Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2006, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2006, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2006 Fréttir DV Hótaði að stinga ólétta konu Hrefna Sveinsdóttir ját- aði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hafa rænt American Style í Reykjavík í júní síðastliðn- um vopnuð hnífi og einnig fyrir að hafa rænt stuttu síðar Lyiju með sprautunái sem hún stakk í lærið á sér og hótaði afgreiðslufólki að smita það. Hrefna hótaði einnig óléttri starfsstúlku á American Style að stinga hana í magann ef hún léti hana ekki fá pening. Hrefnu tókst ekki að fá fé á American Style en náði þó nokkru magni af Contalgini í Lyfju. Biörk skilur víðVG BjörkVil- helmsdóttir borg- arfulltrúi sagði sig í gær úr Vinstri grænum og gekk til liðs við Sam- fylkinguna. Hún tekur þátt í prófkjörinu í Reykjavik. Björk hætti í kjölfar dauða R-listans en hún barðist eins og ljón við að halda því samstarfl gangandi og varð afar óá- nægð þegar Vinstri grænir höfnuðu listanum endan- lega. Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi VG, segir á heimasíðu sinni að hann h;j,rmiákvöröun hennar. Stefán Jón Hafstein fagnar hins vegarákvörðun henn- ar og býður hana velkomna í flokkinn sinn. Ofurlaun? Valur Heiðar Sævarsson söngvari I Buttercup. „Erfitt aðmeta þetta, það sem mér gremst mest eru starfs- lokasamningarnir Uþp á hundruð milljóna. Það ersvo sem ekkert að því að fá mikið borgað fyrir ábyrgðarstörfen þetta er kannski aðeins of. Það væri reyndar óskandi að fá svona starfslokasamning í poppbransanum." Hann segir / Hún segir „Þetta er bara hrikalegt og það sýður ámér þegar ég heyri um þessi ofurlaun og ég skora á hana Ragnhildi Geirs- dóttur að gefa þetta fé til mannúðarmála. Hún gæti til dæmis gefið þjáðum I Pakist- an peninginn. Ég efast um að hún þurfi á öllu þessu að halda, ég er bara alveg brjáluð yfirþessu." Birgitta Birgisdóttir leiklistarnemi. Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur nú fundið eiturlyf að verðmæti 22 milljóna króna og eina milljón í reiðufé í húsum tengdum Birni Grétari Sigurðssyni Sjálfur hefur Björn kært gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands til Hæstaréttar en Björn hefur setið í einangrun síðan á gamlársdag. mm ■ Björn Grétar Sig- urðsson Hefurkært gæsluvarðhaldsúr- skurðinn til Hæstaréttar. Fikniefnahundurinn Tanja Ómetanlegur liðs- N maður Lögreglunnar ÍVest- mannaeyjum. Aðstoðaði við 9. leitina að efnunum. Vestmannaeyjar Fíkniefnamarkaðurinn I Eyjum hefur verið lamaður síðan Birni Grétari var stungiö inn. Með hass fvrir 22 Um eitt kíló af hassi og tuttugu grömm af amfetamíni fundust seint í fyrrakvöld við rannsókn Lögreglunnar í Vestmannaeyjum á fíkniefnaumsvifum Bjöms Grétars Sigurðssonar. Efnin fundust í húnæði tengdu Birni. Björn Grétar hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan á gamlársdag eftir að eitt hundrað grömm af hassi og ein milljón króna í reiðufé fundust á heimili hans skömmu áður. Lögreglan vill ekki gefa upp hvernig húsnæðið, þar sem efnin fundust, tengist Birni Grétari Sig- urðssyni. Húsleit var gerð í því eftir að fjölmargar yfirheyrslur lögregl- unnar á aðilum sem tengjast málinu fóru að bera árangur. Fíkniefna- hundur Lögreglunnar í Vestamanna- eyjum, Tanja, aðstoðaði við leitina en hún mun hafa náð víðar. Tugmilljóna virði