem hafa makað krókinn á feitum starfs- lokum og gengið í burtu með pen- inga sem duga alla ævi, jafnvel þótt aðeins séu notaðir vextirnir. Þetta fólk er sjálfsagt hverrar krónu virði en það er ljóst að það er ábatasam- ara að skipta oft um vinnu en sitja lengi á sama stað. Þar sannast hið fornkveðna að sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær. Svarthöfði Hvernig hefur bú það‘> *J 'dsdótt „Ég hefþað bara ágætt," segir Anna RögnvaldsdóttírJeikstjóri sakamálaþáttanna Allir litir hafsins eru kaldirsem frumsýndir verða á næstunni. „Þú getur rétt ímyndað hvað ég er farin að hlakka til frumsýningarinnar. Mjög góð tilfinning að fá að sýna þetta loksins.Mjög gaman," segir sakamálaleikstjórinn. Lítil hækkun á Ströndum Tiltöluleg lítil breyting verður á fasteignamati í Strandasýslu miðað við hækkanir á þéttbýlli stöð- um. Að því er segir á strandir.is hækkar mat íbúða og lóða á Hólmavík um 15 prósent og á Drangsnesi og Borðeyri um 10 prósent. Sama gildir um sumarhús og lóðir undir þau. Fasteignamat atvinnu- húsnæðis og -lóða hækkar ekkert en mat á jörðum og húsum á þeim hækkar um 5 prósent. Zeturuglí sveitarstjóra „Skrifar hann setu af því að hann segist hafa haft fyrir því að læra það á sínum tíma og tel- ur því menntun sinni sóað, haldi hann þessu rugli ekki áfram,“ segir á vefsetri Djúpavogs um sjálfan sveitar- stjórann, Björn Haf- þór Guðmundsson, sem notar ætíð bókstafinn Z í skrifum sínum. „Eins og ýmsir íbúar sveitarfélagsins okkar vita og raunar nokkr- ir í viðbót, er sveitarstjóri Djúpavogshrepps frekar sérvitur maður," segir enn- fremur um Björn Hafþór. við Skaupið hafi alls numið allt að 20 milljónum króna: Tíu milljónir í aðkeypta vinnu og yfirvinnu eigin starfsmanna og tíu milljónir í dagvinnulaun eigin starfsmanna og afnota af eigin búnaði. Ekki hefur tíðkast að reikna innri kostnaðinn inn í heildarkostnað- inn á þennan hátt fram að þessu hjá Rfldsútvarpinu. En á því eru að verða breytingar. „Það á að taka upp þá stefnu núna að gjaldfæra allt. Það stefnir í að þessar breytingar á rekstrin- um gildi frá áramótunum. Og auðvitað er það miklu eðlilegri aðferð. Líka til þess að að auka kostnaðarvitund og til að átta sig á að það eru auðvitað stór verð- mæti í húsinu öllu og tækjabún- aði,“ segir Rúnar. Skaupið ekki endursýnt Engin áform eru uppi um að endursýna áramótaskaupið sem að þessu sinni var í leikstjórn Eddu Björgvinsdóttur. Gildir þar sama regla og verið hefur um önnur skaup til þessa dags. Rúnar segir Ríkisútvarpið reyndar ekki hafa rétt til að end- ursýna áramótaskaupið svo mikið sem einu sinni. „Þá þyrfti að semja öðruvísi við leikara og rétt- hafa," segir hann. Endursýningar minnka áhorf Rúnar bendir á að öll þjóðin horfi á áramótaskaupið á gamlárs- kvöld. „Þetta hefur bara verið löng hefð. Kannski væri minna áhorf ef fólkhugsaði sem svo: Éghorfi bara á þetta í fyrramálið í endursýningu. Þetta er eini dagskrárliðurinn í ís- lensku sjónvarpi og kannski eini at- burðurinn í íslensku þjóðlífi sem sameinar alla þjóðina," segir Rúnar sem tekur ekki undir það að afstaða Rfldsútvarpsins að þessu leyti ráðist meðal annars af því að endursýn- ingar myndu hugsanlega spilla fyrir auglýsingasölu á undan skaup- inu. „Ég veit það ekki. Við höfum bara haldið í hefðina," svarar dagskrár- stjórinn sem þrátt fyrir ailt telur ekki loku skotið fyrir end- ursýningar á skaupinu í framtíðinni: „Það má vel vera. Allarhefðir breyt- ast einhvem tíma. Það má alveg skoða það.“ gar@dv.is Edda Björgvinsdóttir Leikstjóri skaupsins sem var á eðlilegu verði. Áramótaskaup Eddu Björgvinsdóttur sem sýnist hafa kostað allt að 20 milljónum króna í framleiðslu verður ekki endur- sýnt frekar en vant er með áramótaskaup. RÚV að framleiðsla leikins sjón- varpefnis kosti um tíu milljónir króna. Annarri eins upphæð megi svo bæta við vegna svokallaðs innri kostnaðar hjá stofnuninni. Innri kostnaður heimingur „Við höfum ekki verið að gefa þetta upp á milli ára upp á krónu en í þessu tilfelli var þetta vel skipulagt og tókst vel fjárhagslega að halda utan um alla þætti," segir Rúnar og útskýrir nánar muninn á innri kostnaði vegna framleiðsl- unnar og öðmm kostnaði: „Stúdíókostnaður er ekki reikn- aður inn í þetta, það er okkar innri kostnaður. Annar kostnaður er aðkeypt vinna, öll yfirvinna, til dæmis í leikmyndadeild og tækni- deild. Svo og leikarakostnaður og handritskostnaður. Ef allur tæknikostnaður yrði reiknaður að fullu í öllum verkum fer kannski nærri því að tvöfalda megi kostn- aðinn," segir Rúnar. Setja eðlilegar bókhalds- reglur Þannig má lesa út úr orðum Rúnars að heildarkostnaðurinn Fljúgandi Svarthöfði gerði lítið annað en að hrista hausinn yfir fréttum gær- dagsins varðandi starfslokasamn- inga tveggja fyrrverandi forstjóra FL Group. Svarthöfði er alþýðumaður fram í fingurgóma, kominn af alþýðufólki f marga leggi og hann hefur varla heyrt um slíkar upphæð- ir sem forstjórarnir tveir, Sigurður Helgason og Ragnhildur Geirsdótt- ir, fengu fyrir að hætta störfum. Svarthöfði veit fyrir víst að hann er ekki með neinn starfslokasamn- ing í sínum ráðningarsamingi. Hann fær sennilega sléttan fimrn hundruð þúsund kall og þarf að „Það er ekki gefið upp,“ segir Rúnar Gunnarsson, yfirmaður innlendrar dagskrárgerðar hjá Rík- isútvarpinu, um kostnað stofnun- arinnar við gerð áramótaskaupsins að þessu sinni. „En þetta var allt innan marka og vel það,“ bætir Rúnar við og út- skýrir að þumalputtaregla sé hjá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.