Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2006, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2006, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 21.JANÚAR 2006 Helgarblað DV ÞARF AÐ „Eftir því sem fjölmiðl- arnir breytast finnst mér erfiðara að deita á íslandi. Sumir menn eru ekki tilbúnir að vera í því kastljósi sem fylgir mér vegna vinnunnar svo þá er bara betra að hittast í útlöndum." þekkja sjálfan sig en ekki að afneita einhverjum þætti í lífi sínu. Ég hef til dæmis upplifað að vera miklu meira einmana í sambandi en þegar ég hef verið ein þó að ég hafi líka upplifað að vera einmana ein. Ég held að konur velji oft að vera einhleypar á íslandi af því þær eru sjálfstæðar og sjá ekki ástæðu til að hanga í vondum sam- böndum, bara til að vera í sambandi. Það dettur mér heldur ekki í hug." En hvemig er að vera Oott, ein- hleyp og fræg á íslandi? Rignir ekki yfir þig tiiboðum ? „Jú, ég þarf alltaf að vera að beija frá mér karlmennina. Nei, nei, þetta er ekkert þannig. Ég hef hins vegar valið undanfarið að deita frekar menn í útlöndum." - íslenska menn? „Já. Eftir því sem fjölmiðlamir „Það er engin ein týpa. Það er svo skrýtið að maður hittir einhvern og allt í einu fer hjartað af stað. Maður verður svona eins og tólf ára og fer að bulla einhverja vitleysu og fer svo allur í steik. Það er samt voða gott. Það sýnir að maður er í fullu fjöri og á Kfi. Það er bara ekki mikill tími fyr- ir þetta í mínu lífi þessa dagana. Ég er að berjast við annað vandamál sem er vinnufíkn. Sú fíkn getur verið ákaflega lýjandi og tekið frá manni mikla orku þótt hún sé auðvitað hagstæð fyrir vinnuveitendurna. Vinkonur mínar segja að eina leiðin til að draga mig út sé að ná mér beint eftir vinnu. Ef þær sleppi mér heim sé ekki hægt að toga mig út aft- ur,“ segir Vala hlæjandi. „Eg verð kannski að fara að gera eitthvað í þessu." Þarf lítið til að líða vel Vala, sem er arkitekt að mennt og hefur mikinn áhuga á húsum og heimilum, eignaðist þó ekki sitt eig- ið húsnæði fyrr en fyrir nokkrum árum. Fram að því hafði hún verið á leigumarkaði. Hefur hún þurft að ströggla fjárhagslega í gegnum í tíð- ina? „Nei, ekki beint ströggla. Ég hef hins vegar alltaf verið bóhem í mér og aldrei haft áhuga á peningum og aldrei verið innstillt á veraldlegt kapphlaup. Ég bjó mörg ár í útlönd- um og fann lengi vel enga þörf hjá mér til að festa mig í steypu. En nei, Þaö er ekki ofmælt aö Vala Matt sé þjóðareign, allir þekkja hana og allir hafa skoðun á henni. Hún fór um langt skeiö ekki varhluta af gagnrýni fyrir aö vera of opin og einlæg en hún tók þaö ekki nærri sér heldur fannst þaö frekar umhugsunarefni, hvað það væri sem gerði heila þjóð svo óörugga gagnvart ein- lægum og glööum einstaklingum. Nú stendur Vala enn á tímamótum því hún er á leið með þáttinn sinn Veggfóður af Sirkus yfir á Stöð 2. Henni finnst eigin- lega að nú sé hringnum lokað og hún komin heim. '•'Gx&te Hún er komin á undan mér niður á Hótel Borg og er sjálfri sér lík þar sem hún situr, glæsileg og björt yfir- litum en niðursokkin í vinnu. Það sér ekki í auðan dfl á borðinu fyrir plöggum og minnisblöðum og varla pláss fyrir súpudiskinn. Vala er nefnilega vinnufíkill. Hún tekur saman plöggin þegar ég kem og stendur brosandi upp og kyssir mig. Samt þekki ég Völu ekk- ert persónulega. Hún er bara svona. Hún er búin að samþykkja þetta við- tal og þá gerir hún það heilshugar. Ég faðma hana á móti og finn hvað hún hefur góða nærveru og hvað það er auðvelt að þykja vænt um hana. Samt hef ég örugglega ein- hvern tíma efast eins og hálf þjóðin um að gleðin hennar sé ekta. Eða bara allt í lagi með hana. Hún hlýtur stundum að vera í vondu skapi og eiga skítadaga. Vala skellihlær og segist að sjálf- sögðu vera mannleg og eiga sínar vondu stundir. „Ef það væri ekki væri ég ekki mjög áhugaverð manneskja. Það lenda allir í einhverjum erfiðleikum í lífinu, en ég hef alltaf verið mjög dugleg að leita leiða út úr mínum erfiðleikum á sem jákvæðastan hátt. Stundum gengur það og stundum ekki. Á tímabili fór ég til dæmis reglulega til sálfræðings af því mér fannst ástarmálin mín svo erfíð. Ég var í samböndum við karlmenn sem voru oft mjög flókin og ég vildi skoða með sálfræðingnum hvers vegna ég leitaði í þessi átök. En það má ekki gleyma að það þarf tvo til og ég hef örugglega ekki alltaf verið auðveld. Þetta var mjög spennandi, því um leið var ég að skoða sjálfa mig og lærði að skilja sjálfa mig betur." c Deitar í útlöndum Þessa stundina býr Vala ein svo það liggur beinast við að spyrja hvort hún hafi orðið afhuga karlmönnum eftir alla sálfræðivinnuna. Hún hlær hjartanlega og hristir höfuðið. „Nei. Það er nú eitthvað annað. Þetta snerist bara um að læra að breytast finnst mér erfiðara að deita á íslandi. Sumir menn eru ekki tilbúnir að vera í því kastljósi sem fylgir mér vegna vinnunnar svo þá er bara betra að hittast í útlöndum. Fer það illa með nýtt samband að verða umfjöllunarefhi offljótt? „Já, það getur verið heilmikið álag á sambandið. Hér er jafnvel verið að slá því upp í fréttum hver fer út að borða með hveijum. Þá er þetta orðið svoh'tið erfitt," segir Vala og kímir, en skellir svo upp úr. „Ekki að þetta sé neitt stórmál. Fyrir noklcrum árum var ég í fjarbúð með manni og það gekk af því enginn vissi af því nema nánustu vinir ogfjöl- skyldan. Ég er þó ekki viss um að ég kæmist upp með það núna." Alltaf að hitta spennandi menn En hvemig er markaðurirm og hvað heillar þigífari karlmanna? „Markaðurinn," segir Vala hugs- andi. „Ég er nú ekki mikið á ferðinni en ég held hann sé bara ágætur. Mér finnst ég alltaf vera að hitta einhverja spennandi menn sem ég verð skotin í, ég gæú sennilega talið upp þrjá eða fjóra hér og nú." Ég þori ekki fyrir mitt litla líf að fara fram á nöfn en hvemig týpur höfða til Völu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.