Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2006, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2006, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 45 Fréttir Lesendur Concorde tekur á loft Þennan dag fyrir 30 árum síðan hófst nýr kafli í flugsögunni þegar Concorde-þotur hófu farþegaflug. Á sama tíma hófu tvær þotur sig á loft, annars vegar frá Heathrow-flugvelli í London og einnig frá Orly í París. London-vélin fór til Barein í Persaflóa og frá París var flogið til Rio de Janeiro með millilendingu í Senegal á vesturströnd Afríku. Á leiðum sínum ferðuðust þoturnar á yfir 2000 km hraða - töluvert yfir hljóðmúrnum. Þetta var í fyrsta sinn í sögunni sem farþegar flugfélaga gátu ferðast hraðar en á hljóðhraða. Verð farmiða með Concorde var ein- ungis 3.900 dollarar árið 1980 þegar elds- neytisverð var í lág- marki, en fór upp í um 600 þúsund krónur - 9.000 dali fram og til baka frá París til New York árið 2000. Þrátt fyrir að bæði Bandarfkjamenn og Rússar hafi svarað Concorde-þotu- tækninni að ein- hverju leyti gáfust báðir aðilar upp fyrir Concorde Tvær þotur hófu sig á ioft fyrirþrjátíu árum, frá London og París. í daq árið 1918 mældist mesta frost fyrr og síðar í Reykjavík, -24,5°C. Veturinn var í heild sinni kallaður Frostaveturinn mikli. yfirburðum Concorde. Enn hefur ekki verið framleidd önnur hljóðfrá þota þrátt fyrir að nokkrar hafi verið á teikniborðinu. Fyrsta slys Concor- de varð einnig hið síðasta, þegar all- ir farþegar, 109 að tölu, fórust með^ flugvél Air France í París 25. júlí 2000. Slysið markaði loka- daga flugvélanna. Síðasta ferð Concorde með farþega var farin 24. október árið 2003. Úr bloggheimum „Ég er venjulega 12 mínúturá leiðinni en seinustu daga er þetta að ná upp í 50 mín- útur. Búin að missa af 1. tíma 3 daga í röð. Ég grætþennan tíma samt ekki. Enda nýti ég hann í þarfa hluti. Ég þjálfa röddina og syng hástöfum og dreifi huganum og hugsa um gamla tíma. Þessi tími er reyndar alveg nauðsyn- legur til að endurnærast. Ég gæti vel hugsað mérað búa LA og vera 3 tíma á leiðinni í skóiann, þá væri ég komin á 5. stig í söng." Anna Kristín Pálsdóttir - blog.central.is/akp „Rokk, Techno, Trance, Drum n'Bass og Hip-Hop er málið í tónlistinni finnst mér, samt aðal- lega Rokk sko en hvað fílið þið að- allega annars? Mig langr líka að tala um hvað tón- list í útvarpinu er mikið drasl og sellout kjaftæði. Þegar maður kveikir áút- varpinu og setur á t.d. X-ið eða hvað þá FM957 ojjj eða eitthvað þá snýst ekki lengur um að gera góða tónlist sem fólk er að hlusta á...“ Steinar Arason Ólafsson - blog.central.is/gommarar „Reyndar eitt búið að bætast við dagskrána mína. Það er undirbúningur minn fyririnn- tökuprófið í leiklistarskólann sem er einhvern tím- ann í mars. Er með 4 handrit sem ég er að sökkva mér oníþessa dagana. Mikill lestur og athygli sem fer íþað. Er reyndar búinn með eitt þeirra. Þá eru bara 3 eftir ef reikningurinn er ekkiað svíkja mig." Pétur Rúnar Heimisson - blog.central.is/permanett Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. Skörin fserist upp í bekkinn J.M.G skrifar: Oft hefur verið sótt að þeim blöð- um sem seinna urðu DV. Oft var sótt að Vísi sem var kallað „heildsala- blaöið" og oft var veist að Dag- blaðinu í upphafi. Nú færist skörin upp í bekk- inn með ofsóknunum gegn DV. Nú þarf alþýða borgarinnar að standa fast með blaði sínu svo Vísir Bréfritari segir forvera DV einnig hafa orðið fyrir ofsóknum. T/ÍSIR W hún búi ekki eingöngu við blöð Nesj amennskunnar. Nýir ritstjórar lofa góðu. Allir vita að Jónas Kristjánsson er afburða- Lesendur blaðamaður en hann áttaði sig ef til vill ekki á tímanum. Fólkið þarf að svara fyrir blað sitt með því að standa fast með því, kaupa það og auglýsa í því. ■ Jmír jettif Vann ekki með Jezorski Það leiðréttist hér með undirritaður hefur aldrei ver- ið og mun aldrei vera samstarfs- félagi fasteigna- salans Franz Jezorski, eins og ranglega er sagt frá í DV í dag. Undirritaður hef- ur aldrei hitt manmnn - ein- ungis talað við hann einu sinni í síma þegar Franz hringdi í síma und- irritaðs daginn eftir að desember- grein undirrit- aðs birtist í Sunnlenska, líkt og kemur fram í blaða- grein undirritaðs í Sunnlenska sl. miðvikudag, þann 18. janúar. Hins vegar leitaði samstarfsaðili Franz Jezorski, Friðbert Friðbertsson, á teiknistofu undir- ritaðs með beiðni um hönnun á deiliskipulagi yfir svokölluðu „Miðjusvæði" Sel- foss. Undirritaður vann á tímabili að skipulaginu, en hætti við að fást við verkefnið eft- ir að hafa sett sig inn í það og komist að raun um að ekki væri faglegur grunnur fyrir verkefninu - og um algjörlega markalausa viðskiptaaðila að ræða. Páll Björgvinsson Aldrei verið samstarfs- maður Franz Jezorski. Tekið skal fram að undirritaður hefur ekki ennþá fengið krónu greidda fyrir ofangreinda vinnu við umrætt skipulag. Páll Björgvmsson, arkitekt & byggingarmeistari. Svava Sigbertsdóttir Émgk átti erfiða för afturtil London. • Ballerínan segir Fórtíusinnum að gráta Það var virkilega einkennilegt sem kom fyrir mig þegar ég fór aftur - - út í síðustu viku. Byrjaði að fá heim- þrána áður en ég yfitgaf landið. Daginn sem ég fór í flug skutlaði ég dóttur minni í skólann um morgun- inn og grét allan tímann. Hún varð of sein inn í tíma af því að ég gat ekki hætt að faðma hana. Á endanum þurfti kennarinn að koma og taka hana af mér. Náði að taka mig saman í andlitinu augna- blik en aumingjaskapurinn byijaði svo afitur er ég kom við í vinnunni til að kveðja afla. Og svo aftur er ég veifaði mömmu bless upp á Kefla- vflcurflugvelli. Vissi ekki einu sinni að ég hefði það f mér að vera svona mikill vælukjói. Jæja, flaug svo yfir. Kom út og er ég klaufaðist við að ná ferðatösk- unni minni af bandinu sá ég að íifl- in sem ferma vélina höfðu brotið hana þannig að hún var föst í lás. Svo ég þurfti að fara að þjónustu- borðinu og tala við bitrustu kellingu í Bretlandi. „Til að fá nýja tösku þarftu að fylla út þetta og þetta og fara þangað og sýna mér þetta og þetta og bla, bla..." Eftir að hún sýndi mér þúsund eyðublöð sagði ég við hana að ég gæti ekki staðið í þessu, að ég vildi bara innihaldið. Svo hún sveiflar upp jámklippum jafn stómm henni*^, sjálfri og klippir töskuna mína í tvennt. Ég labba í lestina og bölva helv... feitukellingunni allaleiðina. Einum og hálfúm tíma seinna er ég loksins komin í mitt hverfi, kem út úr lestinni og er að springa af til- hlökkun yfir því að geta loksins fengið mér sígarettu. Um leið og ég tek upp pakkann minn kemur hóp- ur af hvítu unglingsmsli hiaupandi ffam hjá mér, rífúr pakkann úr höndunum á mér og einn hrópar: „Velkomin til London!" Og þá grét ég aftur. Tíunda skiptið þann dag. o\ ■ Birgir Nielsen Barði húðir en selur nú veiðistangir um 1 Maður dagsins allan heim. Trommari sem hannar veiðistangir „Ég er uppalinn í Fellunum og þar fékk máður sprautuna frá pabba, enda stutt í Elliðavatnið," segir Birgir Nielsen spurður að því hvernig veiðimennskan hélt inn- reið í líf hans. Hánn er hvað þekkt- astur fyrir að berja húðir í hljóm- sveitinni Land og synir en hefur undanfarið staðið að hönnun og framleiðslu á nýrri tegund flugu- veiðistanga. Aðspurður um við- brögð markaðarins við nýju stöng- inni segir Birgir það vera ævintýri líkast. „Þetta er samstarfsverkefni okk- arhjáNielsen Group, pabba, bróð- ur míns Sigurðar og svo Vilhjálms Magnússonar. Við komum með reynsluna frá íslandi og okkar menn í Kína eru með sína tækni- kunnáttu. Saman gerir þetta alveg frábæra heild sem svínvirkar," seg- ir Birgir, enda hefur stöngin verið valin ein af bestu stöngum ársins af virtu veiðitímariti. „Ég hef verið við veiðar alveg frá því ég man eftir mér, enda er ég nokkurs konar Mini-Me af pabba. Hann var í tónlist og veiði og ég hef erft það frá honum. Fimm ára gamall veiddi ég minn fyrsta fisk, í Elliðavatninu auðvitað. Það var myndarleg bleikja sem var síðan reykt og borðuð með brauði. Það er ekkert sem toppar það.“ „Ég var nördinn sem hnýtti flugur á veturna og var uppi um allar sveitir að veiða með pabba á sumrin. Ég kynntist því ekkert úti- hátíðum og þess háttar dæmum fyrr en ég fór að spila á trommurn- ar,“ segir Birgir „Ég var nördinn sem hnýttí fíugur á vet- urna og var uppi um allar sveitir að veiða meðpabbaá sumrin.u sem telur sig vera sveitakarl innst inni. Hann hefur nýlega reist sér hús á Selfossi sem hann segir vera draumastað - sveitablöndu - eins og hann orðar það. irnir er fæddur oq uppalinn í Reykjavík, Fellahverfinu nánar tiltekið. Hann er onur h ónanna efameyjar Guðmundsdóttur og Þórs Nielsen Birgir er mennt- ðurtónlistarkennari frá F(H og hefur starfað sem tromman fra ig ara a dri. lann starfar nú meö félögum sínum (Nielsen Group við að hanna og selja eiðistangir._____________________________________________________________
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.