Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2006, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2006, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2006 Menning DV 'iiianmjg1 Heiða og Elfar að spila í góð- umgir. Umsjón: Fáll Baldvin Baldvinsson pbb@dv.is Nýr diskur á leiðinni Morrissey er að ljúka við nýtt safa laga um þessar mundir og er Tony Visconti við græjumar. Upptökur ' fara fram í Róm og eru sögusagnir í 1 ' gangi um að hljóðritað sé á ólíkleg- \ ustu stöðum. Er Tony Visconti, sem var frægastur fjTir samstarf við Bowie snemma á ferli hans, himinlifandi yfir samstarfinu og segir safnið vera með því besta sem hann hefur komið ná- lægt. Gestir á disknum eru hinn / aldni snillingur Ennio Morricone og italskur bamakór. Sýningum á Sölku Völku lýkur í þessum mánuði, Belgíska Kongó fer aftur á svið um skamma hríð og Brilljant skilnaður heldur áfram sigurgöngu sinni Hellvar slúttar í Suðsuðvestur Á föstudag 6. janúar kl.18 og fram eftir verður lokahóf í sýn- ingarýminu Suðsuðvestur í Keflavík. Hljómsveitin Hellvar hefur gert sig heimakomna þar með allar sínar græjur og tekið upp tónlist og blæs nú til veislu þar sem lokaafurðin verður til sölu á geisladiski. Suðsuðvestur er á Hafnargötu 22 í Keflavík. Eina reglan sem þau gengu inn með í SSV var að ekkert mátti nota af hugmyndum sem nú þegar vom fæddar en ekki var búið að vinna úr. Verkið er því innsetning um leið og um gerð tónlistaverks er að ræða. Hellvar heldur lokapartí og býður fólki að kaupa verkið á geisladiski. Geisladiskurinn inniheldur tónlistina sem orðið hefur tii og videó-myndir sem myndlistarkonan Sunna Guð- mundsdóttir tók upp við opnun þessa verkefnis.Verða til sölu tuttugu eintök af verkinu. Hellvar er lítil hugmynd sem óx og óx og er nú orðin að veruleika. Upphaflega varð Hellvar til þegar Heiða og Elvar rugluðu saman reitum sínum og komu fram á Innipúkanum 2003. Voru skötuhjúin að spila órafmagnað á gítara og syngja hugljúft með. Hellvar fluttist síðan til Berlínar haustið 2004 og lögð- ust í tónlistarsköpun. Þar fann Hellvar sitt sanna sjálf: rafrokk með popp- og pönicáhrifum. Hefur staðsetning haft áhrif því það festist við Hellvar að nota trommuheila eins og þýskir frumkvöðlar eins og Kraftwerk og D.A.F. gerðu gjarnan. Heimkomin eftir ár í Berlín héldu Hellvar nokkra tónleika, og spiluðu þá meðal annars á Innipúkanum 2005. Elvar og Heiða voru nú sjóaðir rafrokk- arar þar sem þau voru iðin við að spila úti í Berlín. Þau fengu til liðs við sig Flosa Þorgeirsson á bassa, og þannig spiluðu þau til dæmis á Iceland Airwaves 2005. Salka Valka Svið- setning Eddu Heiðrúnar hlaut lof fyrir sjónræna vinnslu. Það kemur stöku sinnum fyrir í atvinnustarfsemi leikhúsanna að örlögin grípa inn í: nú er svo kom- ið í leikflokknum sem stendur að sýningum á leikgerð Hrafnhildar Hagalín á hinni kunnu skáldsögu Halldórs Laxness Söiku Völku að tvær aðaileikkonur sýningarinnar eru bomm: Ilmur Kristjánsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir sem fara með hlutverk þeirra mæðgna Sölku og Sigurlínu eru konur ekki einsamlar og verður því að hætta sýningum í lok janúar. Frekari breytingar Sviðsetning Eddu Heiðrúnar Backman vakti nokkra athygli á þessu hausti en það var í þriðja sinn sem atvinnuleikflokkur réðist í að leikgera skáldsögu Halldórs. Hlaut sýningin jákvæðar umsagnir gagnrýnenda. Frekari breytingar voru gerðar á MVki. leikflokknum í kjölfar annarra frumsýninga: Tvær nýjar leikkonur hafa komið til liðs við leikhópinn en það eru þær Kristjana Skúla- dóttir og Hildigunnur Þráinsdóttir sem taka við hlutverkum Höllu Vilhjálmsdóttur og Margrétar Helgu Jóhannsdóttur. Síðustu sýningar Það fer því hver að verða síðast- ur til að