Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2006, Blaðsíða 12
72 LAUGARDAGUR21. JANÚAR 2006
Fréttir DV
Léstíbílslysi
Stúlkan sem lést í
bílslysi á Hnífsdalsvegi
seinnipartinn á fimmtu-
daginn hét Þórey Guð-
mundsdóttir. Hún var til
heimilis í Hnífsdal. Þórey
var fædd 25. mars árið 1988
og var því á átjánda aldurs-
ári. Hún var nemandi á fé-
lagsfræðibraut við Mennta-
skólann á ísafirði auk þess
að starfa sem þjálfariyngri
flokka kvenna hjá KFI.
Minningarstund um
Þóreyju var haldin í
Menntaskólanum á ísafirði
í gærmorgun auk þess sem
samverustund var á meðal
10. bekkjar nemenda við
Grunnskólann á ísafirði.
Bæjarins besta greindi frá.
Sex húsleitir í
Hafnarfirði
Lögreglan í Hafnarfirði, í
samstarfi við Kópavogslög-
regluna og með aðstoð sér-
sveit Ríkislögreglustjóra og
Tollgæslu, kom upp um sex
mismunandi fíkniefnamál
á fimmtudagskvöldið. Lög-
reglan framkvæmdi tvær
húsleitir og fannst amfeta-
mín, kókaín, hass og marí-
júana við leitina ásamt
vopnum, til dæmis rafstuð-
byssu og kylfu. Samkvæmt
hafnfirsku lögreglunni var
magn fíkniefnanna ekki
töluvert. Hún segir að mál-
in hafi ekki verið tengd á
nokkurn hátt.
Spennirsprakk
Spennir í háspennustöð
Orkuveitu Reykjavíkur á
Smiðjuvegi sprakk á átt-
unda tím-
anum í
gærmorg-
un. Ríf-
lega 70
lítrar af
olíu láku í
kjölfar þess
Slökkviliðs höfuðborgar-
svæðisins sendur á staðinn
til að hreinsa upp olíuna.
Svo virðist sem eitthvað
hafi rekist utan í spenninn
en vel gekk að dæla upp
olíunni að sögn stöðvar-
stjóra SHS.
og var dælubíll
„Það er voða gott að búa á
Setfossi, “ segir Þröstur Árna-
son, fasteignasali á Selfossi.
„Það er ....... . r _.-rr
Landsíminn
núna
yfir okkur, alveg Ijómandi
bara. Það ersvona fremur
rólegtyfir öllu svona rétt eftir
áramótin eins og alltafer. Fólk
er bjartsýnt hér og jákvætt
þannig að þaö er bara gott
fyriralla."
Þorbjörn Jóhann Sveinsson, slökkviliðsstjóri á ísafirði, segir að slökkviliðið
fái ekki nægilegt fjármagn. Björgunarbúnaðurinn er úreltui; og Þorbjörn er
uggandi yfir því að búnaðurinn geti klikkað þegar á reynir.
Úreltur björguparbúnaöur
hjá Slökkviliði Isafjarðar
GAZ Rússneskur jeppi ár-
gerð 1956 Er i umdæmi
Slökkviliðs ísafjarðar og er
staðsettur á Þingeyri.
LU
iKSffysr,í«
-» Hil
Þorbjörn Jóhann Sveinsson
Slökkviliðsstjóri á Isafirði segir
U| fjármagn skorta til slökkviliðsins.
„Fjármagn til bruna- og slysavarna mætti vera meira," segir
Þorbjörn Jóhann Sveinsson slökkviliðsstjóri á ísafirði. Honum
þykir björgunarstarf ekki vera rétti staðurinn til að skera niður
og spara peninga. „Það þarf ekki nema eitt slys eða bmna og þá
em tækin búin að borga sig,“ segir Þorbjöm.
Aðspurður segir Þorbjörn að
aðkoma slökkviliðsins að bana-
slysinu sem varð á Hnífsdalsvegi á
fimmtudaginn hafi verið með eðli-
legum hætti. I slysinu lést Þórey
Guðmundsdóttir, 17 ára, búsett í
Hnífsdal. „Við vorum komnir á
slysstað fjórum mínútum eftir að
tilkynning barst. Þetta gekk allt
með eðlilegum hætti," segir Þor-
björn.
