Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2006, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2006, Blaðsíða 43
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 43 DEITAI ég get ekki kallað það ströggl. Miklu heldur að ég hafi ekkert verið að safna." Hefurðu samt búið þér heimili af sömu ástríðu og þú vinnur vinnuna þína? „Já, en oft með ótrúlega einföld- um og ódýrum lausnum. Ég þarf mjög lítið. Ég var að hugsa um það síðast í gærkvöldi þegar ég var að vinna í vinnustofunni minni, auðvit- að með sjónvarpið í gangi þar sem ég er alltaf að fylgjast með og fá hug- myndir að grafík, klippingum og öðru fyrir þáttinn. En þar sem ég sat þarna og horfði í kringum mig fann ég að ég þurfti ekkert meira. í þessu eina herbergi var allt sem ég þarfn- aðist, bækurnar mínar, nokkrir ein- faldir hlutir og dásamlegt málverk eftir Egil Eðvarðs sem ég er búin að eiga í mörg ár. Þetta kemur líklega mörgum á óvart sem ekki þekkja mig, þar sem ég hef undanfarin ár verið að ijalla um mjög veraldlega hluti eins og hönnunog arkitektúr. En ég hef alltaf lagt áherslu á að fjalla reglulega um það hvernig hægt sé að búa sér umhverfi á ódýran hátt og lagfæra það sem fyrir er. í dag finnst mér samt mjög gaman að eignast þessa íbúð og gera í henni alls konar tilraunir sem ég get nýtt mér fyrir þáttinn." Komin aftur heim Talandi um þáttinn. Vaia yfirgaf vini sína í þættinum Innlit/útlit á Skjá einum til að taka við nýjum þætti á nýrri sjónvarpsstöð, Vegg- fóðri á Sirkus. Nú hefur þátturinn verið færður yfir á Stöð 2 þar sem hann verður sýndur á miðvikudög- um, á undan Opruh Winfrey. Gekk þetta ekki upp á Sirkus? „Jú, það gekk ffnt, en okkur fannst bara að þátturinn ætti ffekar heima á Stöð 2. Mér þótti ofsalega skemmtí- legt að vera með í startínu á Sirkus, rétt eins og ég var með í byrjun á Stöð tvö og ffá upphatí á Skjá einum. Nú er Sirkus kominn í ákveðinn farveg og ég efast ekki um stöðin stefni í að verða mjög sterk og fi'n sjónvarpsstöð. En mér finnst líka mjög gaman að vera komin heim aftur. Stöð 2 á einmitt tuttugu ára afmæli í haust, þar sem ég byijaði með Jóni Óttari og Hans Krist- járú árið 1986. Þá var þetta miklu meiri bylting en fólk áttar sig á í dag. Þegar við hugsum til baka finnst okk- ur að þetta hafi allt verið eðlilegt og sjálfsagt, en þetta vom mikil átök. Það trúði enginn á þetta í upphafi þótt mér fyndist aldrei spurning um að þetta yrði eitt allsherjar „mega succ- sess“.“ Vala hlær hjartanlega. „Ég hef alltaf hlustað á mína innri rödd, sem hvíslar að mér: „Þetta er ævintýri, taktu þátt í því, þú hefúr engu að tapa.“ Það sama var uppi á teningn- um þegar Skjár einn byrjaði. Þá var haft samband við mig og ég beðin um að vera með í mótun stöðvarinnar og búa til þátt sem átti að fjalla um fast- eignir og eitthvað tengt þeim. Ég breytti því í þáttinn Innlit/útlit sem enn gengur á sama konsepti og nafni. Það var ekki spuming um annað en að slá til og sama var með Sirkus. Nú finnst mér eins og hringurinn sé að lokast, ég er komin aftur heim, í bili að minnsta kostí." Alltaf jafn gaman Veggfóður verður áfram með svipuðu sniði og verið hefur, en þó með meiri áherslu á stílistana. „Hálfdán verður með mér áffam en við ætíum að leggja meiri áherslu á fólkið í kringum okkur eins og Sesselju og Guðlaugu stílista, og svo verðum við með Sigurjón smið hjá Endurreisn og Valdimar málara. Þar erum við komin með stílistana og iðnaðarmennina og svo eru hjónin Gunnar Sverris og Halla Bára með tímaritið okkar svo þetta er orðinn eins konar