Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2006, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2006, Blaðsíða 21
rrv sport ÞRIÐJUDAGUR 10.JANÚAR2006 21 Bikarinn eftirsótti Heimsmeistarabik- arinn sem var fyrst afhentur iÞýskalandi árið 1974. Brasilía vann fyrsta bikarinn til eignari keppninni á undan. HM-styttan á ferð og flugi Verðlaunagrip- urinn sem heims- meistararnir í knattspyrnu fá að sigurlaunum verður á ferð og flugi fram að upp- hafi mótsins í Þýskalandi. Þá gefst almenningi víða um heim tækifæri til að berja gripinn augum sem er hinn heilagi kaleikur í augum fjöida knattspyrnu- manna. Ferðalagið er þegar hafið en gripurinn er til sýnis í Gana þessa dagana. Ferðalagið endar á Italfu en alls heimsækir gripurinn 31 borg 128 löndum. í dag hefst umijöllun DV Sports um heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fer fram í Þýskalandi í sumar og hefst þann níunda júní. 150 dagar eru til stefnu og fram að því verður í hverju blaði umfjöllun um keppnina. HM1930 í Úrúgvæ ÞÁTTTÖKUÞJÓÐIR: 13 (13 í úrslitum). HEIMSMEISTARAR: Úrúgvæ (1. titill). ÚRSLrTALEIKUR: Úrúgvæ - Argentína 4-2. FYRIRLIÐIHEIMSMEISTARANNA: José Nasazzi. ÞJÁLFARI HEIMSMEISTARANNA: Al- berto F. Suppici. LEIKIR: 18. MÖRK: 70 (3,891 leik). MARKAHÆSTA LIÐ: Argentína 18 (3,6 íleik). ÁHORFENDAFJÖLDI: 434.500 (24.139 á leik). MARKAKÓNGUR: Guillermo Stábile, Argentínu, 8 mörk. Tógótapaði fyrir Gíneu Vissir þú að? Það kom upp mikið deilumál fyrir úr- slitaleikinn á milli Argentínumanna og Úrúgvæa. Báðir aðilar vildu nefni- lega að þeirra bolti yrði notaður í úr- slitaleiknum. Að lokum sættust menn á að nota argentínska boltann í fyrri hálfleik og þann úrúgvæska í þeim seinni. Argentína vann fýrri hálfleikinn 2-1 með sínum bolta en Úrúgvæ vann hins vegar seinni hálf- leikinn 3-0 með sínum bolta og þar með leikinn 4-2. Það er aðeins einn maður lifandi sem tók þátt í úrslitaleiknum 1930. Sá heitir Francisco „Pancho" Varallo og lék sem framherji í argent- ínska landsliðinu en varð reyndar að yfirgefa úrslitaleikinn vegna meiðsla. Varallo var tvítug- ur þegar hann tók þátt í úr- slitaleiknum en allir hinir leikmennirnir, 21 aðtölu, hafa látist einn af öðr- umenVarallo verður 96 ára 5. febrúar. Um helgina tapaði landsliðTógófyrir Gíneu, 0-1, íleik sem fór fram í Frakk- landi. Leikurinn var æfingaleikurfyrir Afrlkumót landsliða sem hefst síðar í mánuðinum. Eina mark leiksins skoraði Ousmane Ban- goura í síðari hálfleik en markið kom úr vítaspyrnu. Franski landsliðsþjálf- a|lnn Raymond Domenech horfði á en Frakkar eru með liði Tógó í riðla- keppninni í HM I Þýskalandi í sumar. Niðurtalning DV hafin Þann níunda júní næstkomandi hefst úrslitakeppni heimsmeist- aramótsins í knattspymu í Þýskalandi. Fyrir knattspyrnuunn- endur er HM í knattspyrnu hápunktur tilverunnar og í ár stefnir keppnin í að vera einhver sú skemmtilegasta frá upphafi. Við á DV Sport ætlum að gera keppninni góð skil og byrjum strax í dag, þegar 150 dagar eru í að keppnin hefjist. Strax þegar ljóst varð að úrslita- keppnin yrði haldin í Þýskalandi árið 2006 gerðu menn sér grein fyrir því að umfang hennar yrði mikið og glæsilegt. Þýskaland á einhverja glæsilegustu knattspymusögu heimsins að baki og er eitt þeirra landa sem eru í forystu heimin- um hvað varðar mál sem snerta tækni og tæknivinnslu. Þá þarf ekki að orðlengja um skipulags- hæfileika Þjóðverja en það hefur oft loðað við þær þjóðir sem standa að stórviðburðum í íþróttaheiminum, að þær séu að falla á tíma í undir- búningnum. Slíkt er ekki tilfelhð i Þýskalandi. Gríðarleg sýning í vænd- um Eyjólfur Sverrisson lands- liðsþjálfari þekkir vitanlega vel til Þýskalands enda lék hann árum saman í þýsku úrvals- deildinni, bæði með Stuttgart og Herthu