Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2006, Blaðsíða 28
r»c* qmimm r\r a» w n\Or\
28 ÞRIÐJUDAGUR 10.JANÚAR2006
Lífið
m**
eno
rtMí
•j'a
Rapplag
ársins valið
Síðastliðinn föstudag var sér-
stök útgáfa af rappþættinum
Blautt Malbik, sem er í umsjón
þeirra Halldórs Halldórssonar,
Daníel Ólafssonar og Óiafs Thors,
en í þættinum voru valdar bæði
plötur og lög ársins í rappflokkn-
um. Það var lagið Hate It or Love
It með þeim 50 Cent og The
Game sem hafði vinninginn sem
lag ársins, en lagið ætti ekki að
vera neinum ókunnugt. Plata árs-
ins var The Documentary sem var
frumburður rapparans líie
Game, en með henni þótti hann
hafa sett rapp frá Vesturströnd-
inni aftur á kortið.
Kastljóss-
viðtal
Damons
Albarn
á netinu
Söngvarinn
Damon Albam sem
þekktastur er fyrir
hljómsveitirnar
Blurog
Gorillaz fór í \ s
viðtal í sjón- /
varpsþætt-
inum Kast-
ljósi sem
sýndur er í
Ríkissjón-
varpinu. Þar
talaði Damon
um tónleikana í
Laugardalshöll sem haldnir vom
síðastliðinn laugardag. Hann tal-
aði einnig um íslenska náttúm og
tengsl sín við hana. Viðtalið er
hægt að nálgast á grapevine.is.
■m
%
Kynþokka-
fyllsta kona
landsins
Kosningin um kynþokkaf>fllstu
konu landsins stendur ný yfir á
heimasíðtmni visir.is. Það er
tímaritið Sirkus sem stendur fyrir
kosningunni og hefur það tilnefnt
53 íslenskar konur undir þrímgu,
sem netveijum og áhugasömum
er frjálst að kjósa um. A meðal
þeirra sem em tilnefndar má
finna Nylon-stelpumar, Önnu
Rakel Róbertsdóttur, Tinnu Alav-
is, Sigrúnu Bender og sjálfa ung-
frú heim, Unni Birnu Vilhjálms-
dó
Rokkarinn Ágúst Örn Pálsson var rændur sjaldgæfum Jackson-gítar sínum milli
jóla og nýárs. Gripurinn kom þó í leitirnar og er kappinn alsæll. Mikið hefur verið
um innbrot í Húsinu á Akureyri, en gítarinn var þar þegar honum var stolið. Þetta
er í íjórða skipti sem brotist er inn í Húsið, en í fyrstu þrjú skiptin var hægt að
endurheimta þýfið.
Ágúst Örn Páls-
Himinlifandi
með að hafa endur-
heimt gullið sitt.
„Það var brotist inn þar sem ég
vinn, í Húsinu á Akureyri, en það em
gömlu Dynheimar," segir Ágúst Öm
Pálsson, fyrrverandi gítarleikari í
hljómsveitinni Nevolution. Ágúst
lenti í því óláni að sjö strengja
Jackson-gítarnum hans var stolið,
að talið er aðfaranótt miðvikudags-
ins 28. desember. „Gítarinn er af
gerðinni Jackson Kelly og er 7
strengja, en Jackson framleiddi að-
eins eina árgerð af slíkum gítar árið
2000, í frekar fáum eintökum og em
þessir gítarar því svo til ófáanlegir í
dag“, segir Ágúst um gítarinn góða.
