Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2006, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2006, Blaðsíða 16
7 6 LAUGADAGUR 21. JANÚAR 2006 Sport DV Walcotttil Arsenal Theo Walcott sem er 16 ára var í gær keyptur til Arsenal frá 1. deildarliði South- ampton fyrir 12,5 milljónir punda. Er það hæsta upp- hæð sem greidd hefur verið fyrir 16 ára táning í sögu bresku knattspyrnunnar. Arsenal mun í fýrstu greiða fimm milljónir punda fyrir pilt en greiðir meira eftir því sem hann eldist og spilar meira fyrir félagið. „Ég er mjög ánægður með að hafa sam- ið við Arsenal," sagði Wal- cott í gær. „Ég hef dáðst að félaginu í langan tíma." DavíðÞórtil reynslu hjá Lokeren Davíð Þór Viðars- son hélt í morgun utan til Belgíu þar sem hann mun æfa með úrvals- deildarliðinu Lok- eren. Bróðir hans, Arnar, lék með Lok- eren í á níunda ár en gekk til liðs við hol- lenska liðið Twente FC fyrir skömmu. Áður en hann fór benti hann for- ráðamönnum liðsins á Dav- íð og vilja þeir nú fá hann til reynslu. „Eg þekki þetta fé- lag út og inn enda oft farið og heimsótt Arnar þegar hann var hjá félaginu. Mér líst mjög vel á að æfa með þeim og hlakka til.“ Riise fram- lengirtil 2009 John Arne Riise hefur skrifað undir nýj- an samning við Liverpool sem tryggir veru hans hjá félaginu út leiktíðina árið 2009. Hann er nú á fimmtu leiktíð sinni hjá félaginu og á að baki 235 leiki með því en hann hefur skor- að 23 mörk fyrir félagið. „Hann er leikmaður sem leggur sig fram, er fagmað- ur fram í fingurgóma og er skapgóður. Viðhorf hans er fyrsta flokks. Hann æfir vel og leggur mikið á sig á hverjum degi," sagði Rafael Benitez, knattspyrnustjóri liðsins, um leikmanninn. Hamar/Sel- foss dæmdur sigur Dómstóll KKÍ dæmdi í gær Hamar/Sel- foss 20-0 sigur gegn Keflavík í Iceland Ex- press-deild karla í körfu- bolta þar sem Keflavík tefldi fram ólöglegum leik- manni í leiknum en Kefla- vík vann hann 88-77. Guð- jón Skúlason, leikmaður Keflavíkur, var á leikskýrslu, en hann hafði ekki fengið leikheimild þegar leikurinn átti að fara fram en honum hafði verið frestað vegna þátttöku Keflavíkur f Evr- ópukeppninni. Valur Ingimundarson er búinn að sjóða saman sterkt lið hjá Skallagrími og með sannfærandi sigrum á Keflavík og Njarðvík hafa Borgnesingar sýnt að þeir geta farið langt í vetur. Valur segir sína menn halda sig á jörðinni en ætla sér að ná heimavallarrétti í úrslitakeppninni. Skallagrímsmenn tefla5 fram sterkum banda- rískum miðherja: Enginn ræðurviö Byrd inni í teig „Við erum með gott lið og ef við ætlum okkur að gera hlutina, þá getum við það alveg," segir Valur Ingimundarson, þjálfari Skalla- gríms í Iceland Express-deild karla í körfubolta, en Borgnesingar hafa unnið bæði Reykjanesbæjarliðin, Njarðvík og Keflavík, með samtals 28 stigum í síðustu tveimur leikjum og hafa nú unnið 8 af síðustu 10 deildarleikjum sínum. Skallagrímsliðið er líklegt til að hrista svolítið upp í toppbaráttunni með sama áframhaldi en næsti deildarleikur liðsins er einmitt gegn KR, eina liðinu sem hefur tekið með sér stig af Borgarnesinu í vetur. Það er líklega hvergi meiri körfu- boltastemning þessa dagana en í Borgamesi. Iþróttahús bæjarins er troðfullt á hverjum heimaleik, Skalla- grímsliðið hefur unnið sjö síðustu heimaleiki sína og saman hafa leik- menn og stuðningsmenn Skallagríms gert Borganesið að einum allra sterk- asta heimavelli landsins. „Það er hvergi betri stemning á leikjum en í Borgamesi og það var frábær skemmtun að vera á þessum heima- leikjum gegn Keflavík og Njarðvík. Fullt hús og fólkið tók virkilega þátt í leiknum og allir höfðu gaman af þessu. Stuðningsmennirnir em alveg sjötti og sjöundi maður hjá okkur," segir Valur sem finnst mjög gott að starfa í Borgamesi og heimamenn ættu líka að vera ánægðir með hans framlag. Gömlu frasarnir virka „Þetta er allt á góðri leið hjá okkur eins og staðan er í dag. f dag emm við með betri liðunum í deildinni. Við höfum unnið sannfærandi