Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2006, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2006, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006 Fréttir DV Fórnarlamb lagði nefnd Bótane&id á vegum ríkis- ins fór ekki að lögum þegar hún hafnaði að greiða fóm- arlambi likamsárásar þann hluta dæmdra bóta sem var vegna aðstoðar lögmanns. Nefndin taldi kostnað lög- mannsins við að setja fram bóta- kröfuna ekki telj- ast til höfuðstóls hennar. Um- boðsmaður Al- þingis segir ekki séð að sérstak- lega hafi verið greint á milli hvort einhver hluti bótanna tæki til þess kostnaðar sem fómarlambið hefði haft af aðstoð lögmannsins. Var því lagt fyrir bótanefndina að taka málið fyrir að nýju óskaði fómarlambið þess. Þrefalt fleiri í sund Fjöldi ungra sundgesta nær þrefaldaðist fyrstu viku árs- ins eftir að ákveðið var að bjóða öllum gmnnskólanem- um í Reykjanes- bæ frítt í sund. Alls nýttu 197 grunnskóla- börn sundlaugarnar. Á sama tíma fyrir ári var gjaldtaka í sund og komu þá 73 grunnskólaböm í sund. „Það virðist því falla í góðan jarðveg að bjóða ókeypis í sund og ljóst að þrefalt fleiri börn em að nýta sér hina hollu hreyf- ingu sem sundiðkun er,“ stendur á vef Reykjanes- bæjar. Ámifer ífrí? Gisli Hrafn Atlason femínisti. „Ég tel það sjálfsagt mál að hann Árni Magnússon félags- málaráöherr, sinni því sem er mikilvægt í llfinu. Hann ætti aö geta þetta eins og hver annar kassastarfsmaður eða lykilstarfsmaður á íslandi. Það er mikilvægt að hann geri þetta fyrir fjölskyldu sína, börnin og siöast en ekki síst hann sjálfan." Hann segir / Hún segir „Þetta er kannski vont upp á vinnuna að gera en hann er náttúrulega félagsmálaráð- herra á Islandi. Þetta er samt sem áður rétt ákvörðun að taka fri vegna fjölskyldunnar. Efkonan hans er mikið veik skilur maöur þetta kannski al- veg. Ég myndi eflaustlíka taka mér frí frá störfum efþetta myndi henda mig enda skiptir fjölskyldan alltafmestu máli." Halldóra Rut Bjarnadóttir feguröardís. Davíð Smári Helenarson segist miður sín yfir því að hafa lamið skemmtikraftinn góð- kunna Sverri Þór Sverrisson um helgina. Hann segist hafa vegna þessa hringt í Sverri til að biðjast afsökunar á gjörðum sínum. Félagar Davíðs Smára, Ingvar Þór Gylfason og Hallgrímur Andri Ingvarsson, eru hins vegar ekki sáttir og hafa fjarlægt áskorunar- horn Davíðs af heimasíðunni sinni. I Sverrir Þór Sverrisson Kjafts- I högg Davlðs Smára varð tilþess I aðSveppi lék Kalla á Þakinu mef | gióðarauga nú á sunnudaqinn. „Ég er búinn að hringja í Sveppa og biðjast afsökunar," segir Davíð Smári Helenarson sem kýldi skemmtikraftinn góðkunna snemma á sunndagsmorgun fyrir að vera, að sögn Davíðs, með of mikla stjörnustæla. DV sagði frá málinu í gær en glóð- arauga sem Sveppi hlaut af völdum árásarinnar vakt mikla athygli leik- húsgesta í Borgarleikhúsinu á sunnu- daginn. Sveppi fór þar með aðalhlut- verk í bamaleikritinu Kalli á þakinu. „Við skildum sáttir,“ segir Davíð um símtalið sem hann átti við Sveppa sem ekki kallaði eftir aðstoð lögreglu eftir árásina þrátt fyrir að hafa hlotið áverka. Miður sín Þrátt fyrir að Sveppi hafi tekið af- sökunarbeiðni Davíðs Smára góða og gilda eru félagar hans Ingvar Þór Gylfason og Hallgrímur Andri Ingv- arsson langt frá því að vera sáttir. Ingvar og Hallgrímur hafa sem kunn- Ingvar Þór og Hallgrímur Andri Harma atburðinn.