Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2006, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2006, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2006 Fréttir DV Rusl kveikti ískúr Um klukkan fjögur í fyrrinótt var tilkynnt um lausan eld í bflskúr við Hrís- rima í Grafarvogi. Þegar Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins kom á vettvang var búið að slökkva eldinn sem reyndist ekki mikill. Tveir íbúar voru þó fluttir á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Nokkrar skemmdir urðu af völdum reyks en þær voru ekki mikl- ar. Að sögn stöðvarstjóra Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins virðist sem kvikn- að hafi í út frá rusli sem kveikt hafði verið í. Sjóræningjar vara sig Einar K. Guðflnnsson sjávarútvegsráðherra til- kynnti í gær hvemig staðið yrði að því að uppræta ólög- legar veiðar á úthafskarfa á Reykjaneshrygg. Sjóræn- ingjaskip hafa að undan- förnu siglt undir fölsku flaggi á hryggnum, án þess að hafa veiði til leyfa. Það brýtur í bága við settar regl- ur um veiðar á svæðinu. Landhelgisgæslan eykur eft- irlit ásamt því að flugferð- um yfir svæðið verður fjölg- að á komandi ári. Fullur stoppaði ekkí Ölvaður ökumaður á flmmtugsaldri olli talsverð- um usla á Hvolsvelli rétt fyrir áramót. Lögreglan veitti manninum eftirför og reyndi hann þá að stinga lögregluna af á miklum hraða. Lögreglumenn bmgðu á það ráð að aka á bfl hans þar sem hann var á bflaplani við Hvolsskóla. Stöðvunaraðgerðin gekk eftir og var maðurinn handtekinn og komið í fangageymslur Lögreglunn- ar á Selfossi þar sem látið var renna af honum. z. 4 „Ég er akkúrat núna að fara á íþróttamann ársins. Þannig að það er dálítið stress að klæða sig í og svona," segir Jakob Jóhann Sveinsson sundkappi og einn þeirra tíu sem út- Lögreglan á Selfossi kom í áramótagleði og handtók tvo menn og dældaði bíl hús- eigandans Björns Gísla Gylfasonar í átökum, ásamt því að brjóta glerskáp. Björn segir að mennirnir sem hún handtók hafi verið saklausir en þeir sjálfir höfðu hringt á lögregluna til þess að láta fjarlægja óboðna gesti sem buðu fólki fíkniefni. Logregla sogö handtaka ranga menn í veislu „Lögreglan snéri vin minn niður með þeim afleiðingum að hann tognaði og bíllinn minn beyglaðist," segir Björn Gísli Gylfason. Lögreglan á Selfossi handtók tvo vini hans í teiti, sem haldið var heima hjá honum á gamlárskvöld. Björn og vinirnir höfðu sjálf- ir kallað til lögreglu og beðið hana um að fjarlægja tvo aðra merin, sem voru óboðnir gestir. „Þeir vildu ekki koma nema við rnyndum kæra þessa gæja,“ segir Bjöm en óboðnu gestirnir tveir voru með fíkniefni á sér og reyndu að selja gestum hans. Björn segir lög- regluna samt ekki hafa verið tilbúna að koma fyrr en hann hafði beitt for- tölum. Að lokum hafl hún síðan handtekið ranga menn og ekkert viljað vita af óboðnu gestunum. Hinir haridteknu máttu dúsa í fangaklefum Lögreglunnar á Selfossi til þrjú daginn eftir. Beyglað bretti Bíll Björns beyglaðist íátök- unum milli lögreglunnar og gesta hans. Settur í gifs „Það voru engin hópslagsmál í gangi,“ segir Björn en lögreglan gaf seinna frá sér tilkynningu þar sem kom fram að hópslagsmál hefðu átt sér stað í veislunni. Björn segir að það hafl frekar verið lögreglan sem hagaði sér dólgslega gagnvart gest- um hans. „Það sauð upp úr þegar þeir handtóku vitlausan mann,“ segir Björn og bætir við að ásamt því að handtaka