Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2006, Blaðsíða 36
36 LAUCARDAGUR 21. JANÚAR 2006
Helgarblað DV
Varskotinní
rangri íbúð
Fögnuður
hins 21 árs gamla
Hectors Soto vegna
skólaútskriftar endaði
með ósköpum þegar Soto var
skotinn í höfuðið eftir útskriftar-
veisluna. Soto, sem var nokkuð
drukkinn eftir partíið, fékk far
með vinum sínum heim en þegar
hann ætlaði inn í íbúðina sína
passaði lykillinn ekki. Hann braut
þá upp hurðina en í ljós kom að
hann hafði tekið feil á íbúð og
eigandinn, sem hélt að hann væri
innbrotsþjófur, skaut hann á
staðnum. Hinn 65 ára gamli eig-
andi íbúðarinnar, sem áður starf-
aði sem ráðgjafi í ríkisfangelsi,
verður ekki ákærður fyrir drápið.
Vonda stjupan
elskaði hundana
meira en börnin
Hjón nokkur í Manteca í Kali-
forníu eru fyrir dómstólum vegna
vanrækslu á bömum mannsins,
en þau skmppu í helgarferð til
Las Vegas yfir áramótin og skildu
syni hans, fimm og níu ára, eftir
eina heima. Hundar parsins vom
hins vegar settir í fóstur.
Hjónin vom handtekin á flug-
vellinum þegar þau komu endur-
nærð úr fríinu. Amma barnanna,
sem býr í öðm fylki, hafði grun
um að ekki væri allt með felldu og
lét lögreglu vita. Þegar lögreglan
kom á staðinn vom drengirnir
sofandi, en eldur logaði á
gaseldavél. Hjónin hafa verið
kærð fyrir vítaverða vanrækslu en
drengirnir dvelja nú hjá ömmu
sinni.
Þeir sögðu í viðtali að pabbi
þeirra og stjúpmóðir hefðu gefið
hvort öðm hvolpa í jólagjöf, en
þeim hefði verið komið fyrir.
„Þau elska þá örugglega meira en
okkur," sagði Joshua, fimm ára.
Berst geqn
barnagiftingum
Brandon Balch, faðir sem er
búsetur á Boynton Beach á Flór-
ída, berst nú hatrammrlega fyrir
því að fá breytt lögum á Flórída
og í Georgfu sem leyfa börnum að
giftast án samþykkis foreldra
sinna, það er ef brúðurin er
þunguð.
Balch segist ekki hafa verið
viðstaddur brúðkaup dóttur sinn-
ar sem var 13 ára þegar hún gekk
að eiga 14 ára kærastann sinn í
Georgíu á síðasta ári. Balch segir
fyrrverandi eiginkonu sína, sem
býr með dóttur þeirra í Alabama,
hafa notað þessa glufu í
lögunum til að binda í
enda á forræðisdeilu
foreldranna. „Þetta er
hræðilegt," segir Balch,
„dóttir mín hefur verið
svikin um æsku sfna.”
Móðirin segir að
dóttirin hafi misst
fóstrið skömmu eftir
giftinguna, en hjóna-
bandið er gilt eftir
sem áður og for-
ræðisdeilan úr
sögunni.
Fred Jablin Varskotinn af
fyrrverandi eiginkonu sinni
á meðan börnin sváfu.
Svona á ekki aö myrða
eiyinmann sinn
í myrkvuðu herbergi situr mið-
aldra kona og pantar hárkollur í
netbúð. „Hvernig villtu borga?"
spyr tölvan. Konan slær inn númer
á kreditkroti fyrrverandi kærasta
Heimilið Þarna bjuggu Piper og Fred og
þarna lauk lifi Freds.
Þetta var í október árið 2004 og
konan við tölvuna var Piper
Rountree. Þessi pöntun virkaði
sakleysisleg en í raun og veru var
hún hluti af morðáætlun. Piper átti
að baki farsælan feril sem lögmað-
ur og hún ætlaði sér að myrða fyrr-
verandi eiginmann sinn. Hún
hafði gert snjalla áætlun, sótt nám-
skeið í meðferð skotvopna og
pantað hótelherbergi undir dul-
nefni nærri heimili fyrrverandi eig-
inmanns síns. Þegar hún pantaði
sér flugfar gerði stúlkan í miðasöl-
unni athugasemd við að kortið
hennar væri skráð á karlmann.
Piper útskýrði að það væri í eigu
unnusta síns og kynnti sig sem
Tinu Rountree sem var nafn systur
hennar. „Það er sætt nafn," sagði
stúlkan í miðasölunni og ætlaði að
hleypa henni í gegn. „Það var eitt
enn," sagði Piper þá. „Ég þarf að
tékka inn byssu. Hún er í eigu föð-
ur míns."
Starfsmenn flugvallarins gengu
úr skugga um að hún væri óhlaðin
og hleyptu henni í gegn.
Það hlakkaði í Piper, hún hafði
komist í gegn án þess að þekkjast
enda hafði hún dulbúið sig af mik-
illi kostgæfni.
