Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2006, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2006, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006 DV Fréttir ^rúm fyrir Þeir eru ófáir hundarnir sem helst af öllu vilja sofa uppi í og margir komast upp með það þegar þeir eru hvolpar að fá að kúra hjá eig- andanum alla nóttina. Það er svo sem alit í fína með það ef þeir stækka ekki því meira. Góð lausn á því er að fá almennilegt rúm fyrir hvutta því eðalhundar eru nátt- úrulega ekkert hrifnir af því að láta kasta sér niður á gólf. Þetta glæsilega rúm fundum við inni á gearfordogs.com og ætti ekki að setja neinn hundaeiganda á hausinn að panta eitt slfkt fyrir besta vininn en það kostar 145 dollara, auk kostnaðar við flutning og tolla. Bergljót Daviðsdóttir skrífar um dýrín sin og annarra á þriðjudögum í DV. "r**ví* www.sifjar.is Dýrin sem standa að baki þessarar síðu hafa eignast heimasíðu, www.sifjar.is en þar er að finna upplýsingar um hundana Birtu, Gná, Emblu og Grímu Nótt. Á síðunni er einnig safnað helsta efni sem hér birtist en það er sett inn sólahring eftir að það birtist hér. NUTRO - 30% AFSLATTUR Þurrfóður fyrir hunda og ketti í hæsta gæðaflokki. Fu!l búð af nýjum vörum. 30% afsl.af öliu. Opið mán. til fös 10 - 18, Laugard. 10 - 16, sunnud. 12-16 TOKYO HJALLAHRAUNl 4 HAFNARFIRÐl SIMl 565 8444 Hildur Guðbrandsdóttir var meira en lítiö lánsöm að Kústur, tíu mánaða smá- hundur hennar, skyldi finnast á lífi í hnipri undir tré við Rauðavatn. Tveimur dög- um áður hafði hann ærst af hræðslu og hlaupið út í buskann, þegar nágranni fór að skjóta og sprengja þótt tveir dagar væru í áramót. Smahundur »r úr hræfislu og hvorl út í busk Hildur með Kúst eftir hrakfarirnar Kústur var svangur og kaldur eftir að hafa veríð týndur i tvær nætur í kulda og hraglanda ískóginum við Rauðavatn. Kettling vantar heimili Þessi svarti og hvíti kettling- ur er aðeins tveggja mánaða læða, en hann fannst einn á ráfi fyrir helgi. Hann er einn þeirra fjölmörgu kettlinga sem enda í Kattholti og er fajur á gott heimili. Þeir sem telja sig geta veitt kisum gott heimili er bent á að snúa sér þangað. fslenski hund- urinn á sýningu Deild íslenska fjárhundsins stendur fyrir hundasýningu þann 14. janúar næstkomandi og verður hún haldin í ölfus- höllinni sem staðsett er á milli Hveragerðis og Selfoss. Dómari verður Eivind Mjærum frá Nor- egi og hefst sýningin klukkan 11 fyrir hádegi. Deildin stendur fyrir sýningarþjáifun við Frum- heija, Hestháisi 6-8, í kvöld frá 18.30, en fyrst eru hvolpar, þá tíkur og að síðustu rakkar en eigendur þeirra skulu mæta klukkan 20. „Það var opið út og ég hafði eng- ar áhyggjur en þegar einhver fór að sprengja í næsta húsi fór ég að at- huga með hann en fann hvergi. Hann hefur orðið yfir sig hræddur við lætin en við leituðum í fleiri klukkutíma, spurðumst fyrir og aug- lýstum eftir honum en án árangurs," segir Hildur og tekur fram að það þurfi ekki að lýsa því hugarangri og sorg sem það olli fjölskyldunni að finna hann ekki. Hildur var stödd í heimsókn uppi í Selás hjá syni sínum með Kúst, tveimur dögum fyrir gamlársdag, en sjálf býr hún á Vífilsgötunni. Hún gerði sér ekki ljóst hve Kústur óttað- ist sprengingarnar enda tveir dagar í gamlársdag. „Skyndilega var byrjað að sprengja í götunni með þessum svakalega hávaða, nokkuð sem við áttum ekki von á tveimur dögum fyrir gamlársdag. Við þutum öll út og fórum að leita en enginn hafði séð hann og það var eins og jörðin hefði gleypt hundinn," útskýrir Hildur en Kústur er mjög lítill, brúnn Yorkshire Terrier. Flokkur manna þræddi Selás- inn og nágrenni Daginn eftir hélt Hildur leitinni áfram og til liðs við hana gengu vin- ir hennar og aðrir hundaeigendur. Það var auglýst á netinu eftir hon- um, Hildur talaði við lögregluna, hundaeftirlitsmanninn, hundaskól- ann í Víðidal og spítalann og lét alla vita. „Ég var orðin úrkula vonar en við vorum búin að þræða allt hverf- ið og skóginn í kringum Rauðavatn, hrópandi og kaliandi án þess að verða hans vör. Líðanin var skelflleg að vita ekkert hver afdrif hans hefðu orðið og geta ekkert gert." Lá