sjá þessa frábæru sýningu sem er í leikstjórn Eddu Heiðrúnar Backman, en aðeins þrjár sýningar eru fyrirhugaðar í janúar. Sveinn Geirsson leikur Arnald og Ellert A. Ingimundarson Stein- þór. Með önnur hlutverk fara Bergur Þór Ingólfsson, Birna Haf- stein, Guðmundur Ólafsson, Guð- rún Ásmundsdóttir, Kristján Franklín Magnús, Laddi (Þórhallur Sigurðsson), Pétur Einarsson, Marta Nordal og Theodór Júiíus- son. Fyrirhugaðar sýningar næstu vikur verða 8., 22. og 26. janúar. Æsku Hitlers frestað Frekari breytingar á verkefha- skrá Leikfélags Reykjavíkur í Borg- arleikhúsi hafa verið tilkynntar nú í ársbyrjun. Sýningum á Mein Kampf eftir Georg Tabori hefur verið frestað til haustsins 2006. Fjöldi verka verður sýndur á Nýja sviðinu, má þar nefna leikritin Belgíska Kongó sem verður tekið upp frá fyrra leikári, Glæpur gegn Diskóinu og Naglinn. Sýningar á Alveg brilljant skilnaði með Eddu Björgvinsdóttur hefjast að nýju í febrúar í Matsalnum gamla en verkið lék hún við miklar vinsældir á síðasta leikári. Eggert aftur á svið Belgíska Kongó eftir Braga Ólafsson gekk fyrir fuliu húsi tvö Vínarvalsar og sönglög vinsæl leikár í röð. Vegna ijölda áskorana hefur nú verið ákveðið að taka verkið aftur upp og verður fyrsta sýning 7. janúar. Eggert Þorleifs- son hlaut Grímuverðlaunin fyrir bestan leik í aðalhlutverki karla vorið 2004 fyrir túlkun sína á hinni fjörgömlu Rósalind. Auk Eggerts leika í sýningunni: Ilmur Kristjánsdóttir, Ellert A. Ingi- mundarson og Davíð Guðbrands- son en leikstjóri er Stefán Jónsson. Kynningardeild Leikfélags Reykja- víkur sér ástæðu til að flagga um- sögn héðan af opnunni á vef sín- um en þar segir: „Langt mál mætti skrifa um frammistöðu Eggerts og hástemmt lof á hann skilið fyrir verulega vandaða vinnu (...). Af hálfu höf- undarins er þetta fallegt lítið leik- rit, samið af innsæi og öruggum tökum skáidsins á persónum, hug- myndum þeirra og talfæri". Johann Strauss Kóngur hinna glöðu Vín- ardaga keisaradæmisins sem fyllir sal Há- skólabíós mörgum sinnum, ár eftir ár. Árlegir Vínartónleikar Sinfómu- \ hljómsveitar íslands hafa lengi § verið með vinsælli verkefnum hljómsveitarinnar og í ár virðist engin breyting ætla að verða þar á, miðarnir ijúka út og eins gott fyrir áhugasama að hafa hraðar hendur. Fyrstu Vínartónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands voru haldnir árið 1971 og fram til ársins 1982 voru slíkir tónleikar af og til á dag- skrá. Þeir hafa nú verið óslitið á dagskrá hljómsveitarinnar frá árinu 1982 og ekkert lát virðist vera á vin- sældum þeirra. Margir h'ta orðið á Vínartónleikana sem jafn BfflMWBMWBWSWffiifiaaMiiMi ómissandi hluta þess að fagna nýju ári og að skjóta upp flugeldum eða að tendra blys. Óhætt er að lofa að enginn verður svikinn af þeirri flug- eldasýningu í tónum sem fram- reidd verður í.Háskólabíói dagana 4. til 7. janúar næstkomandi. Það verða tveir reynsluboltar í Vínarhefðinni sem verða í aðal- hlutverki á tónleikunum. Hljóm- sveitarstjórinn Peter Guth er orð- inn góðkunningi tónleikagesta en þess má geta að hann kemur nú í tíunda sinn til þess að stjórna Vínartónleikunum. öryggi hans á stjórnendapallinum og ekki síður fínlegur galsaskapurinn hafa afl- að honum mikilla vinsælda hér- lendis. Söngvarinn Anton Scharinger sem einnig er Austurríkismaður, hefur skólast vel til í Vínarhefðinni, sungið allar þekktustu óperur Moz- arts víða um heim auk þess sem hann hefur tekið þátt í fjöldanum öllum af upptökum á verkum tón- skáldsins. Tónleikamir verða alis íjórir á ár, þeir fyrstu í kvöld klukkan 19.30, fimmtudag 5. janúar og föstudag 6. janúar á sama tíma en klukkan 17.00 laugardaginn 7. janúar. ■■■■■■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.