Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2006, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2006, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 Fréttir DV Styrkir í boði Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hefur vakið at- hygli á því að umsóknar- ffestur til að sækja um þrjá styrki rennur út á næstunni, að því er fram kemur á bb.is. Meðal annars er um að ræða svokallaðan Frum- kvöðlastuðning. í því verkefni eru veittir styrkir til nýsköpunarverk- efna á lands- byggðinni. Þá eru auglýstir styrkir til úrbóta í umhverf- ismálum fyrir árið 2006. Úthlutað verður um 40 milljónum króna til umhverfismála. Skiptist upphæðin í þrjá meginflokka. Tíu milljónum verður úthlutað til minni verkefna. Fundað um olíu Umhverfisnefnd ísa- fjarðarbæjar lagði til á ftrndi sínum í gær að myndaður yrði vinnuhópur til að íjalla um framtíðar- staðsetningu olíubirgða- stöðvar á ísafirði. í tillögu nefndarinnar er lagt til að vinnuhópinn skípi hafnar- stjóri, bæjartæknifræðingur og formenn umhverfis- nefndar og hafnarstjórnar. Að sögn Kristjáns Kristjáns- sonar, formanns nefndar- innar, er mikið verk fyrir höndum. „Það þarf að kaupa sérfræðiþjónustu á ýmsum sviðum, til dæmis lögfræðiþjónustu, verk- fræðiþjónustu og hagfræði- þjónustu," segir Kristján og kemur fram á vef bb.is. Óhöpp í Hafnarfirði Óvenju mikið var um umferðaróhöpp í umdæmi Lögreglunnar í Hafnarfirði síðdegis í fyrradag að því er fram kemur á vef Víkur- frétta. Ein aftanákeyrsla var tilkynnt á Krýsuvíkurvegi. Þá valt bíll við Álftanesveg og lenti á hvolfi utan vegar. Og síðan varð þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut til móts við Molduhraun. Engin alvarleg meiðsl urðu á fólki í þessum óhöppum. Gísli Hjartarson ritaði kveðjubréf til ættingja sinna áður en hann tók líf sitt. Sigurð- ur, bróðir Gísla, segir að bréfið sé einkabréf til ættingjanna en staðfestir að Gísli bar ekki fyrir sig að DV sérstaklega væri orsakavaldur í dauða hans. Talið er að Gísli hafi látist snemma morguns. Nákvæm dánarstund verður líklega ljós í dag. Nefndi ekki DV sem ástæðu „Blöskrar umræDan um Gísla" DV í gær Tveir menn sem DV talaði við ígær sögðust hafa sloppið naumlega undan Gisla er þeir voru aðeins tólfára. „Það rétta er að fram kom í kveðjubréfi Gísla heitins að sú um- fjöllun sem hann átti von á vegna rannsóknar lögreglunnar og um- fjöllunar fjölmiðla hafi knúið hann til að kveðja. Hafi einhver skiiið orð mín. í fréttatímum sjónvarpsstöðv- anna á annan veg er það ekki réttur skilningur," segir Sigurður Hjartar- son, bróðir Gísla Hjartarsonar á ísafirði. Gísli fannst látinn á heimili sínu eftir að hafa fallið fyrir eigin hendi, sama dag og frétt um kærur á hend- ur honum birtust í DV. Dauði Gísla ekki sök DV Sigurður segir að kveðjubréf Gísla heitins sé aðeins fyrir fjöl- skyldu hans og hann geti ekki vitn- að beint í það. Hann staðfestir eigi að síður að þar hafi DV ekki verið nefnt sérstaklega á nafn. „Mér dettur ekki í hug halda því fram að lát Gísla hafi verið beinlínis sök DV eða á ábyrgð einhverra ann- arra. Hann er farinn og það hefur ekkert upp á sig að velta sér upp úr því. En það var okkur öllum áfall „Mér dettur ekki í hug halda því fram að lát Gísla hafí verið bein- línis sök DV eða á ábyrgð einhverra annarra. Hann er farinn og það hefur ekkertupp á sig áð velta sér upp úr því." enda var fjölskyldunni ekki kunn- ugt um að hann væri borinn ein- hverjum sökum og við höfðum aldrei heyrt á það minnst," segir Sigurður. Fjölskyldan vill frið Sigurður er skipstjóri í Bolung- arvík og hefur búið þar lengi. Hann segist ekki vera vanur svona fjöl- miðlafári og vill ekkert fremur en að umræðunni um bróður hans linni. „Það er nógu erfitt fyrir fjölskyld- una að ganga í gegnum það áfall sem dauði bróður míns hafði í för með sér, svo ekki bætist við þessar endalausu umræður í fjölmiðlum. Við viljum aðeins fá frið til að kveðja bróður okkar," segir Sigurður. Lést snemma morguns Enn hefur ekki verið skorið úr um kiukkan hva.ð nákvæmlega Gísli lést en að sögn bróður hans er talið að það hafi verið mjög snemma um morguninn. Dánarstund Gísla verður hins vegar ekki ljós fyrr en eftir krufningu. Skýrslu læknanna um það er að öUum líkindum að vænta í dag. bergtjot@dv.is NFS auglýsti eftir veðurfréttamönnum Doktorar vilja í sjónvarpið í dag verður gengið í að fara yfir þær umsóknir sem bárust þegar sjónvarpsstöðin NFS auglýsti eftir veðurfréttamönnum. Ur fjölda umsókna er að velja og sérstaka at- hygli vekur að meðal umsækjenda eru fjölmargir einstaklingar með doktorsnafnbót. „Það er gaman að svo margir hafi áhuga," segir Sigurður Þ. Ragnarsson, yfirveðurfræðingur NFS. „Við setjum tiltölulega ströng skilyrði og krefjumst há- skólamenntunar í raungreinum auk þekkingar á veðurfræði vegna þess að þeir sem ráðnir verða eiga Hvað liggur á? einnig að vera með innslög sem tengjast faginu. Þetta er orðin yfir- gripsmikil þjónusta hjá okkur og viðveran hjá okkur hefur verið ansi mikil. Þess vegna þurftum við að bæta við maqnskap," segir Sig- urður. Eftir að vaiið hefur verið úr um- sóknabunkanum tekur við þjálfun- arnámskeið og eftir það geta áhorf- endur NFS átt von á að sjá nýjan veðurfræðing á skjánum. Kannski doktor. Islensk veðrátta Krakkar að leikisnjó sem spáð hafði verið af veðurfræðingum NFS. „Mér liggur á að gera treiler fyrir teiknimyndafyrirtækið mitt,“segir Eyþór Guðjónsson kvikmyndaleikariog athafnamaður.„Við erum að búa til teiknimynd í fullrilengd upp úr Grettissögunnisvo loksins sé hægt að dreifa ævintýrum fornkappans út um allan heim." 'T> Tívolílóð til sölu Feðgamir Guðmundur Sigurðs- son og Sigurður Fannar Guð- mundsson eiga í viðræðum um sölu á svokallaðri Tívolílóð og ná- lægum lóðum í Hveragerði þar sem íyrirhugað er að reisa íbúðablokk fyrir aidraða. Sigurður Fannar stað- festi í samtaM við Sunnlenska að viðræður stæðu yfir en vifdi að svo stöddu ekki tjá sig frekar um máiið. Umræddar lóðir keyptu þeir feðgar fyrir um 65 miHjónir og hafa síðan fengið þær samþykktar sem sam- eiginlegan byggingarreit, skipulagt á þeim umrætt fjölbýlishús og auk- ið þannig verðmæti landsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.