Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2006, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2006, Page 14
74 MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2006 Fréttir DV Óskar Hrafn Þorvaldsson • Framsóknar- flokksmaðurinn Kristinn H. Gunn- arsson er duglegur að skapa sér stöðu á hinu pólitíska sviði og hikar þá hvergi við að fara á skjön við flokksforystuna. í gær talaði hann mjög gegn kvótákerfmu og hvort ekki mætti taka eitthvað af veiðiheimildum til baka. Orð í tíma töluð, hugsa margir en vilja þó um leið meina að Kristinn sé ótrúverð- ugur ef miðað er við hvernig at- kvæði hans á þingi hafa fallið... sem vill ganga svo Kristinn, eða Kiddi Sleggja eins og hann er stundum kallaður, stunda með þessu auðvirðulegt lýð- skrum, er Sigurjón Þórðarson og bendir á að þetta sé ein- kennilegur málflutn- ingur manns sem studdi það síðast með atkvæði sínu að trillur yrðu settar í kvóta... • Einn þeirra langt að segja • Kópavogsbúar eru margir hverjir afar ósáttir við breytingar sem gerð- ar hafa verið á Sundlauginni í Kópavogi. Pottar laugarinnar hafa verið afar vinsælir hjá gamla fólkinu í bænum en nú er svo komið að þeir eru horfnir og í staðinn komnir heitir pottar í vaskafatastærð eins og einn fasta- gesturinn orðaði það. Nokkrir hafa sent Gunnari I. Birgissyni bréf þar sem þeir fara fram á að pottunum verði komið í gamla farið. Ekkert hefur enn heyrst frá bæjarstjóran- um sem horflr fram á kosningar í vor með óánægða sundlaugargesti upp á kant við sig... • Menn gera nú upp árið sem mest þeir mega og eru bókaútgáfur ánægðar með sinn hlut. Bóksala hefur sjaldan eða aldrei verið meiri en nú fyrir þessi jól. Einn er þó sá maður sem hlýtur að teljast sigurvegari þeirra á meðai og er hann þó nýgræðingur á þessu sviði. Og fetar óhefð- bundnar slóðir. í 6. sæti á topp ú'u lista er að finna bók- iná 109 japanskar Sudoku-gátur eftir Gideon Greenspan. Útgáfufyrirtækið N29 þurfti ekki að leggja út í mikinn þýðingarkostnað en bisnessmaður- inn Asmundur Helgason er maður- inn á bak við það fyrirtæki... • Reyndar stal Ás- mundur Helgason, sem margir rugla reyndar saman við tvíburabróður hans, leikarann Gunnar, glæpnum frá Eddu. Þeir þar höfðu lengi haft hug á að prenta bækur með sudoko-þrautum á markaðinn. En drógu lappirnar og Ásmundur greip gæsina glóðvolga. Eddan brást við með því, þegar þeirra Sudoko-gátur komu, að segja á bókarkápu að 8 Þarna væru hinar \ ~ einu sönnu . , sudoko.Ás- Q D ^ mundur brást hratt við og kærði slagorðasmíð Eddu til Neytendastofu... Forsætisráðherra íslands fær 150 þúsund króna meira í mánaðarlaun en forsætis- ráðherra Noregs. Halldór Ásgrímsson fær 990 þúsund krónur á mánuði en Jens Stoltenberg fær 839 þúsund krónur. Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, fær 69 þúsund krónum minna en Halldór. Óbreyttir ráðherrar á íslandi fá 209 þús- undum meira á mánuði en norskir ráðherrar og íslenskir alþingismenn fá 116 þús- undum meira en sænskir þingmenn. Halldór launahærri en Sloltenberg og Persson i Sigríður Anna I Þórðardóttir I Umh verfisráðherrann I á Islandi fær 209 þús- I und krónum meira á I mánuöi en fjármála- I ráðherra Noregs. Og j Sigriöur Anna færlíka 154 þúsundum meira en sjálfur forsætisráð- I herrann í Noerqi. ísland Forsætisráðherra 990 