Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2006, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2006, Blaðsíða 11
DV Fréttir ÞRIÐJUDACUR 10. JANÚAR 2006 7 7 Grýla handtekin Lögreglan í Vestmanna- eyjum handtók á laugardag- inn enga aðra en sjálfa for- eldra jólasvein- anna. Fram kem- ur á vefsíðu sunnlenska.is að þrettándagleðin hafi farið vel fram í blíðskaparveðri og að lögreglan hafi ekki þurft að hafa afskipti af neinum öðr- um en Grýlu og Leppalúða. Lögreglan handtók hjónin er þau vom á leið upp Illuga- götu. Þau vom handtekin vegna óláta. Samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglu var þeim sleppt að skýrslutöku lokinni. Brenntá Álftanesinu Álftnesingar deyja ekki ráðalausir en þeir hafa ákveðið að kveikja í þrett- ándabrennu sinni í dag. Henni var frestað á föstu- daginn vegna veðurs líkt og nágrannar þeirra í Hafnar- firði gerðu. Nú hafa Hafn- firðingar endanlega blásið brennuna af en ÁÖtnesingar gefast ekki upp og ætla að kveikja í sinni brennu sem verður staðsett á bökkunum við Tröð. Þar var áramóta- brenna þeirra einnig en bú- ist er við því að Hafnfirðing- ar fjölmenni á svæðið. Brennan blásin af Ekkert verður af þrett- ándabrennunni í Hafnar- firði sökum veðurs. Henni var upphaflega frestað á föstudaginn og þá um óá- kveðinn tíma og vonuðust Hafn- firðingar til að geta kveikt í brennunni sinni um helgina en ekkert varð úr því. Nú er búið að ákveða að ekkert verði af brennunni enda em horf- urnar ekkert sérstaklega góðar fyrir næstu daga. Nokkrar aðrar brennur á landinu vom blásnar af en flestum tókst að halda sínar þrátt fyrir vonskuveður. Stefán E. Matthíasson Brottrekniyfir- læknirinn sem neitaði að hlýða. Hér með fyrrverandi eiginkonu sinni, Jónlnu Ben. —,. Stjómendur Landspítalans hafa gert Helga H. Sigurðsson að yfír- lækni í stað Stefáns E. Matthíassonar sem sagt var upp þegar hann neitaði að loka einkastofu sinni úti í bæ. Helgi H. Sigurðsson er æðaskurðlæknir og formaður Félags skurðlækna. Stefán er hættur störfum á Landspítala og sést þar ekki lengur. Stefán er sem kunn- ugt er fýrrverandi eiginmaður Jónínu Benediktsdóttur og bróðir séra Pálma Matthíassonar, sóknarprests í Bústaðasókn. Stefán er sem kunn- ugt er fyrrverandi eig- inmaður Jónínu Bene- diktsdóttur og bróðir séra Pálma Matthías- „Helgi er skipaður yfirlæknir við æðaskurðdeild Landspítalans tíma- bundið þar til staðan verður auglýst eins og reglur gera ráð fyrir," segir Elín ísleifsdóttir, hjá starfsmanna- haldi lækningaforstjóra Landspítal- ans. Uppreisnarlæknir Skipun Helga H. Sigurðssonar í stöðu yfirlæknis í stað Stefáns vekur athygli þar sem Helgi hefur verið í forystu þeirra lækna sem gagnrýnt hafa stjómunarhætti á Landspítal- anum. I viðtali við DV fyrir skömmu sagði Helgi meðal annars: „Ég hef sagt upp og er núna að vinna uppsagnarfrestinn. Það er með öllu óráðið hvað ég fer að gera en mér stendur allt til boða eins og félögum mínum. Annað hvort flyt ég úr landi eða finn mér annan starfs- gmndvöll hér á landi," sagði Helgi samtali við DV. Og bætti svo við: Ósáttir „Það þarf að verða veruleg breyting á stjórn- unarstefnu sjúkrahússins ef við eigum að vera hér áfram. sonar, sóknarprests í Bústaðasókn. Akveðnar samninga- viðræður til lausnar málinu em í gangi en þær em á mjög við- kvæmu stigi núna. Vissulega er sárt að þurfa að fara en það er ekki farsælt til framtíðar að starfa á vinnu- þar sem menn em ósáttir. Sú stjórnunar- stefna sem hér hefur verið í gangi er ekki til þess fallin að laða að hæfasta starfsfólkið á hverju sviði," sagði Helgi. Harkansex Nú virðast einhveijar breytingar hafa orðið á. Helgi orðinn yfirlæknir æðaskurðdeildarinnar og því alls ekki á förum. Jóhannes M. Gunnarsson, lækningaforstjóri Landspítalans, gekk hart fram í máli Stefáns E. Matthías- sonar yfirlæknis, þegar sá síðamefndi vildi ekki hhta reglum sjúkrahússins og sinna þar yfirlæknisstarfi sínu ein- göngu. íhugar Stefán að leita réttar síns fyrir dómstólum og sýna fulla hörku á móti. Jóhannes M. Gunnarsson Lækningaforstjórinn sem rak Stefán og réði slðan Heiga. Stal bensíni og braut rúður í ibúðarhúsi Stakk af með fullan tank Ármann Kummer Magnússon hefur verið ákærður fyrir að hafa brotið átta rúður í íbúðarhúsi með barefli og stolið bensíni af 15 mis- munandi bensínstöðvum. Ármann játaði flest brotin á sig en gekkst þó ekki við þeim öllum fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur þegar mál hans var þingfest. „Ég átti bláan Benz sem eyddi gíf- urlega miklu," segir Ármann en hann dældi bensíni á bíl sinn í hvert skipti og ók svo á brott án þess að borga. Armann, sem er 24 ára, segir að það hafi alltaf verið á myndavélar sem hann var gripinn glóðvolgur. „Á tímabili hélt ég reyndar að ég kæm- ist upp með þetta," segir hann og hlær en bætir þó við að hann hafi alltaf vitað að það myndi komast upp um hann að lokum. Ármann, sem er geðklofi, segir að hann hafi verið alveg heill þegar hann framdi afbrotin og vilji taka ábyrgð á gjörðum sínum. Þótt honum þyki leitt að hafa framið þessi afbrot sé hann ekki beinlínis með samviskubit út af þeim. « j§_ ■ ■■ Jkt Victory boð með eða án nudds í úrvali Fosshálsi 1 110 Reykjavfk simi 525-0800 www.baðheimar.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.