Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2006, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2006, Blaðsíða 39
DV Síðast en ekki síst ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006 39 Nei, ég er ekki búinn, það kostarsvo mikið átak „Nei, ég er ekki búirm að taka skrautið niður en ég er búinn að losa mig við jólatréð. Skrautið ersvo mikið að það þarfsérstakt átak f/7." Jón Arnar Þorbjörnsson rafvirki. Þótt jólin séu liðin leyfa margir jólaseríunum að vera uppi örlítið lengur til að lýsa upp skammdegið. Aðrir taka þó skrautið niður stundvíslega á þrettánd- anum. „Já, ég er búin að taka það niður. Ég tók það niðursiðasta föstudag og geri það ár hvert." Arna Daníels- dóttir, almenn- ur starfsmaður Atlantsolíu. „Já.ég gerði það um helg- ina síðustu. Ég var með fullt afskrauti uppi en tók allt nið- ur þrátt fyrir að það hafi verið vinalegt að hafa Ijósin uppi." fris Sturludóttir nemi. „Nei, ég er ekki búin. Ég nenni eiginlega ekki að taka það niður en ég geri það þegar aðrirgera það." Aldís Ingva- dóttir afgreiðslu- stúlka. „Já.ég er búinn að taka alltskraut niður. Ég tek það alltafniður á þrettándan- um." Sakarus Bech skipstjóri. Spurning dagsins Sorpa og ýsa í kvöldmatinn dacrsin Dagurinn nýttist í að taka til, fara á Sorpu og lesa gögn. Kl.17 fór ég í heim- sókn á kosningaskrif- stofu Björns Inga Hrafhssonar, en hún var opnuð í dag að Suðurlandsbraut 24. í gær opnaði Anna Kristinsdóttir kosn- ingaskrifstofu sina í Landssímahúsinu við Austurvöll, en þegar ég ætlaði að líta inn hjá henni á leið minni í afmælis- veislu Dagnýjar kom ég svo seint að búið var að loka þ.a. ég mun líta við hjá henni síðar. Bæði Anna og Björn Ingi, ásamt Óskari Bergssyni sækjast eftir 1. sæti í prófkjöri fram- sóknarmanna í SReykjavík sem fram fer 28. janúar næst- komandi. Slóðirnar á heimasíður Onnu og Björns Inga eru www.annakr.is og www.bjorningi.is. Um kvöldið elduðum i við ofnbakaða ýsu í rjóma-v sósu. Siv Fríðleifsdóttir alþingismaður skrifar á siv.is Ökufantar og annaðfól k Sunnudagur, 01. 06. Ókum úr Fljótshlíðinni í dag - í gegn- um þrjú veður- kerfi frostbirtu, snjó- komu og rigningu. Ég hef ekið viða um heim en aldrei kynnst þvi nema á Hellisheiði, að öku- menn telji sér sæma að aka fram úr í niðaþoku, hægramegin á vegar- öxl. Það er ekki þessum ökumönnum að þakka, að ekki verði stórslys. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skrífar á bjorn.is Jó la kortafé ti 1 sýsli jmanns Likt og nokkur undanfarin ár var ákveðið fyrir jólin í ár að í stað þess að senda út jólakort til fjölmargra að- ila með kveðjum ráðherra og starfsfólks skyldi andvirðinu varið til góðgerðarmála. Að þessu sinni rann andvirðið, kr. 200.000, til sýslu- mannsemhættis- ins á Akureyri og skal þvi ið til og forvarnar- starfs á sviði fíkniefna- mála. V K barnið V rjwnö ut til dag- > vi?wÓUri! s.íöan talca oAgheimilij leik- skolar eða önnur ciArep v.alin til að a§v2Z1? að annast sV*minen halda samt virðingar- / A—neitinu for- / 4 7\ eldrar. / Foreldrar, hver fjandinn er það? Er von þið spyrjið! Til eru ýmsar aðferðir við að komast hjá því að verða foreldrar þrátt fyrir kynmök í nútímasamfélagi. Getnaðarvamir fást í gððu úrvali. Dugi þær ekki, ef gallaður smokkur veldur slysi með því að rifna svo bam komi undir, er auðvelt að eyða fóstr- inu. Sé engin vöm notuð og sá póll tek- inn í hæðina af tveimur einstaklingum af gagnstæðu kyni að vilja verða barn- eignafólk em ótal ráð til að læðast fram hjá því hlutverki og létta ákvörðunina. Fyrst er bamið borið út til dagmóður, síðan taka við dagheimili, leikskólar eða önnur þrep valin til að sleppa við að ann ast afkvæmin en halda samt virðingar- heitinu foreldrar. Móðirin fær að sjálf- sögðu fæðingarorlof, faðirinn líka og einnig er meðlag með bömum. Fari allt út um þúfur, þrátt fyrir þenn- an stuðning, og gamla dýrseðlið komi upp í kalmanninum svo hann lemji konuna í hausinn með til dæmis rándýrri hvítlaukspressu, en hún grípur ekki til kökukefl- isins sér til vama, enda er það valdatákn húsfreyj- unnar ekki lengur á heimilum, getur hún hlaupið í kvennaat- hvarfið með afkvæmin á hælunum. Einnig em á boðstólum sér- hönnuð bamahús fyrir börn og mömmukot handa útigangsmömmum og ann- að skjól tengt fólki í staðfestu hjónabandi. Ekki hafa enn verið reist pabbaafdrep. I sumum löndum er til starfsgrein kennd við eftir- litsmömmur. Þær fara inn á heimili og gegna svip- uðu hlutverki og prestar meðan sú skylda hvíldi á þeim að húsvitja, drekka molakaffi og fylgj- ast með guðsótta og góðum siðum fjöl- skyldunnar. En þrátt fyrir öll ráð lenda böm í vand- ræðum og valda öðmm meiri. Sum drekka sig full í skóla, önnur nota eitur- lyf. Lyktin af þeim segir sannleikann síður en vínþefur. Þá sprettur nýr vandi sem krefst nýrrar starfsgreinar fýrst böm selja hvert öðm eiturlyf. Þetta er skólalögga með hasshund. Árangurinn er kraftaverk: Börn sefast og siðast við þefandi trýnið. Hundar em því aftur famir að sjá um eftirlit og uppeldi barna sem er lausn fyrir foreldra. Guðbergur Bergsson Mest lesna tímaritið Lestur á tímaritinu Birtu mælist langmestur af öllum tímaritum landsins, skv. fjölmiðlakönnun Gallup. Skemmtileg efnistök og öflug sjónvarps- dagskrá vinna saman við að skapa þessar miklu vinsældir. Ef þú vilt að fyrirtækið þitt sé sjáanlegt skaltu auglýsa þar sem birtan er mest og líklegast að flestir sjái auglýsinguna. Komdu inn í Birtuna. birlo Auglýsingasími 550 5000 Birtu er dreift inn á 95.000 heimili á höfuöborgarsvæöinu, Suðurnesjum, Akureyri, Akranesi, Borgarnesi, Selfossi og Hverageröi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.