Úreltar björgunarklippur
Þegar slökkviliðið kom á slys-
stað lá bíll hinnar látnu á hvolfi úti
í sjó. Slökkviliðsmenn fóru út í sjó-
inn og beittu klippum við að ná
líki hinnar látnu úr bílflakinu.
Þorbjörn segir að klippurnar séu
17 ára gamlar.
„Þær virka út af því að við
höldum þeim við en auðvitað þætti
okkur vænt um að fá nýjar klippur,"
segir Þorbjörn.
Spurður um almennt ástand
björgunarbúnaðarins svarar Þor-
björn að hann sé í ágætu lagi vegna
stöðugs viðhalds. „Þetta er allt í
ágætu standi en við erum með
gömul tæki sem geta brugðist og
slíkt hefur gerst. Okkur tókst næst-
um að brenna hálfan bæinn fyrir
nokkrum árum þegar klikkaði hjá
okkur dælubíll," segir Þorbjörn
sem er uggandi yfir því að búnað-
urinn geti klikkað þegar á reynir.
Slökkvibíllinn á eig-
inlega frekar heima á
safni en í björgunar-
starfí."
Broslegur
björgunarbúnaður
í bflaflota slökkviliðsins er 50 ára
gamall slökkvibíll.
„Slökkvibfllinn á eiginlega frek-
ar heima á safni en í björgunar-
starfí," segir Þorbjörn og bætir við
að það megi brosa að því að þetta
sé kallað björgunarbúnaður. „Við
fáum að vísu nýjan slökkvibfl á
þessu ári en það eru tíu ár síðan við
fengum nýjan bfl.“
Þorbjörn segir að rfldð sé sífellt
að leggja meiri kvaðir á sveitarfé-
lögin þegar kemur að björgunar-
störfum. „Við eigum að sinna sífellt
meiri skyldum þegar kemur að
mengunarslysum og klippuslysum,
Halldór Halldórsson Bæjarstjórinn \
á ísafirði vill ekki tjá sig um málið.
án þess að frekara fjármagn komi
inn í reksturinn," segir Þorbjörn.
Bæjarstjórinn þögull
Halldór Halldórsson, bæjar-
stjóri á ísafirði, vildi ekkert láta hafa
eftir sér vegna málsins.
svavar@dv.is
Einar Már Kristjánsson ákærður fyrir að svíkja út lyfseðilskyld lyf
Offitusjúklingur falsar lyfseðla
„Ég er að kljást við fíkn," segir
Einar Már Kristjánsson, offimsjúk-
lingur sem er ákærður fyrir Héraðs-
dómi Reykjavíkur fyrir að falsa tvo lyf-
seðla til þess að ná í lyf sem hann
ánetjaðist.
„Annað lyfið er svefnlyf en hitt
slær á kvíða," segir Einar sem er á lyfj-
unum samkvæmt læknisráði en þau
eru mjög vanabindandi. Einar segir
vin sinn hafa látið sig fá seðlana og
hann hafi nýtt sér tækifærið og svikið
út lyfin. Einar segist sjá eftir því að
hafa gert það sem hann gerði og er
reiðubúinn að takast á við afleiðingar
gjörða sinna.
„Ég er að fara í afvötnun," segir
Einar en hann ætlar að afeitra sig á
Landspítalanum ef allt gengur eftir.
Hann segir að það sé erfitt að takast á
við svona fflcn en vonar að meðferðin
muni verða til þess að hann losni al-
gjörlega við hana.
Einar Már hefur þurft að kljást við
offitu og hefur barátta hans ekki verið
þrautalaus þrátt fyrir einskæran vilja
til þess að léttast. Þegar Einar var
hvað þyngstur vó hann 190 kfló. „Ég
er búinn að léttast um tíu kfló," segir
Einar sem hefur lengi stefnt að því að
fara í fitusog en er þó enn of feitur að
sögn læknis sem fylgist með honum
við reglulegar æfingar á Reykjalundi.
Einar Már æfði í Sporthúsinu frítt
áður en hann fór á Reykjalund en
vegna lélegrar mætingar var hann
rekinn þaðan að lokum. Einar Már
sagði að veran í Sporthúsinu hefði
verið allt of erfið og hann hefði ekki
geta staðist álagið, hann bætir við að
honum gangi mun betur að léttast
eftir að hann hætti.
Mál Einars bíður aðalmeðferðar.