Fíkniefnafundurinn þykir mikill sigur fyrir lögregluna í baráttu hennar gegn fflöiiefnaneyslu í bæn- um en að sama skapi þykknar yfir hjá hinum 43 ára Birni Grétari Sigurðs- syni sem setið liefur í gátsluvarðhaldi síðan á gajnjársdag. Nú telja efnin í máli hans 1,1 kfló af hassi og tuttugu grömm af amfetamíni. Kunnugir segja að götuverð á einu grammi af hassi sé um tvö þúsund krónur. Virði efnanna sem fúndist hafa í húsum Björns Grétars er því um tuttugu og tvær milljónir króna. Fíkniefnafundurinn þykir mikill sigur fyrir lögregluna í baráttu hennar gegn fíkni- efnaneyslu í bænum. Kærir úrskurð Björn Grétar Sigurðsson hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð Hér- aðsdóms Suðurlands til Hæstaréttar en hann gildir fram á laugardag. Hassfundurinn í fyrrakvöld verður þó líklega til þess að krafist verði að Björn sitji lengur í varðhaldi á meðan Lögreglan i Vestmannaeyjum lýkur rann- sókn sinni á málínu. Gangi það eftir mun Björn þó verða fluttur frá Eyjum því gæsluvarðhaldsað- staðan þar þykir afar bágborin. Erfitt hjá hasshausum Málið er með því stærra sem komið hefur upp í Eyjum und- anfarin ár. Þar á bæ vinna menn því hörðum höndum að rannsókninni. Ffkniefna- markaðurinn í Eyjum hefur verið lamaður síðan Bimi Grétari var stungið inn og segja kunnugir að ekki sé um auðugan garð að gresja hjá hasshausum bæjarins. Lögreglan vill lítið tjá sig um hvort aðrir séu gmnaðir í málinu. Svara því eingöngu til að málið sé á viðkvæmu rannsóknarstigi og að ítarlegar verði greint frá niður- stöðum rannsóknarinnar síðar. andri@dv.is Of miklar upplýsingar i skýrslu Löqreqlan skömmuð Persónúvemd sendi á dögunum frá sér úrskurð er varðar samskipti ökumanns við laganna verði. Öku- maðurinn hafði lent í árekstri í maí á þessu ári og gerð var skýrsla í kjölfar hans. í skýrslunni höfðu lögreglu- menn ritað að ökumaðurinn hefði misst prófið árið 2001 til þriggja ára vegna ölvunaraksturs. Hann hafði hins vegar endurnýjað ökuleyfi sitt þegar áreksturinn varð. Skýrslan fór tfl tryggingarfélags ökumannsins, og taldi hann það brot á lögum um per- sónuvernd og var ekki sáttur við að upplýsingar um fyrri brot hans fæm á flakk til aðila sem kæmu málinu ekki við. í svari Lögreglunnar í Reykjavík kom meðal annars fram að sá sem gerði skýrsluna hafi ekki vitað af því að upplýsingarnar um sviptinguna færu sérstaklega inn. Lögreglan taldi þetta mistök og baðst velvirð- Lögreglan i Reykjavík Persónuvernd segir að lögreglan skuli bæta ágalla I upplýsinga- kerfisínuán tafar. ingar á þeim. Persónuvemd úr- skurðaði þó að lögreglan skyldi bæta úr þessum ágalla í upplýs- ingakerfi sínu án tafar. Harður árekstur í gær Þrír á slysadeild Harður árekstur varð á gatna- mótum Grensásvegar og Miklu- brautar þegar klukkan var að ganga hálfsex í gær. Tveir bflar skullu þar harkalega saman. Eldri maður var í öðmm bílnum og tveir ungir drengir í hinum. Að sögn vakthafandi varðstjóra hjá um- ferðardeild Lögreglunnar í Reykjavík vom ökumenn og farþegi fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi til aðhlynningar. Fór betur en á horfðist í fýrstu, og slösuðust þeir ekki alvarlega. Bflarnir skemmdust báðir tölu- vert mikið. Tafir urðu á umferð í kjölfar slyssins en mikil umferð var um gatnamótin á þessum tíma. Allt fór þó .yel að lokum og vom bflarnir dregnir af vettvangi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.