Veggfóðursheimur sem er orðið soldið apparat." Vala ljómar þegar hún talar um þáttinn sinn og aftur fyllist ég efa- semdum. Ertu í alvöru svona áhugsöm um það nú alls ekki. Ég bara reyni að gera gott úr því sem ég hef. Ég hef náttúr- lega búið til alls konar þættí í gegnum árin eins og þáttaröð um heilbrigði og andleg málefni eins og jóga og slök- un. Þetta er brunnur sem ég get sótt í og nýtt mér. En ég hef yfirkeyrt mig oftar en einu sinni. Ég lentí einu sinni í því í miðri sjónvarpsupptöku að það leið yfir mig, sem betur fer ekki í beinni. Þegar ég var að ranka við mér heyrði ég að einhver sagði að hún þyrftí nú að fá smá slökun hún Vala. Svo fór konan að tala um að hún væri á leið á heilsudaga á Reykhólum þar sem hún yrði að nudda. Ég tók þetta strax sem skilaboð til mín og fór beinustu leið upp á skrifstofu til Palla Magg og bað um frí, sem var auðsótt. Fór svo í tvær vikur á Reyk- hóla til Sigrúnar Olsen sem var sjálf búin að ganga í gegnum krabba- meinsmeðferð og nýta sér allt sem hægt var í gegnum mataræði, önd- un, slökun og ég veit ekki hvað og hvað. Ég lærði þama margt sem hreinlega bjargaði lffi mínu. Á þess- nýtast vel dags daglega. Ég skal ein-j hvern tíma upplýsa þig um þau,“ segir hún leyndardómsfull og hlær enn. Veltir sér ekki upp úr fortíðinni Vala tók á móti nýja árinu í Los Angeles, ekki einu sinni heldur þrisvar. Hún var þar stödd með fjöl- skyldu sinni en ekki á leynilegu deiti. „Nei, ég var með dóttur minni, tengdasyni og barnabarni ásamt fleiri fjölskyldumeðlimum. Það var alveg frábært en þetta fór aðeins í rugl með áramótin. Los Angeles er þannig borg að ef maður er ekki í einhverju stóru nýárspartíi finnur maður mjög lítið fyrir áramótun- um. Við fögnuðum áramótum að íslenskum tíma, sem var um miðjan dag, horfðum svo á beina útsend- ingu frá kúlunni frægu á Times Square í New York, sem var tveimur tímum á undan LA, og fögnuðum svo á staðartíma. Þetta var alveg þetta efni? Færðu aldrei upp í kok og hugsar: Nei! Ekki fleiri eld- h úsinnréttingar? „Mér finnst þetta ofsalega ; skemmtilegt," segir hún af sannfær- ingu. „Ég fann kannski aðeins fyrir því þegar ég hættí með þáttinn á Skjá einum að ég var svolítíð búin með þetta að vera bara í innlitum. Mér fannst ég einmitt farin að skoða aftur og aftur sömu eldhúsinnrétt- ingarnar og sömu baðherbergin. Við erum náttúrlega ekki mjög mörg á ís- landi. Ég var með þáttinn í sex ár, klukkutíma í hverri viku, og þetta er í rauninni óframkvæmanlegt hveijum heilvita manni. Fólk gerir sér trúlega ekki grein fyrir hversu mikil vinna liggur að baki. En mér fannst nauð- synlegt að útvíkka þáttinn og þótt mér finnist enn mjög áhugavert að skoða hvemig fólk býr ætlum við að vera með nýjar áherslur. Eins og að fá fólk til að miðla því góða og skemmtí- lega sem það er að gera, hvort sem það er góð mataruppskrift, hugmynd eða lausn sem það lumar á. Það er þetta sem gerir starfið mitt svo of- boðslega skemmtilegt, þegar maður finnur fólk sem hefur upplifað eða skapað eitthvað áhugavert og fær svo að miðla því til annarra." Yfirlið í upptöku Þú gefur mikið af sjálfri þér í þátt- unum, er það lykilatriði fyrir vel- gengnina? „Ég held það. Þessi miðill er svo- lítið kröfuharður því þú getur ekki svo mikið blöffað í honum. Maður verður að vera ekta og ég tók mjög snemma ákvörðun um að reyna aldrei að vera eitthvað annað en ég er. Það var stundum erfitt í byrjun því fólk vissi ekki hvernig það átti að taka mér. Það þótti kannski flottara á íslandi að vera svolítíð neikvæður og töff, en