saklausan mann snéru lögreglumennirnir svo harkalega upp á hendina á öðrum að hann tognaði illa og þurfti gifs í kjölfarið. Björn segir að það eina sem sá hafi til saka unnið hafi verið að spyrja „Tjónið er upp á sjö- tíu, áttatíu þúsund krónur." lögregluna um hvað málið snerist. Töluvert tjón í átökunum beyglaðist bfll Bjarn- ar. Hann er mjög leiður yfir því þar sem hann hefur unnið mikið í bfln- um, sem er ein aðalástríða hans. „Tjónið er upp á sjötíu, áttatíu þús- und krónur," segir Björn en hann býst ekki við því að fá tjónið bætt. Hefur enda tiltrú hans á lögregluna minnkað töluvert eftir uppákom- una um helgina. Birni þykir þó verra en eignatjónið að fé- lagar hans slösuðust í átökunum. Ásamt því að annar mannanna hafl tognað illa klemmdust sinar í höndum þess sem var handtekinn. Hönd hans varð stjörf í kjöl- farið og hann þurfti að leita sér læknishjálpar að sögn Björns. Ekki óhóflegt vald „Ég held að ég geti fullyrt að svo hafi ekki verið,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson aðspurður hvort Lög- reglan á Selfossi hafi beitt óhóf- légu valdi í samskiptum sínum við Björn og félaga en hann bæt- ir við að hann viti lítið um málið og geti ekki tjáð sig efnislega um það þess vegna. „Það hefur allavega enginn leitað til mín vegna þessa máls," segir Ólafur Helgi og bendir á að hafi mennirnir samband við hann muni hann hrinda rannsókn í framkvæmd til þess að * kanna ásakanirnar. valur@dv.ts 4 V Ólafur Helgi Kjartansson Sýslumaðurinn á Selfossi fullyrðir að lögreglan hafi ekki beitt óhóflegu valdi. Björn Gísli Gylfason Kvartar undan Lög- reglunni á Selfossi. Glerbrot Glerskápur brotnaði í átökunum. Sífellt færist í aukana að eigendur tryggi kettina sína Dýratryggingar eru ódýrar „Fólk hefur mest verið að tryggja hesta og hunda en kattatryggingarn- ar eru sífellt að færast í aukana," seg- ir Ásgeir Baldurs hjá tryggingafyrir- tækinu VÍS. Fyrirtækið selur trygg- ingar fýrir þessar þrjár vinsælustu tegundir gæludýra og hefur jafnvel í hyggju að færa út kvíarnar. „Við gerum þetta í samvinnu við sænskt tryggingafélag sem sérhæfir sig í tryggingum á dýrum. Hjá þeim er hægt að tryggja snáka, rottur og hvaðeina," segir Ásgeir. Hann segir að innífalið í tryggingu á dýri sé sjúkdómatrygging, líftrygging og ábyrgðartrygging. „Abyrgðartryggingin nær yfir at- vik þegar dýrið veldur skaða á eigum annarra," segir Ásgeir spurður um hvort hægt sé að kenna kettinum um þegar blómapottur brotnar á heimili manns. Ásgeir segir að eitt- hvað hafi verið um það að VÍS hafi Kisi Kettir eiga nú kost á að fá öll lifin sin tryggð. Hestar Tryggingará hestum eru algengast ar en hundum og köttum fer fjölgandi. greitt út bætur vegna dýratrygginga. „Það hefur komið til þess að við höfum greitt bætur, aðallega vegna hestanna," segir Ásgeir sem telur dýratryggingar hagkvæman kost fyr- ir eigendur gæludýra. „Þetta eru ódýrar tryggingar," segir Ásgeir. Biskupsstofa í aðalmeðferð í dag fer fram aðalmeðferð í máli séra Sigríðar Guðmarsdótt- ur gegn Biskupsstofu. Sigríður, sem er sóknarprestur í Grafar- holtssókn, höfðaði málið vegna kynjamismununar. Biskup Is- lands, séra Karl Sigurbjörnsson, vígði tengdason sinn, séra Sigurð Arnarsson, til embættis sóknar- prests í London. Málið hefur stað- ið yfir í rúmt ár fyrir dómstól- um og telur Sigríður að hún hefði fallið betur að starfinu sökum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.