Sakamál
Óstöðug í lund
í langan tíma hafði Piper ekki
hugsað um annað en að myrða
fyrrverandi eiginmann sinn Fred
Jablin. Þegar þau kynntust í byrjun
níunda áratugarins var hún að
ljúka laganámi við Háskólann í
Austin í Texasfýlki. Þá var hann
þegar orðinn prófessor í skipulags-
fræðum og átti hann eftir að skapa
sér gott orð sem slíkur.
Hann hreifst af þessari ungu,
greindu stúlklu og árið 1983 gengu
þau í hjónaband. Piper var þá 23
ára en Fred 31 árs. Þau eignuðust
þrjú börn og vegnaði vel í starfi en
fljótlega kom í ljós að Piper hafði
mjög óstöðugt lundemi.
Erfiður skilnaður
Hún hringdi oft á skrifstofu
hans í háskólanum þar sem hann
kenndi og skildi eftir móðursýkis-
leg skilaboð sem flest vom á þá leið
að hún ætlaði að skilja við hann.
Hún naut sín ekki í móðurhlut-
verkinu og frami eiginmannsins
virtist fara í taugarnar á henni. Þeg-
ar hjónin fluttust búferlum vegna
starfs Freds þykknaði enn í Piper
og hún byrjaði að halda framhjá
með kvæntum lækni. Þegar eigin-
maður hennar komst að hliðar-
spori eiginkonunnar heimtaði
hann skilnað. Piper varð miður sín
og ekki skánaði það þegar ástmað-
ur hennar neitaði að yfirgefa eigin-
konu sína fyrir hana
og þegar dómari úr-
skurðaði að Fred
fengi forræði yfir
börnunum þeirra
auk þess sem hann
gerði henni að borga
háar meðlags-
greiðslur.
Skaut föðurinn
meðan börnin
sváfu
Bitur og buguð
flutti Piper til Tinu
systur sinnar í Virg-
imu. Hún var óra-
fjarri börnum sínum
og hafði takmarkaðri
réttindi til að stunda lög þar heldur
en í Texas. Þunglyndi hennar
ágerðist dag ffá degi og meðlags-
greiðslurnar íþyngdu henni. Árið
2003 var hún úrskurðuð gjaldþrota.
Það var breytt kona sem flaug
frá Virginíu til Houston til að drepa
eiginmann sinn. Ljósa hárkollan
sem hún setti upp hjálpaði henni
ekki aðeins við að dulbúa sig held-
ur líka við að skilja við hluta af per-
sónu sinni.
Að morgni 28. október 2004 fór
Fred Jablin út úr húsinu sem hann
deildi eitt sinn með konu sinni til
að sækja dagblaðið. Þeirri ferð
sinni lauk hann þó aldrei þar sem
fyrrverandi eiginkona hans skaut
hann í höfuðið. Þegar lögregluna
bar að garði voru börn þeirra enn
sofandi. Grunlaus um það sem
hafði gengið á milli foreldra þeirra.
Áætlunin bregst
Rannsóknarlögreglumenn átt-
uðu sig fljótlega á því að þeir sem
þekktu til fjölskyldunnar grunuðu
Piper um verknaðinn. Þegar far-
þegalistar vom kannaðir kom þó í
ljós að engin með hennar nafni
hafði flogið til fylkisins á þessum
tíma. Aftur á móti tóku lögreglu-
þjónamir eftir því að systir hennar
virtist hafa verið á ferðinni. Piper
komst óséð út af flugvellinum þrátt
fyrir tafir og var komin svo snemma
í vinnuna að hún þótti hafa ömgga
fjarvistarsönnun.
Það tók laganna verði þó ekki
langan tíma til að rekja kortanúmer-
ið til fýrrverandi kærasta hennar
auk þess sem stúlkan í miðasölunni
mundi vel eftir því að þangað hafði
komið kona með eftimafnið
Rountree sem tékkað hafði inn
byssu.
Piper Rountree Var farsæll lögfræðingur
en það nægði henni ekki.
Systirin hiö raunverulega
fórnarlamb
Piper Rountree var þrautþjálf-
aður lögfræðingur en það breytti
því ekki að henni varð fátt um svör
þegar hún var yfirheyrð í réttarsöl-
um. Hún hélt því fram að hún
hefði ætlað gefa krabbameinssjúk-
lingum hárkolluna og hún hefði
langt því frá verið á ferðinni í Texas
þegar Fred var drepinn. Sími
hennar sýndi þó annað og það tók
kviðdóminn aðeins klukkutíma að
komast að niðurstöðu um sekt
Líkaði móðurhlutverkið ill Piperllkaði
frami eiginmannsins illa.
hennar. Hún á von á reynslulausn
árið 2020.
Piper heldur sakleysi sínu enn
fram. Tina systir hennar segir hana
hið raunverulega fórnarlamb í
þessu máli. Málin hafi þróast á
þennan veg eftir að börnin voru
dæmd af henni og meðlagsgreiðsl-
urnar komu henni í þrot.
Piper Rountree átti farsælan feril sem lögmaður og eiginmaður hennar Fred
Jablin var vinsæll háskólaprófessor. Þetta nægði Piper þó ekki. Hún eignaðist
ástmann en þegar upp komst um sambandið skildi Fred við hana og dómari úr-
skurðaði honum forræði yfir börnunum. Söknuðurinn og meðlagsgreiðslurnar
voru að sliga Piper og að lokum ákvað hún að grípa til sinna eigin ráða.