Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2006, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2006, Blaðsíða 20
20 LAUCARDAGUR 21. JANÚAR 2006 Helgarblað DV "1 //ðl æiit'íiú kðfíEb.frain viú mi'j 1B bú/'i t-Mú'A iMií'i ú *iOllláuíin i íl'Jni vissu ekki hvernig *7 flestir vildu þó átt." Stofnfundur Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir krabbameins- greinda, var haldinn í gær. Blaðamenn DV heimsóttu spjallfund Ljóssins í vikunni, sem var haldinn í fé- lagsheimili Neskirkju þar sem starfsemi miðstöðvarinnar fer ffam. Andrúmsloftið var ljúft og heimilislegt og bjart yfir viðstöddum þrátt fyrir að flestir hefðu greinst með krabbamein eða væru að- standendur krabbameinssjúkra. Ljósið er alveg nýtt úrræði og greinilegt að viðstaddir voru ánægðir. Þeir bentu á nauð- syn þess að starfsemi á borð við Ljósið væri í boði enda væru krabbameinssjúklingar og aðstandendur þeirra oft í lausu lofti eftir greiningu og meðferð. Sömufeiðis að allir gætu fundið sér stað innan Ljóssins og skipti þá ekki máli við hvers konar krabbamein væri að etja. Margrét Frímannsdóttir alþingiskona er formaður félagsins en Erna Magnúsdóttir iðjuþjálfi er hugmyndafræðingurinn. Margrét segir að hugmyndaffæði Ljóssins byggi á frumkvöðlastarfsemi Ernu Magnúsdóttur iðjuþjálfa sem hófst sem tilraunaverkefni Landspít- ala - háskólasjúkrahúss í Kópavogi. „Þar var unnið mjög merkilegt starf sem byggðist á hugmyndErnu um hvem- ig fólk tekst á við lífið eftir að hafa að hafa greinst með krabbamein," segir Margrét. „Við þekkjum það sem höfum gengið í gegnum þetta að greiningin kemur eins og reiðarslag inn í lífið. Það gerist eitthvað sem maður áttar sig ekki á, stundum tek- ur einhverja daga að meðtaka greining- una og ekki bara fyrir þann sem greinist heldur líka fyrir fjölskylduna. Þeir sem standa frammi fyrir krabbameinsmeð- ferð fara ómeðvitað að hugsa, bíddu, er ég þá ekki lengur gjaldgengur í þjóðfélag- inu, eru allir skíthræddir við mig og á ég enga von nema vera „grey skinnið" sem greindist með krabbamein? Allar þessar spurningar og miklu, miklu fleiri dembast yfir og maður veit ekki 'sitt rjúkandi ráð. í Kópavoginum tók Erna á móti einstak- lingum sem voru fastir í þessu hugsana- mynstri og kenndi þeim að hætta að hugsa svona." Annars konar starfsemi í upphafi var lagt upp með tilrauna- verkefnið í Kópavogi í eitt ár og síðan framlengt í tvö en mikil umræða var um það bæði inni á Alþingi og innan Land- spítalans. „Engu að síður var í niðurskurðartillög- um tekin sú ákvörðun að leggja þetta af í Kópavoginum og flytja starfsemina í kjall- arann á Landspítalanum við Hringbraut. Þar er nú í gangi starfsemi sem er þó ekki í neinni lflángu við það sem var í Kópavog- inum. Við hér erum öll þeirrar skoðunar að endurhæfing eigi ekki að eiga sér stað innan veggja meðferðarstofnana nema í þeim tilvikum þar sem einstaklingur er rúmliggjandi. Að öðru leyti sé skynsam- legra að hafa þetta á öðrum stað. Kópa- vogurinn fullnægði því og þar var and- rúmsloftið þess eðlis að starfsemin jókst jafnt og þétt og var orðin mjög mikil síð- asta árið. Það var jafnvel farið að ræða um stærra húsnæði," segir Margrét. Ýmislegt var gert til að vekja athygli á starfseminni, meðal annars kom ráðherra í heimsókn og allir sem talað var við tóku þessu mjög vel. „Engu að síður var þessi ákvörðun tek- in og við horfðumst bara í augu við það,“ segir Margrét. „Við erum alls ekki að vega að þeirri endurhæfingu sem fer fram ann- ars staðar. Munurinn er einfaldlega sá að í Ljósinu fer fram annars konar starfsemi, byggð á annarri hugmyndafræði, sem við teljum að skili meiri ár- angri.' Lærði að staldra við og meta lífið að nýju Margrét segir Ljósið vera ljós í tilver- unni, þar sem fólk.sé að vinna með sínar sterku hliðar og takast á við þær veiku. „Við viljum einnig vinna með allri fjöl- skyldunni, maka, systkinum, foreldrum og börnum, taka á vandamálunum í leik og starfi og fara ríkari og sterkari heim. Maður speglar sig í hinum og jafnvel þótt maður hafi sjálfur ekki orð á tilteknu vandamáli er einhver annar sem gerir það. Fólk verður að fá að tjá sig um líðan sína og tilfinningar og oft ræðir maður hluti sem maður myndi ekki einu sinni orða við krabbameinslækninn sinn hvað þá einhvern annan. Það er oft þannig að vandamál sem manni finnst óyfirstígan- legt þegar maður leggur af stað að heim- an er hlátursefni á leiðinni heim." Sjúkdómurinn hefur kennt Margréti að staldra við og meta lífið að nýju. „Ég fór aftur að taka eftir þessum litlu hlutum og atvikum sem gleymast í dagsins önn," segir hún. Spurð um viðbrögð fólks segir hún þau hafa verið mjög misjöfn. „Sumir urðu hræddir, aðrir vissu ekki hvernig ætti að koma fram við mig en flestir vildu þó bara ræða þetta á eðlilegan hátt. Efst í huga eru þó allar hlýju kveðjurnar og hvatningin sem ég fékk." Missti aldrei móðinn „Það að ég er þekkt persóna gaf mér tækifæri til að leggja mitt af mörkum til þess að auka skilning fólks á krabbameini og draga úr óttanum og fordómunum, sem er gott," segir Margrét Erfiðast fannst henni að skýra sjúk- dóminn fyrir fjölskyldu sinni án þess að skapa ótta og fylgjast með þeim sem töp- uðu í baráttunni. Sjálf missti hún aldrei vonina og fannst aldrei að lífið væri búið. Nú er Margrét að ná fullri orku og gengur vel. „Ég verð þó enn vör við að ef ég fæ bara venjulega umgangspest halda sumir að ég sé aftur orðin veik. En ég er að ná fullri orku þótt ýmislegt sé öðruvísi en áður." Nú er draumurinn um að Ljósið verði sjálfstætt félag orðinn að veruleika og Margrét er bjartsýn á framhaldið. „Við erum búin að koma forminu í lag en draumurinn er að í framtíðinni getum við gert þjónustusamning við heilbrigðis- ráðuneytið og að heilbrigðisyfirvöld líti á það sem sjálfsagðan hluta af heilbrigðis- kerfinu að byggja upp einstaklinga eftir veikindi eins og þessi." edda@dv.is Margrét Frímannsdóttir & að vonum glöð aöLjósið sé orðið að veruleika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.