Húsið, þar sem gripurinn var þegar
hann var tekinn ófrjálsri hendi, er
félags- og menningarmiðstöð á Ak-
ureyri. Ágúst sem saknaði gítarsins
mjög, enda rokkari í húð og hár,
auglýsti hvarf gítarsins á heimasíðu
hljómsveitarinnar, www.thenevo-
lution.com. „Ég talaði við fullt af
fólki um þetta og það talaði við fleiri
og á endanum datt einhver niður á
einhvern sem eitthvað vissi. Ég fékk
„Það hefur alltafverið
starfsfólkið sem hefur
fundið tækin aftur, en
ekki lögreglan."
svo gítarinn aftur en ég veit ekkert
hver var með hann eða hvar," segir
Ágúst feginn að vera kominn aftur
með gítarinn sinn.
Fjórða innbrotið á fjórum
árum
Innbrot hafa verið tíð í Húsinu og
hefur verið brotist þar inn fjórum
sinnum á síðustu fjórum ámm. Það
sem er hins vegar undarlegast við
það er að sama breiðtjaldssjónvarp-
inu og heimabíókerfi hefiir verið
stolið í öll fjögur skiptin. Og í þrjú af
þeim fjórum skiptum hefur búnað-
urinn komið í leitirnar aftur. „Það
hefur alltaf verið starfsfólkið sem
hefur fundið tækin aftur, en ekki
lögreglan," segir Ágúst, sem vill þó
ekki gera lítið úr starfi lögreglunnar.
„Starfsfólkið hefur alltaf spurst fyrir
og einhvern þekkir annan sem eitt-
hvað veit, en nú hefur gítarinn bara
komið í leitirnar."
Hættur í Nevoiution
„Það eru Ijölmargar ástæður hjá
mér og hljómsveitinni sem varð til
þess að ég hætti," segir Ágúst um
brotthvarf sitt úr bandinu. Ágúst er
kampakátur með gítarfundinn en
segir annars allt gott að frétta af fyrr-
verandi hljómsveit sinni, „Annars er
allt gott að frétta af Nevolution og er
að koma út plata á næstunni."
asgeir@dv.is
Björk Guðmundsdóttir var á dögunum kosin sérvitrasta stjarna allra tíma. Kosn-
ingin var á vegum BBC og tóku um 6000 manns þátt í valinu.
Björk kosin sérvitrasta stjarna heims
Björk hef-
ur verið kosin
sérvitrasta
stjama heims.
Kosningin var á
vegum BBC
\ og vom
s um
6000
manns sem tóku þátt. Björk hefur
verið þekkt fyrir frekar fiirðulegan
fatasmekk og er svanakjóllinn sem
hún var í á óskarsverðlaunahátíðinni
2001 einhver frægasti kjóll fyrr og
síðar. Tónlist Bjarkar hjálpar líka við
að koma henni í fyrsta sæti. Þrátt fýr-
ir að tónlist hennar sé falleg og virt
um allan heim er hún mjög sérstök.
Björk hefur einnig verið á forsíðum
blaðanna fyrir hegðun sína, til dæm-
is þegar hún réðst á blaðamann á
flugvellinum í Bangkok á sínum
tíma.
í öðm sæti boxarinn Chris Eu-
bank. Chris var mjög öflugur boxari í
millivigt og þótti mjög sérstakur.
Hann talaði mjög skringilega og þótti
framkoma hans yfirhöfuð skringileg.
Eubanks lamaði eitt sinn mótherja
sinn í bardaga og náði sér aldrei á
strik eftir það.
Þriðja sætið vermir svo David
Icke. Icke var atvinnumaður í fót-
bolta á sínum tíma og svo íþróttaþul-
ur á BBC. Icke leitaði fyrir sér í pólitík
og var með mjög róttækar skoðanir.
Hann hélt því til dæmis fram að hann
væri sonur Guðs og að heiminum
væri stjórnað af eðlum. Frægar eru
skopmyndir Davids þar sem sýnt var
að hann væri eðla undir skinninu.
Tom Baker var í því fjórða. Hann
lék í Dr. Who og er nú sögumaðurinn
í grínþáttunum Little Britain sem eru
sýndir á RÚV.
Ozzy Osboume hreppti svo
fimmta sætið.