Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2006, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2006, Blaðsíða 19
DV Sport LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 19 GuðjónValur semurtil 2009 Guðjón Valur Sigurðs- son, handboltamaður árs- ins 2005, hefur samþykkt nýjan samning sem tryggir veru hans hjá þýska úrvals- deildarliðinu Gum- mersbach til 2009. Guðjón Valur kom til Gummersbach síðastliðið sumar og hefur hann sleg- ið í gegn hjá þýska liðinu og er markahæsti leikmaður deildarinnar eins og stend- ur. Gummersbach hefur gengið vel á leiktíðinni og hefur tapað einungis einum leik. Alfreð Gíslason tekur við þjálfun liðsins sumarið 2007. Bjarni ekkitil Lokeren Bjami Guðjóns- son mun ekki ganga til liðs við belgíska úrvals- deildarliðið Lokeren eins og allt benti til fyrr í vik- unni. Hann hafn- aði samningstilboði Lokeren og félagið hafnaði svo gagntilboði hans. Ekki er talið ólíklegt að Bjarni komi jafnvel til íslands næsta sumar en samningur hans við Plymouth rennur út þann 30. júní næstkom- andi. Ef Bjarni klárar þann samning fær hann ekki leikheimild í íslensku deild- inni fyrr en 15. júlí, þegar tímabilið er hálfnað. Embla leikurá Ítalíu til vors Knattspyrnukonan Embla Grétarsdóttir hefur komið sér að hjá ítölsku knattspyrnufélagi og mun spila með því fram á vorið. Hún er samningsbundin KR og mun að öllu óbreyttu spila með liðinu í sumar. Félag Emblu heitir Carissa og leikur í 2. deildinni. Það er frá Napólí en Embla er unnusta Jón Arnórs Stef- ánssonar körfuboltakappa sem leikur með Carpisa í sömu borg. Miðasalan hafin Byrjað er að selja miðá á landsleik Trinídad og Tó- bagó gegn íslandi þann 28. febrúar næstkomandi. Miðaverð á leikinn er kr. 2500 fyrir fullorðna en kr. 600 fyrir börn. fslensk- um áhorfendum hefur verið úthlut- uð stúkan við austurenda vallarins, fyrir aftan annað markið, en leikurinn telst sem „heimaleikur" Tó- bagóbúa. Áhugasamir geta sett sig í samband við KSÍ vegna þessa eða leitað sér nánari upplýsinga á heima- síðu knattspyrnusam- bandsins, ksi.is Framkæmdir við nýja heimavöll Arsenal, svonefndan Emirates Stadium á As- hburton Grove, eru komnar á lokastig og loksins sér eitt fremsta knattspyrnurlið heims fram á að komast á jafnfætisgrundvöll gagnvart öðrum stærstu og bestu knattspyrnuliðum heims. Stjórinn á nýja vellinumArsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, sést hér á Emirates Stadium þegar ná- kvæmlega ár var / aðvöllurinn yrði tekinn I notkun. DV-mynd Reuters ■ 1 IJIR í 11 fj I I 1 LS í ( ''uifQjy liimMö heimavöllur Árið 2006 mun marka tímamót í sögu Arsenal en félagið flytur þá í fyrsta sinn síðan þeir fóru norður yfír Thames-ánna árið 1913. Síðan þá hafa þeir spilað á Highbury en næsta haust færir félag- ið sig inn á nýja leikvang sinn í Ashburton Grove sem er staðsett- ur í næsta nágrenni. Forráðamenn Arsenal búast við meiri inn- komu af nýja velli sínum en hjá nokkru öðru knattspyrnuliði í heiminum þegar þeir taka Emirates-leikvanginn í noktun næsta haust. Félagið er þegar búið að selja allar heiðursstúkurnar og 85% af öðrum sætum en nýi völlurinn mun taka 60 þúsund manns í sæti, það verða 150 heiðursstúkurnar á móti 48 á Hig- hbury, 8000 þúsund fleiri ársmiðar og 6700 ný úrvalssæti. Knattspyrnustjóri Arsenal, Arsene Wenger, telur ekki að Arsenal lendi í vandræðum með að fylla nýja leikvanginn sem tekur 22 þúsund fleiri en gamli Highbury. „Ég tel að við lendum ekki í vandræðum með að fylla Emirates-leikvanginn, við eigum stóran stuðningsmannahóp, 22 þúsund ársmiðahafa og miklu fleiri sem eru á biðlistum eftir mið- um,“ segir Wenger sem gerir sér grein fyrir að frammistaða hans manna inn á vellinum getur haft mikil áhrif á aðsóknina. í hópi þriggja til fjögurra rík- ustu félaga heims „Þetta mun allt snúast