sigra á móti Keflavík og Njarðvík en við vit- um að við emm búnir að hafa mikið fyrir því og höfum verið að uppskera eins og við sáðum. Þetta er bara spuming um þessa gömlu frasa, að halda okkur á jörðinni og taka einn leik fyrir í einu. Það er nú bara þannig að þessir gömlu frasar virka," segir Valur sem ætú að vita um hvað málið snýst enda á hann að baki 400 leiki sem leikmaður í úrvalsdeild og sigur- inn á Keflavík á fimmtudagskvöídið var hans 233. sigur í 390 leikjum sem þjálfari í bæði deildar- og úrslita- keppni. Engin heppni í gangi „Við emm að stefria að því að ná heimavallarrétti í úrslitakeppninni en það em náttúrulega mjög sterk lið fyr- ir ofan okkur, Suðumesjaliðin þtjú og KR. Við eigum síðan möguleika á að komast í undanúrslitin í bikamum því við spilum við Þór í Borgamesi á sunnudagskvöldið. Það hefur gengið mjög vel upp á síðkastið en við erum með mjög gott lið og þetta er engin heppni sem er í gangi. öll þessi lið fyr- ir ofan okkur em samt gríðarlega sterk en við emm að reyna að skríða upp í sama klassa og þau," segir Valur Frábær stemning á pöllunum Það eralltafvelmættáheimaleiki Skallagrlms í körfuboltanum. og bæúr við: „Við emm búnir að vinna 10 af síðustu 12 leikjum og þessir tveir leikir sem við höfum tap- að á þessum tima em leikir sem við höfum hent frá okkur," segir Valur en Skallagrímur tapaði með einu stigi á móú Snæfelli í Hólminum og með 3 stigum gegn Grindavík í Röstinni en í báðum leikjunum var Skallagrímslið- ið með 10 stiga forskot á tímabili. Byrd ekki árennilegur „Georg Byrd var að spila sinn besta leik í sókn á móti Keflavík og hann er að taka um 18 fráköst að meðaltali í leik og við notum hann mikið inni í teig. Það er ekkert árenni- legt fyrir leikmenn að vaða inn á móti honum," segir Valur um bandaríska miðherjann sinn, George Byrd, sem hefur skorað 17,4 stig og tekið 18,1 fráköst að meðaltali í vetur. George Byrd kom til Skallagríms í fyrra en hóf ekki þetta tímabil heldur kom til liðs- ins í nóvember þegar Skallagríms- menn ákváðu að skipta um banda- ríska leikmann sinn. Von á góðum körfuboltamönnum Valur þjálfaði Skallagrím í 1. deild- inni veturinn 2003-04 og kom liðinu upp í úrvalsdeild aftur. Liðið fór síðan inn í úrslitakeppni á fyrsta ári í úrvals- deild í fyrra og hann er nú á leiðinni að búa tíl mjög sterkt lið sem er líklegt til afreka í vetur. „Maður verður að fá tíma með öll lið. Ég var í 11 ár á Króknum, sem var fínn tími. Ég var líka í 11 ár í Njarðvík og nú er maður á fjórða ári í Bogranesi og á því sjö ár eftir," segir Valur að lokum í léttum tón en hann segir að það sé unnið mjög gott körfuboltastarf í bænum og það sé von á góðum körfubolta- mönnum upp úr yngri flokkum fé- lagsins. ooj@dv.is Skifaboð til „sinna manna" ValurIngimundar- son hefur stjórnað sfnum lið um 233 sinnum tilsigurs! deild og úrslitakeppni úrvals deildar karla I körfubolta ——uwut lawu ua- bærlega með Skallagrími að undan- fömu í Iceland Express-deild karla f körfubolta og á mikinn þátt í því aö liöið hefur unnið þijá stðustu leiki | sína í deildinni á sannferandi hátt Byrd er með 24 stig, 16,7 fiáköst og j 63% skotnýtingu í þessum sigrum á j Fjölni (+18), Njarðvík (+18) og , Keflavfk (+10) og andstasðingar j þeirra þurfa að í framhaldinu að huga að því hvemig þeir eigi að stoppa þennan 203 sm háa og 130 j kg þunga miðherja. „Það er enginn eins og Byrd sem er mjög stetkur inni í teig og I hann er að komast í betra form. ; Hann var háifiyðgaður þegar liann | kom f vetur því hann hafði þá ekki spilað í langan tíma. Hann er allur að koma til, skotnýtingin er að batna," segir Valur Ingimund- arson, þjálfari Skallagrfms um sinnmannsemvar með 43,8% skotnýt- ingu í nóvember, 48,9% skomýtingu í desember og er rni með 58,1% skotnýtingu í janúar. Óstöðvandiísíöustu leikjum George Byrd hefur skorað 24 stig og tekið 16,7 fráköst aö meðaltali I slðustu þrem- ur ieikjum Skallagrims.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.