það er sem betur fer að breytast." En hver er galdurinn við að líta alltaf svona vel út? „Guð, þakka þér fyrir, mér finnst „Mér finnst líka svo gaman að eiga núna tvo stróka afþví ég átti bara stelpur fyrir. Ég er óskaplega stolt afþeim og elska þau meira en allt annað í þessu lífi." um tímapunkti var ég ekkert að passa mataræðið, var orðin alltof horuð af stöðugri keyrslu og áreiti, en nú læt ég það ekki gerast lengur." Vala hefur aldrei drukkið kaffi, aldrei reykt og aldrei drukkið áfengi. „Ég væri örugglega ekki til frásagnar ef ég hefði gert það. Ég hneigist í öfgarnar og hefði trúlega misst mig í ruglið. En svo er annar þáttur mjög sterkur í mér sem er að gera ekki eins og allir hinir. Af því að allir voru að reykja í kringum mig fannst mér töff að gera það ekki. Ég hef þetta trúlega frá mömmu sem er algjör nagli. Ég hef heldur aldrei drukicið og er mjög fegin því.“ Hefur þróað eigin stíl Vala er alltaf smart og vel til höfð og hlær þegar hún er spurð hvort hún sé ekki svolítið íhaldssöm í klæðaburði. „Á íslandi er þetta kallað íhalds- semi, en ef þú horfir á erlendar sjónvarpskonur heitír það persónu- legur stíll. Við íslendingar eru svo uppteknir af því að við þurfum alltaf að vera að gera eitthvað sem er akkúrat í gangi þá stundina. Ég hef alltaf verið mjög sjálfstæð með það sem ég hef fundið að hentar mér. Sérstaklega núna. Af því ég hef svo mikið að gera í vinnunni er ég búin að búa mér til mjög þægileg- an, klassískan og að mínu mati fal- legan fataskáp sem hentar mér mjög vel.“ Og ferðu alltaf í klippingu á sama stað? „Já, en þar er alltaf nýtt fólk með mér, því ég fer í gegnum svo marg- ar kynslóðir. En ég hef fundið hvað klæðir mig og hentar mér best. Svo kann ég nokkur sjónvarpstrikk sem yndislegt," segir Vala sem hefur það ekki fyrir venju að líta um öxl á ára- mótum heldur halda sig í núinu. „Það hefur verið rauður þráður í mínu lífi að velta mér ekki upp úr því sem er liðið og sjá ekki eftir neinu. Heldur ekki að festa mig í einhverju ákveðnu mynstri. Það er mjög ríkt í mér að brjótast út úr allri stöðnun og ég hlakka alltaf til að takast á við ný verkefni á nýju ári. Það hef ég alltaf verið." Það sem skiptir þó mestu máli í lífi Völu er fjölskyldan. Hún á eina dóttur, Tinnu, með fyrrverandi eig- inmanni sínum, og fósturdótturiná Sólveigu, sem er dóttir Jóns Óttars. Þær eru báðar búsettar í útlöndum. „Tinna er að ljúka við kennara- háskólann í Kaupmannahöfn og Sólveig að ljúka sálfræðinámi í Bret- landi. Þær eiga hvor sinn strákinn sem eru augasteinar ömmu sinnar. Mér finnst ömmuhlutverkið alveg stórkostlegt," segirVala. „Ég vildi að sjálfsögðu hafa þau öll nær mér en reyni að nýta stundirnar vel þegar við erum saman. Mér finnst lfka svo gaman að eiga núna tvo stráka af því ég átti bara stelpur fyrir. Ég er óskaplega stolt af þeim og elska þafl*r meira en allt annað í þessu lífi." Við Vala erum búnar að hlæja eins og vitleysingar í þessu viðtali. Það hefði verið asnalegt að skrifa á eftir hverri setningu „segir Vala og hlær", en þannig var það. Hún er al- veg jafn hláturmild og glaðsinna og hún lítur út fyrir að vera, alveg jafn opin og einlæg og það er mannbæt- andi að vera nálægt henni. Það er nefnilega ekkert neikvætt við að vera jákvæður og horfa björtum augum á lífið og tilveruna. edda@dv.is Postulínsblómapottar - silki - fengshui munir te og tesett Opið laugardaga og sunnudag kl. 9-18 KfíiversK heilsulinð n Skeifan 3 ♦ Sími 553 8282 ♦ www.heilsudrekinn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.