Berlín. Hann hlakk- ar til keppninnar. „Þetta verður virkilega spennandi keppni og á örugglega eftir að verða gríðar- lega skemmtileg," sagði Eyjólfur í samtali við DV Sport. „Eg efast ekki um að Þjóðvetjamir eigi eftir að setja upp gríðarlega sýningu. Þeir em búnir að byggja upp alla velli þannig að þeir em eins Qottir og nýtískulegir og það gerist best í heiminum í dag." Eyjólfur heldur sambandi við marga vini og kunn- ingja í Þýskalandi og fær því að mörgu leyti stemmninguna beint í æð. „Það ríkir mikil tilhlökkun hjá Þjóðverjum og þeim finnst þetta hrikalega spennandi. Þýska úrvals- deildin er mjög vinsæl og ein af stærstu deildunum í heiminum. Það hefur verið mikil ásókn á heimaleiki félaga í vetur og það er ljóst að það verður erfitt að fá miða á alla þessa leiki þó svo að þeir séu búnir að stækka vellina." Ólympíuleikvangurinn glæsilegur En þó svo að íslenska knatt- spymulandsliðið þurfi að sitja heima eins og aðrir áhorfendur að þessu sinni ætlar Eyjólfur að fara til Þýska- lands og kíkja á nokkra leiki, eins og hann segir sjálfur. Hann er öllum hnútum kunnugur á knattspyrnu- völlum Þýskalands og ekki síst á Ólympíuleikvanginum í Berlín, þar sem Hertha lék sína heimaleiki. Þar verður sjálfur úrslitaleikurinn háður. „Það finnst mér auðvitað meiriháttar skemmtilegt. Eftír endurbætumar er leikvangurinn orðinn enn glæsilegra mannvirki en hann var. Staðsetning- in er einnig glæsileg og þetta er mik- il bygging, í stuttu máli sagt. En það gildir einu hvar keppnin er háð, alltaf er hún jafn skemmtileg og það er á sjálfum knattspymuvell- inum sem aðalskemmtunin er. „Það er alltaf gaman að fylgjast með nýj- um stjömum sem ná að blómstra einmitt á þessum tíma sem enginn átti von á. Það er líka alltaf eitthvert lið sem kemur á óvart og verður að eftirlætisliði áhorfenda. Það er ákveðinn sjarmör sem fylgir HM í fótbolta." eirikurst@dv.is Fyrsta heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu fór fram í Úrúgvæ í Suður-Ameríku 13.-30. júlí 1930 Úrúgvæar fyrstu heimsmeistararnir í knattspyrnu Orúgvæar urðu fyrstu heimsmeistaramir í knatt- spymu eftír 4-2 sigur á Argentínu í úrslitaleik en mótið fór fram á heimavelli Urúgvæ í höfuðborginni Montevideo. Úrúgævar fengu að halda fyrstu keppnina þar sem liðið hafði orðið Ólympíumeist ari bæði 1924 og 1928 og þjóðin hélt einnig upp á 100 ára sjálfstæði sitt. Upphafsmaður HM var Frakkinn Jules Rimet, formaður FIFA 1920-1954, en hann hafði unnið að henni í átta ár en fyrsta HM fór fram 24 árum eftír að FIFA var stofnað. Þetta er eina úrslitakeppni HM þar sem var engin undankeppni en þrátt fýrir það tóku aðeins 13 þjóðir þátt. Það var langt og dýrt að ferðast frá Evrópu og það vom aðeins Belgar, Frakkar, Rúm- enar og Júgóslavar sem lögðu í þessa þriggja vikna sjóferð. Hins vegar vom sjö Suður-Ameríkuþjóðir með og tvær þeirra, nágrannamir Úrúgvæ og Argentína, spOuðu fyrsta úrslitaleikinn. Báðar höfðu unnið 6-1 stórsigur í undanúrslitunum, Úrúgvæ á Júgóslavíu og Argentína á Bandaríkjunum. Úrúgvæ komst í 1-0 með marki Pablos Dorado eftir aðeins 10 mínútur en Peucelle og Guillermo Stabile komu Argentínu í 1-2 fyrir leikhlé. Þetta var áttunda mark Stabile í keppninni og hann varð markakóngur þrátt fyrir að hafa ekki komist í liðið í fyrsta leik Argentínu í keppninni og aðeins fengið tækifærið vegna forfalla fyrirliðans Ferreira. í seinni Fyrstu meistararn- ir Hér sést lið Úrúg- vse sem varð heims- meistari 1930. hálfleik skomðu þeir Pedro Cea, Santos Iriarte og Manco Castro þrjú mörk og tryggðu heimamönnum 4-2 sigur en Úrúgvæ fékk að leika mjög fast í úrslita- leiknum og frammistaða belgíska dómarans Jans Langenus var harðlega gagnrýnd. DV-mynd: NordicPhoto/Getty

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.