Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2006, Blaðsíða 29
r*v Lífíð
ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006 29
Bloggdrottningin og rithöfundurinn Elísabet Ólafsdóttir heldur því fram á
bloggsíðu sinni að kærasta Geirs Ólafssonar, Ásdís Sigurðardóttir, hafi ráðist á sig
á barnum Vox á Nordica hóteli á laugrdagskvöld. Geir segir það tóma þvælu og
biður Elísabetu að hringja í sig svo hann geti leiðrétt vitleysuna. Hin meinta árás
hefur ekki verið kærð til lögreglu en grafískar lýsingar má finna á síðu Betu.
„Hún er náttúrulega
ekki í lagi þessi
kona, svona fólk á
bara heima á Kleppi,
Þetta er bara ekki
rétt. Ég bara kann-
ast ekki við þetta.
Það brotnuðu engin
glös og engin stór
orð féllu."
Elísabet Ólafsdóttir rithöf-
undur Varð fyrir árás á Vox.
„Hún skipaði mér að standa upp
og kallaði mig fituhlunk áður en hún
fór að brjóta glös þarna. Mér finnst
þetta bara leiðinlegt atvik,“ sagði El-
ísabet Ólafsdóttír rithöfundur um
nýja bloggfærslu á heimasíðu sinni,
abuse.is/web/beta, en þar sagðist
hún hafa orðið fyrir árás Ásdísar
Sigurðardóttur, kærustu söngvarans
Geirs Ólafssonar.
Geir neitar öllu
„Hún er náttúrulega ekki í lagi
þessi kona, svona fólk á bara heima
á Kleppi. Þetta er bara ekki rétt. Ég
bara kannast ekki við þetta. Það
brotnuðu engin glös og engin stór
orð féllu," sagði Geir Olafsson
söngvari þegar blaðamaður hafði
samband við hann síðdegis í gær.
Hann bað blaðamann síðan fyrir
skilaboð til Elísabetu og sagðist ekki
kannast við að málum hafi verið
þannig háttað sem hún gaf upp á
heimasíðu sinni.
„Biddu Elísabetu bara um að
hringja í mig," sagði söngvarinn.
Það snýst ekki allt um Geir
Ólafs
Elísabet lýsir atburðunum sem
Geir segir að hafi ekki átt sér stað á
þá leið að hún hafi setið ásamt
vinum við borð á Vox-barnum á
Nordica hóteli þegar Geir hafi
skyndilega staðið upp og sungið
fyrir hana og félaga hennar.
Elísabet, eða Beta rokk eins og
hún er stundum kölluð, og félagar
hennar hlýddu ekki á Geir heldur
spjölluðu áfram. Samkvæmt Betu
mæltist það illa fyrir hjá kærustu
Geirs, Ásdísi Sigurðardóttur. Lentu
þær þá í heiftarlegu rifrildi
samkvæmt færslu Betu á
heimasíðunni.
Kallaði Elísabetu fituhlunk
„Hún kallaði mig fituhiunk,
lessu, tussu og ég veit ekki hvað og
hvað," segir Elísabet og bætirþví við
að Geir hafi reynt að draga Asdísi í
burtu en þá hafi hún haldið áfram
að ausa fúkyrðum yfir hana og hellt
yfir hana hvítvínsglasi.
„Svo skvettir hún öðru glasi
framan í barþjóninn og brýtur
glasið. Tekur sopa af enn öðru
glasi og brýtur það svo við stólinn
minn þannig að glerbrotum rignir
yfir mig og allt í kring," segir Elísa-
bet.
„Já, ég staðfesti það sem Beta
segir ffá á blogginu sínu, þetta átti
sér stað," sagði Fanney Stefánsdótt-
ir, vinkona Betu, þegar DV hafði
samband við hana. Geir segir þær
báðar fara með tóma þvælu en ekki
náðist í kærustu hans, Ásdísi
Sigurðardóttur, þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir.
Veitingahúsið Vox
Ásdís Sigurðardóttir Á netinu
er fullyrt að Asdls hafí veist að
Elísabetu Ólafsdóttur á Nordica.
Geir „lceblue" Ólafsson
söngvari Hafnar þvi
alfarið að kærastan hafi
ráðist á Betu rokk.
Hljómsveitin Steintryggur
leikur á Eurosonic-hátfðinni
fimmtudaginn 12. janúar.
Hátíðin sem haldin er f
Groningen f Hollandi er ár-
legur viðburður með yfir
180 uppákomum á 25 tón-
leikastöðum. Steintryggur
er skipuð þeim Sigtryggi
Baldurssoyni og Steingrfmi
Guðmundssyni en þeir fé-
lagar fóru í mánaðarlanga
tónleikaferð um 5 Evrópu-
lönd nú f haust sem leið til
að kynna Dialog, sem er
fyrsti geisladiskur þeirra fé-
laga. Með Steintryggi f för
verða þeir Sören Venema
sem leikur á mandólín, sftar
og Oud og Roland Hartwell
sem leika mun á fiðlu og
bassa.
Tökur á nýrri fslenskri kvik-
mynd hefjast f febrúar.
Kvikmyndin heitir Köid slóð
og fjallar um harðsvfraðan,
fslenskan blaðamann sem
lendir f mikílli hættu þegar
hann rannsakar dularfullt
dauðsfall á virkjunarsvæði
á hálendi fslands. í helstu
hlutverkum eru leikararnir
Þröstur Leó Gunnarsson,
Elva Ósk Ólafsdóttir,
Helgi Björnsson, Hjalti
Rögnvaldsson, Tómas
Lemarquis, Anita Briem og
Lars Brygman. Leikstjóri er
Björn Br. Björnsson og
framleiðandi ásamt Kristni
Þórðarsyni er Magnús V.
Sigurðs-
son.
visir&
IfllP1 Jm m
BH ■ HBH ■ mi
ÍMfe>.
':~-isaáÉí£!£-S}.