Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2006, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2006, Qupperneq 16
76 MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2006 Fréttir DV Barnamorð- ingi með barn Robert Thompson var einungis 10 ára gamall þegar hann misnotaði og drap hinn tveggja ára James Bulger í frægu morð- máli í Bretlandi fyrir um 13 árum síðan. Nú er hann orðinn pabbi eftir að hafa um frjálst höfuð strokið í rúm fimm ár. Þá fékk hann nýtt nafn og í raun nýtt líf eftir að hafa afplánað refsi- vist sína. Margir hafa hvatt til að nöfn James og vit- orðsmanns hans yrðu gerð uppvís. Dómari hafnaði því á þeim forsendum að slíkar upplýsingar jafngiltu dauðadómi yfir mönnun- um ungu, en þeir voru þeir yngstu sem dæmdir hafa verið fyrir morð í Bretlandi. Ebay Á uppboðsvefnum Ebay.com er hægt að fá flest. Nú hafa forsvarsmenn The World Aquarium í St. Louis ákveðið að selja tví- höfða slöngu á Ebay á næstunni, en slangan hefur verið gífurlega vinsæl hjá dýragarðinum og ber hið viðeigandi nafn „We." We hefur orðið það til lífs að báðir munnar hennar eru tengdir sama maga, en yfir- leitt verða svona vansköp- uð dýr ekki langlíf úti í náttúrunni. We er núna sex og hálfs árs gömul og um 1,2 metra löng. Nikótínlyf geta skaðað Það að hætta að reykja er meðal þeirra nýársheita sem margir hafa sett sér. Ef þú ert ófrísk ættir þú að hugsa þig tvisvar um áður en þú notar plástra, tyggjó eða innöndunarlyf til að hætta rettunum. Spánskir rannsóknar- menn hafa komist að því að þær sem ganga með böm em í 2,5 sinnum meiri hættu á að eignast vansköp- uð böm miðað við þær sem ekkert nota. Námuslys íVirgimu Þrettán menn lokuðust inni í göngum í kola- námu eftir spreng- ingu í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum í gær. Fjöl- skyldur þeirra og kollegar eru niðurdregin og vonlítil um að ná til þeirra. En von- in lifir áfram. „Þeir gætu verið annars staðar í námunni og innilokaðir þar," segir Ben Hatfield, forstjóri námafélagsins sem á Sago-námuna. Helsta áhyggjuefnið er að mikið magn koltvísýrings verði til þess að kæfa námumenn- ina 13 sem taldir em vera á um 90 metra dýpi við enda tveggja kílómetra langra gangna. Innanríkisráðuneyti Breta lýsti þvi yfir i gær að rannsókn væri hafin á tilhæfi ásakana þess efnis að dvalarleyfi væru gefin útlendum konum gegn kynlifsgreið- um. Hinn 23 ára Anthony Pamnani missti allt álit á heiðri starfs síns þegar hann komst að hvernig ljótar stelpur voru sendar til síns heima á meðan þær fallegri fengu að dvelja lengur. Fengu dvalarleyti í Br lyrir kvnlif Það virðist endalaust hamrað á bresku stjórnina þessi misser- in. Fyrrverandi starfsmaður þjónustustöðvar við innflytjendur hefur greint frá ótrúlegum vinnubrögðum kollega sinna á stöðinni. Margir þeirra gáfu út dvalarleyfi fyrir fallegt bros og snöggan drátt. Hneykslin taka sér ekki jólafrí. Það hefiir breska stjómin komist að eftir að innanlandsráðuneytið lýsti því yfir að rannsókn sé hafin á starfs- háttum deildar útlendingaeftirlits- ins, sérstaklega þeirri deild sem Ant- hony Pamnani vann á í Lunar House Centre í Croydon. Pamnani dró ekkert undan í nýlegu viðtali við The Sun. kom á stofuna, nafiigreindi yfir- mann á staðnum og sagði að hann hefði sofið hjá sér. Hún fékk ótíma- bundið