hríðskjálfandi undir tré Á meðan Hildur þjáðist af áhyggjum fór maður með tvo veiði- hunda í gönguferð upp fýrir Rauða- vatn. Hundamir vom frjálsir og ann- ar þeirra fór að hnusa undir tré og stoppaði við eitthvað sem húsbóndi hans sá ástæðu til að kanna nánar. Þar lá þá litli ræfillinn, hreyfingar- iaus og hríðskjálfandi, lengst undir trénu. Hildur segir að maðurinn hafi hringt strax í lögregluna en hún kannaðist ekki við neitt. „Boðskiptin á milli vakta em eitthvað í ólagi hjá þeim því ég var búin að tala við þá oftar en einu sinni. Það var mér til happs að maðurinn hafði sambandi við hundaleikskólann Hundaborg og þeir gátu gefið honum upp nafn- ið mitt og símanúmer. Þvílflc gleði þegar ég fékk hringingu um að Kúst- ur minn væri fundinn rétt fyrir sex á gamlárskvöld," segir Hildur sem fagnaði litla krflinu sínu og hlúði að honum en hún segir alveg með ólík- indum að hann skuli ekki hafa króknað úr kulda en á honum em aðeins yfirhár en ekki undirhár sem halda hita á hundum í kulda. „Mér finnst hann algjör hetja að komast klakklaust frá þessu en vanalega klæði ég hann í föt áður en við för- um út að ganga." Bæði sonurinn og Kústur í hættu Hildur segist vera alveg eftir sig eftir þessi ósköp en hún var einmitt stödd heima hjá syni sínum að fagna því að hann skyldi hafa fundist á lífi uppi á fjöllum eftir að hafa lent í „Mér fínmt hann al- gjör hetja að komast klakktamt frá þessu en vanaiega klæði ég hann í föt áðttr en við förum útað ganga." vélsleðaslysi „Mér var eiginlega allri lokið eftir að hafa beðið á milli von- ar og ótta eftir fréttum af syni mín- um og þegar ljóst var að hann væri heill og á lífi, tók leitin að Kústi við en það getur enginn ímyndað sér hvernig það er að vita ekki hver af- drif þeirra sem manni þykir vænt um verða. Og enginn skal gera lítið úr því að maður hafi áhyggjur af dýr- unum sínum, svo undurvænt þykir manni um þau," segir hún og hefur hún merkt Kúst í bak og fyrir og gert eigin garð algjörlega hundheldan til að eiga ekki á hættu að tapa honum aftur. bergljot@dv.is Reginmunur á íshundum og HRFÍ í Fréttablaðinu var frétt í gær um að ekki væri hægt að tryggja hunda sem skráðir eru í hunda- ræktarfélagið íshunda fyrir jafti háa upphæð og hunda sem skráðir eru í HRFÍ. Af fféttinni mátti ráða að um einskæran fasisma væri að ræða og ofsóknir á hendur íshund- um og hundabúinu í Dalsmynni. Ekki var gerð nein tilraun til þess í fréttinni að skýra út fyrir lesendum hver hinn raunverulegi munur væri á hundum sem tilheyrðu þessum tveimur félögum og af fréttinni mátti ráða að það væri val eigenda hundanna hvort félagið þeir kysu. En þeir sem þekkja til vita að svo einfalt er það ekki. Hundarækt- arfélagið fshundar er stofnað í Skoðun Beggu kringum hundaframleiðsluna í Dalsmynni. Eigandi búsins var ekki tilbúinn að fara að reglum HRFÍ og því sagði hann sig úr félaginu. ís- hundar eru í raun ekki annað er einkafélagsskapur eiganda Dals- mynnis og dætra hennar sem þar hafa tögl og haldir. Fjölskyldan hagræðir hlutunum eins og best þykir hveiju sinni sér í hag. Oftar en ekki hefur það sýnt sig að þeim ættbókum sem félagið gefur út er ekki hægt að treysta enda hafa ver- ið gerðar DNA-prófanir sem stað- festa að svo er. Hundar sem fæddir em í hundaframleiðslunni í Dalsmynni eru auk þess miklu lfldegri til að lifa skemur enda er heilbrigði þeirra aukaatriði en það sem skiptir máli er að framleiða sem flest dýr til sölu. Það er því reginmunur á hundum sem þar er framleiddir og hundum sem ræktaðir eru hjá ábyrgum ræktendum innan vé- banda HRFÍ. Það er mergurinn málsins en ekki að HRFÍ sé einhver klikufélagsskapur sem menn hafi klofið sig úr. Fjarri lagi og því er í hæsta máta eðlilegt að aðrar reglur gildi um hunda frá Dalsmynni sem alist hafa upp við allt aðrar aðstæð- ur, innilokaðir í þröngum búum allan sinn aldur. Það hlýtur að vera fá- kunnátta starfsmanna hjá TM og Sjóvá Almennum sem ræður því að greinarmunur er ekki gerður á uppruna hunda þegar iðgjöld eru ákveðin. VÍS hefur einfaldlega á að skipa starfsfólki með meiri þekk- ingu. DV-mynd Stefán

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.