Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2006, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2006, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 Fréttir DV Bílainnbrot í Breiðholti Lögreglunni í Reykjavík bárust í gær nokkrar til- kynningar um innbrot í bfla í Fellahverfi í Breiðholti. Innbrotin áttu sér stað að- faranótt föstudags. Þjófun- um tókst að hafa á brott með sér geislapilara og önnur lausleg verðmæti auk þess sem skemmdir voru unnar á bflunum. Málið er í rannsókn hjá lög- reglunni og hefur enginn verið handtekinn. Fimm hundruð pönnukökur ísfirðingar halda upp á sólardag sinn um helgina og hafa bæjarbúar af því tilefni pant- að 500 pönnukök- ur hjá Styrktar- félagi fatlaðra á ísafirði. Hinn eig- inlegi sólardagur er ekki fyrr en 25. janúar en ísfirðingar taka það snemma enda engin ástæða til annars þar sem dagurinn er þeim mikil- vægur en þá nær sólin í fyrsta sinn að skína á ný í bænum frá því hún hvarf þeim snemma í vetur. Pönnukaka með sykri kost- ar 70 krónur en með rjóma fæst hún á 150 krónur. Misheppnað- ur ræningi með dóp Christopher Mamelin er ákærður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fíkniefna- brot og að hafa haft í vörslu sinni kasthníf. Christopher var handtekinn í janúar 2004 en hann var með tæp 13 grömm af amfetamíni sem hann kastaði frá sér á lögreglustöðinni eftir hand- töku. Christopher hefur áður verið dæmdur en hann var hluti af alræmdri glæpaklíku í Keflavík sem stóð á bak við mikla af- brotaöldu sem gekk yfir Keflavík 2004. Christopher var einnig ákærður fyrir einstaklega misheppnað rán í Hveragerði þegar hann ásamt öðrum framdi rán á Hótel örk vorið 2004. Michael Frandsen, framleiðandi danska sjónvarpsmynda- flokksins Arnarins, er staddur hér á landi til að skoða aðstæð- ur fyrir tökur á þriðju syrpu þáttanna sem nú er í undirbún- ingi. Kristín Pálsdóttir kvikmyndagerðarkona er Frandsen til halds og trausts á meðan á íslandsheimsókninni stendur: „Hann kom bara einn núna en /rP6ttQ Cf UHQUf fleiri eru væntanlegir síðar. Þetta er bara frumathugun á staðháttum hér," segir Kristín sem lóðsar Frand- sen um og sýnir honum það sem hann vill. „Hann er að horfa í kring- um sig en tökur hér á landi mundu verða í vor. Þetta er fyrsta skoðun," segir Kristín. maður sem kemur velfyrir." fyrrnefnda vel lóðsað Frandsen um Vestmannaeyjar því þar sleit hún barnsskónum og rúmlega það. Eyjar og 101 Sjónvarpsmyndaflokkurinn örn- inn hefur notið mikilla vinsælda hér á landi sem og víðast hvar um heim- inn og meðal annars hlotið Emmy- verðlaun. Heyrir það til tíðinda þeg- ar norrænir sjónvarpsmyndaflokkar eru annars vegar. „Ég býst við að Frandsen vilji skoða sig vel um í Vestmannaeyjum og jafnvel í miðborginni þó við höf- um ekki gert það enn," segir Kristín. Tvær góðar Leikkonurnar Elva Ósk Ólafsdótt- og María Ellingsen hafa báðar Góður ferill Framleiðandi Amarsins heitir fullu nafni Michael Bille Frándsen og hafði hann starfað mikið við danskar kvikmyndir áður en hann fékk inngöngu í Danska k\okmynda- skólann árið 1993. Eftir útskrift það- an fjórum árum síðar réð Frandsen sig til ASA Film og fór þaðan yfir til TV3. Danska ríkissjónvarpið réð hann síðan til að framleiða Blink- ende Lygter, sem fáir þekkja hér á landi, og í framhaldinu vann hann að mörgum kvikmyndum fyrir sjálf- stæð fyrirtæki. Nú er Michael Frand- sen hins vegar fastráðinn hjá danska Ríkissjónvarpinu sem framleiðandi Arnarins. María Ellingsen Lék gamla kær- ustu I Erninum en heima sinnir hún börnum. 9% % ElvaÓsk Léki Erninum og fór á Emmy-verðiauna- hátíð fyrir bragðið. Orninn Sjaid- gæftaðnorræn irsjónvarps- þættir slái svo rækilega i gegn á heimsvísu. Michael Bille Frandsen Framieiðandi á heims- mælikvarða skoðar töku- staði fyrir Örninn hérá landi. Kemur vel fyrir „Þetta er ungur maður sem kemur vel fyrir," segir Kristín Pálsdóttir, spurð um atgervi þessa sjónvarpsmyndaframleiðanda sem slegið hefur svo ræki- lega í gegn og gengur nú um götur Reykjavíkur í leit að ákjósanlegum töku- stöðum fyrir þriðju syrpunaO af Erninum. Hápunkturinn framlenqdur, margfaldaður Svarthöfði ætlar að horfa á Euro- vision í kvöld. Með mikilli athygli. Rökkur í stofunni og hljóðið í botni. Eurovision er hiklaust einn af há- punktum ársins. En Svarthöfði viður- kennir það ekki á meðal manna. Það er ekki nógu matsjó. Þegar heim er komið er aftur á móti fátt annað sem kemst að. Þess vegna er ekkert betra en að Sjónvarpið haldi forkeppni fýrir stóru keppnina. Þannig er hápunkturinn framlengdur, margfaldaður. Rétt eins og þegar Eurovision-ráðið ákvað að skipta keppninni upp í forkeppnir og aðalkeppni. Þetta þykja Svarthöfða góðar ákvarðanir. Hvernig hefur þú það? „Ég hefþað mjög fínt/'segir Elísabet Thorlacius fyrirsæta.„Það er bara brjdlæðislega mikið að gera hjá mérmeð tískusýningu sem verður um helgina á Pravda, hún á allan minn huga og ég get lofað því að maður verður ekki samur eftir þá sýningu. Heilsan er líka fin, ég er hress og hraust og ánægð með llfið." Svarthöfði En þetta er ekki allt. Rjóminn í ár er án efa þátttaka söngkonunnar Birgittu Haukdal. Birgittu sem fór á kostum í Riga í Lettlandi árið 2003. „Open your heart. Show me the pain. It’s all part of who you arrrrrrrrre!" Tilhugsunin vekur enn upp gæsa- húð. Birgitta hlýtur að luma á ein- hverju rosalegu trompi. Og hlýtur að komast áfrarn. Einn, tveir og bingó. Hvemig er hægt að sigra Eurovision- fara? Reyndar gekk ekki svo vel hjá Selmu í fyrra. Hún féll út í forkeppninni úti. Komst ekki inn í aðalkeppnina. Hún hafði farið áður eins og Birgitta. Og gekk meira að segja þmsuvel í það skiptið. Þetta er greinilega for- múla sem er gjöm á að klikka. En það getur ekki verið að hún klikki hjá Birgittu. Hún verður að fara til Grikklands. Hún hefði lflca átt að fara til Úkraínu í fyrra. Hún vinnur þetta. Svarthöfði Michael Frandsen, framleiðandi danska sjónvarpsmyndaflokksins Arnarins, er staddur hér á landi að skoða staðhætti en ísland mun leika stóra rullu í þriðju syrpu þáttanna sem nú er í undirbúningi. Kristín Pálsdóttir kvikmyndagerðarkona fylgir Frandsen um borg og bý.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.