þús Aðrir ráðherrar 893 þús Þingmenn 497 þús Noregur Svíþjóð 839 þús 921 þús 683 þús 461 þús 381 þús Jafnvel fyrir hinn umdeilda úrskurð Kjaradóms fyrir jól voru laun íslenskra ráðherra töluvert hærri en laun ráðherra í norsku ríkisstjórninni. Laun almennra ráðherra í rfkis- stjórn íslands eru ríflega 30 prósent hærri en laun almennra ráðherra í Noregi. Eftir síðasta úrskurð Kjara- dóms fá íslensku ráðherrarnir 893 þúsund krónur á mánuði miðað við að mánaðarlaun norsku ráðherr- anna, sem hækkuðu síðast í október, eru 683 þúsund krónur. Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra fær nú 990 þúsund krónur á mánuði. Göran Persson, forsætis- ráðherra Svíþjóðar fær 921 þúsund á mánuði og Jens Stoltenberg, forsæt- isráðherra Noregs, fær 839 þúsund krónur. Það er 54 þúsundum króna minna en almennir ráðherrar í ríkis- stjórn íslands fá í hverjum mánuði. Ríkissáttasemjari \ launa- nefnd Eins og kunnugt er hækkaði Kjaradómur laun ráðherra, alþingis- manna og fleiri æðstu embættis- manna ríkisins um 8 prósent frá og með nýliðnum nýársdegi. Með þeirri ákvörðun bættust 75 þúsund krónur við mánaðarlaun forsætis- ráðherra sem áður höfðu verið 915 þúsund krónur. Nokkru fyrir þessa breytingu, eða í október í haust, voru laun ráðherra og þingmanna í Noreg hækkuð. Er það sérstök launanefnd á vegum Stórþingsins sjálfs sem á hverju ári metur hvort ástæða er til breytinga á launum þessa hóps. Jens Stoltenberg I Noregi þykir forsætis- ráðherrann fullsæmdur af839 þúsund króna mánaðarlaunum. prósent. Eftir breytinguna hafa norskir þingmenn 461 þúsund krón- ur í mánaðarlaun, 36 þúsund krón- um minna en íslenskir alþingis- menn. í launanefnd norska þingsins eiga meðal annarra sæti ríkissátta- semjari, dómari og prófessor. Laun sænskra þingmanna eru enn lægri. Föst mánaðarlaun þeirra nema nú 381 þúsund krónum. ís- lensku þingmennimir hafa 30 pró- sent hærri laun en Svíarnir. Áfram hærri eftir lækkun Ríkisstjórnin hefur boðað að sett verði lög til að draga úr þeim hækk- unum á launum þingmanna og ráð- herra sem Kjaradómur ákvað. Áður- nefnd 8 prósenta hækkun verði felld úr gildi og launa þessara hópa að- eins hækkuð um 2,5 prósentum líkt og gangi og gerist á almennum markaði. Gangi það eftir verða laun forsætisráðherra 938 þúsund krón- ur, laun annarra ráðherra 846 þús- und og laun þingmanna 472 þúsund krónur. Eftir Jjessa fyrirhuguðu lækkun verða Islendingarnir samt með betri laun en Norðmennirnir og Svíarnir. Athygli er vakin á því að í ofan- greindum launatölum er ekki reikn- að með ýmsum öðmm greiðslum sem ráðherra og þingmenn fá fyrir utan föst laun, til dæmis dagpen- inga, ýmsan ferða- og gistikostnað og dagpeninga og kostnað vegna búsetu. gar@>dv.is Sænskir langt að baki Að þessu sinni vom laun norska forsætisráðherrans hækkuð um tæp 5 prósent, annarra ráðherra um rúm 4 prósent og þingmanna um tæp 4 Knstin Halvorsen Fjármálaráöherra Nor egs fær 683 þúsund krónur á mánuði. Það’ eru yfír 200 þúsund krónum minna en óbreyttir ráðherrar á Islandi fá i laun. Goran Persson ISyiþjóð vantar forsætisráðherrann 69 þúsund krónur upp á mánaðarlaunin til að ná Halldóri Ásgrimssyni. Halldór Asgrímsson Islenski forsætisráðherrann bermun meira úr býtum en norski starfsbróðir hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.