Ætla aö henda áskorunarhorni Davlðs afsiðu sinni. ugt er staðið í ströngu undanfarið við að beijast gegn hvers kyns ofbeldi. Davíð Smári sér um áskorunar- hom á heimasíðu þeirra tveir.is en hugsaði lítið um baráttu vina sinna gegn ofbeldi þegar hann gaf Sveppa einn á túlann. Hann segist miður sín yfir því að verk hans kunni að varpa skugga á verk Ingvars og Hallgríms undanfarið. Davíð Smári hefur löngum verið kallaður Dabbi Grensás og var lengi annálaður slagmálahundur sem margoft hefur verið kærður fyrir lík- amsárásir. Hann segist, líkt og félagar sínir, hafa snúið baki við slíkum verk- úm - þótt segja megi að bakslag hafi komið í fyrirheit hans nú um helgina. Sumir læra seinna en aðrir Ingvar Þór og Hallgrímur segja það ákaflega leitt að vera bendlaðir við leiðindaatburði l£kt og þann sem átti sér stað um helgina. Þeir h'ti á það sem gerðist alvarlegum aug- um og ætla vegna þess að íjarlægja áskomnarhom Davíðs af síðunni sinni. „Við hörmum þetta, finnst þetta mjög leiðinlegt. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að við hætt- um með síðuna fazmo.is og byijuð- „Við skildum sáttir." um með okkar eigin síðu. Við gát- um ekki verið að bera ábyrgð á gjörðum einhverra tuttugu manna úti í bæ,“ segja strákamir sem hafa staðið fyrirýmsum upp- ákomum og átökum gegn ofbeldi ýmsa mánuði. „Sumir læra ein- faldlega seinna en aðrir," segja þeir um félaga sinn Davíð Smára en bæta við að þeir æth að halda áfram ótrauðir í bar- áttu sinni gegn ofbeldi. andri@dv.is St> Davíð Smári Helenar son Segist hafa hringt í Sveppo og beðist ofsök- unar á árásinni. Athafnamaðurinn Freygarður Jóhannsson fyrir dómi vegna líkamsárásar Neitar að hafa lamið fyrrverandi konu sína „Þetta er bara lygi og bölvuð þvæla,“ segir Freygarður Jóhanns- son sem mættur var f Héraðsdóm Reykjavíkur þegar ákæra á hendur honum var tekin fyrir í gær. Freygarður er ákærður fyrir að hafa ráðist á Stepönku Maríu Vavr- ickovu, fyrrverandi sambýliskonu sína, í fyrra. Hann er sagður hafa snúið upp á handlegg Stepönku og haldið henni niðri í sófa. Þetta hafi leitt til eymsla í hálsi og kinnbeinum hjá Stepönku. Freygarður hefur áður verið í fjöl- miðlum vegna líkamsárásar en þá var hann sjálfur fórnarlambið. Tveir menn réðust inn í fyrirtæki hans í sumar og börðu hann í höfuðið með felgulykli. „Þeir börðu mig eins og harðfisk með felgulykli," sagði Frey- garður í samtali við DV þá. Freygarður segir málin tengd, það er að segja ákæran á hendur honum og barsmíðamar sem hann hlaut í sumar. Konan sem hann seg- ir tengja þetta allt saman er Stepanka, fyrrverandi sambýliskona hans. „Ég veit að þessir menn sem réð- ust á mig í sumar eru komnir frá henni. Hún er svo sár eftir skilnað- inn og notar hinar ýmsu aðferðir til þess að hefna sín," segir Freygarður sem skildi við Stepönku árið 2004. „Samkvæmt upplýsingum sem ég hef fengið var dóttir hennar Stepönku með þessum mönnum sem réðust á mig," segir Freygarður. Stepanka hefur þó aðra sögu að segja. „Freygarður hefur ráðist á mig oft áður. Hann á í erfiðleikum með drykkjuna sína en hann tekur róandi með því. Þá verður hann ofbeldis- Stepanka. Svo virðist sem Frey- garður þurfi að sitja eitt- hvað leng- ur í dóm- salnum því stutt er í réttarhöldin í máli mannanna tveggja sem réð- ust á Freygarð. Hann segist von- góður um að verða sýknaður af hinni meintu árás á Stepönku. Freygarður Stuttu eftir að hafa verið laminn„eins og harðfiskur" I höfuðið með felgulykli. Sambýliskona segir Freygarð verða ofbeldishneigðan á róandi lyfjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.