um okkar spilamennsku og gæði fótboltans sem Arsenal-liðið spilar. Með meiri innkomu aukast möguleikarnir á að bæta liðið þannig að þetta á eftir að vinna allt saman. Það býr margt í þessu félagi en það hefur því verið erfitt að horfa upp á að tapa 30 þús- und manns á hverjum heimaleik í samanburði við lið eins og Manchester United. Þegar allar skuldir tengdar nýja vellinum hafa verið borgaðar upp þá er ég er viss um að að Arsenal verði komið í hóp þriggja til fjögurra ríkustu félaga heims,“ sagði Wenger sem hefur stjórnað Arsenal síðan í september 1996. Geta haft hærra miðaverð Rekstrarstjórinn Keith Edelman er líka bjartsýnn með hve miklu Em- irates-leikvangurinn muni breyta fyrir Lundúnaliðið. „Ég spá því að við getum nú verið með hæstu inn- komuna af öllum knattspyrnuvöll- um í heimi. Við fáum 60 þúsund manns á hvem einasta leik, miða- verðið hjá okkur er hærra en hjá öðr- um og við bjóðum upp á fleiri úr- valssæti en nokkurt annað lið í Bret- landi," sagði Edelman en miðaverð- inu er miklu frekar haldið niðri í öðr- um löndum í Evrópu. Á Spáni em það hluthafarnir í félögunum sem hafa mikið um miðaverð að segja, það er venjan í Þýskalandi að halda miðaverði niðri og þá hefur verið mjög hörð gagnrýni á of hátt miða- verð á Ítalíu. A Bretlandi ráða félög- in sjálf hvað kostar inn á þeirra völl sem hefur þýtt stighækkandi miða- verð hjá flestum þeirra undanfarin tímabil. Innkoman fer upp um 4 milljarða Stuðningsmenn Arsenal em flestir vel sett fólk sem er tilbúið að eyða meiri pening en stuðnings- menn margra annara liða og Arsenal-menn ætla sér að nýta sér þennan fjársjóð sem þeir eiga í stuðningsfólki sínu. Talið að í stað þess að fá inn 33 milljónir punda af hverjum leik þá er talið að innkoma félagsins af hverjum leik á nýja vell- inum verði meira en 70 milljónir punda eða aukning um fjóra millj- arða íslenskra króna á hverjum leik. Arsenal-menn hafa líka skiíyrt kaup á ársmiðum fyrstu árin þannig að fólk þarf að kaupa ársmiða fyrir fjög- ur fyrstu árin og borga miðanna fyr- ir maí 2006. Með þessu gengur félag- inu betur að borga upp skuldirnar tengdum byggingu leikvallarins. Tæknilegasti völlurinn í heimi Edelmen getur ekki falið hrifn- ingu sína þegar hann lýsir nýja leik- vanginum, „Þetta verður tæknileg- ast knattspyrnuleikvangur í heimi, það verða nýtísku tölvuskilti og há- gæða sjónvarpsskjáir út um allt, eitt- hvað sem er hvergi á öðrum völlum. Þá verður aðgengi að rafmagni og tölvutengjum fyrsta flokks," segir Edelman. Bygging leikvangsins er að mestu lokið allavega hvað varðar stærstu hluti hans en framundan eru spennandi tímar þegar leikvang- urinn fer að taka á sig lokamynd og breytast úr stórum steypuklumpi í nýtískulegan leikvang. ooj@dv.is HVAÐ Á EFTIR AÐ GERA? Það er nánast búið að steypa upp allan völllnn en það á eftir að fínpússa allt svæðið, setja upp sætin, rækta upp grasið og koma fyrir öllu þeim hlutum sem eiga að gera völlinn eins glæsilegan og hann á að vera. Hér á eftir má sjá það helsta sem unnið er að á Emirates Stadium næstu mánuði. Janúar Vinna hefst við undirlag leikvallarins, að koma fyrir dreni og hitalögnum undirgrasvellinum. Febrúar Áhorfendaaðstaðan sett upp, svo sem sæti og annað sem tengist aðbúnaði áhorfenda í stúkunum. Mars Ræktun grasins á vellinum hefst og þakið er klárað. Aprd Ræktun grasins er lokið og bygging miðasölubásanna er einnig lokið. Maf Búið að setja upp öll klósettin 1003 sem eru til afnota fyrir áhorfendur. Júnf Búið að setja upp allar 100 myndavélarnar, stilla þær af og prófa þær. Júlí Nýja þúsund fermetra Arsenal- verslunin fullgerð og allir veitingarstaðirni klárir og tilbúnir að taka við 100 þúsund pöntunum á leikdegi. Ágúst Fyrsti leikur Arsenal á nýja Emirates-leikvanginum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.