dvalarleyfi," segir Pamnani sem gefur lítið fyrir þessa meintu já- kvæðu mismunun kollega sinna. Vilt'ekki koma aðeins bak- við? Pamnani hafði unnið í fjögur ár í Lunar House-stöðinni sem sett var á laggimar til að auðvelda innflytjend- um að sækja um dvalarleyfi. „Það varð auðvelt fýrir fallegu stelpumar," segir Pamnani. Margir starfsmenn höfðu þann háttinn á að bjóða dvalarleyfi ungum, failegum stúlkum, gegn þvf að þær svæfu hjá þeim. Ýmist fór sú iðja fram á heim- ilum stúllcnanna eða jafnvel á vinnu- staðnum. Þær stúlkur sem litu vel út vom líka tekn- arframfyrirí roð, a með- Öryggiskröfum ekki sinnt Á meðan fallegar brasflískar stúlkur fengu lengra dvalarleyfi en kærastar þeirra án nokkurrar ástæðu, var öðmm ljótari stúlkum vísað úr landi. Eins segir Pamnani að starfsmenn stofunnar settu nánast heimsmet í leti með því að nenna ekki að gera tflskildar öryggisráðstaf- anir, eins og tfl dæmis að athuga hvort viðkomandi umsækjandi hefði brotið af sér. „Þetta var bara leti. Þeir nenntu ekki að ganga nokkra metra að skannanum og renna vegabréfinu í gegn," segir Pamnani, sem hafði áður varað við athæfi starfsmann- anna, en uppskar engin viðbrögð hjá yfirmönnum. . ,<*r . B I an hinir þurftu oft að bíða klukkutím- um saman. „Ein stúlka Rannsókn hafin Innanríkisráðherra Breta, Tony McNulty, segist hafa fulla trú á að starfsmenn útiendingaeftirlitsins inntu störf sín af hendi af heilum hug. Eigi að síður hefur hann hrint af stað rannsókn á brigslum Pamnanis. „Þar til niðurstaða rannsóknar- innar er kunn er ótímabært fyrir mig að tjá mig frekar um málið," segir McNulty. „Að sjálfsögðu munum við ekki líta framhjá svona hegðun meðal starfsmanna." haraldur@dv.is Brasiliskt par Brasil- ískum körlum varhent úr landi en sastu kærustunum þeirra boðið að vera lengur. Þýsk heimildarmynd vekur upp nýjar samsæriskenningar Castro á bak við morðið á Kennedy Þýska blaðið Der Spiegel greinir frá því að athyglisverð heimildar- mynd verði sýnd á þýsku stöðinni ARD næstkomandi föstudag. í myndinni kemur fram að Lee Har- vey Oswald hafi farið eftir skipunum frá Kúbu þegar hann skaut og drap John F. Kennedy, þáverandi forseta Bandaríkjanna, árið 1963. í heimildarmyndinni er því haldið fram af Oscar Marino, fyrr- verandi samstarfsmanni Castros, að morðið á Kennedy hafi verið hefnd Castros gegn CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna. Ástæðan á að hafa verið sú að CIA reyndi áður að eitra fyrir Castro. Það er hinn margverðlaunaði þýski kvikmyndagerðarmaður Wflfried Huismann sem gerði myndina sem heitir „Stefnumót við dauðann". Hann vann við myndina í fimm ár áður en hún var fullkláruð. „Svona efni kemur bara til manns einu sinni á lífsleið- inni," sagði Huismann. Þessi þýski heimildar- kvikmyndagerðarmaður hefur áður gert myndir og heimildarmyndir um ólík efni, meðal annars mynd um Maritu Lorenz, þýska ást- konu Castros. Hann hefur búið í Chile . og meðal annars búið um til mynd um skáldakonuna Isa- bel Allende og hefur heimsótt Kúbu í yfir tuttugu skipti. Morðið á John F. Kennedy kom við kauninn á Bandaríkja- mönnum og er eitt af uðstu síðari tíma. Fidel Castro, forseti Kúbu Samstarfsmaður segir hann hafa staöið á bak við morðið á John F. Kennedy.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.