Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2006, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2006, Blaðsíða 22
Haukur Þorvaldsson greindist með sjaldgæft og ólæknandi krabbamein fyrir ári síðan. Oft myndar fólk með ákveðnar teg- undir krabbameins hópa þar sem það getur veitt hvert öðru stuðning og miðlað reynslu sinni en vegna þess hve Haukur var með sjaldgæfan sjúkdóm átti hann í fá hús að venda. Þar til hann kynntist Ljós- inu þar sem krabbameins- greindir og aðstandendur þeirra geta leitað óháð því meini sem þá hrjáir. Tilkynnt um meinið símleiðis Haukur er myndarlegur og hraustlegur maður, lítur hreint ekki út fyrir að eiga við veikindi að stríða. Honum vegnaði vel í starfi sínu en neyddist til að hætta að vinna eftir að veikindin komu í ljós. „Það var auð- vitað áfall að þurfa að hætta að vinna enda hafði ég alltaf viljað vera á fullu. Konan mín hvatti mig þó fljótlega til þess að fara að vinna að málefnum krabba- meinssjúkra en mér finnst mikið skorta aðstöðu krabbameins- sjúkra til endur- Erna Magnúsdóttir iðjuþjálfi fmo hefur unnlð með krabbameins- sjúkum og adstandendum þeirra til fjúlda ára en er nú himinlifandi að Ljós ið skuli hafa verið farmlega stofnað. „Ég hefverið að tala við fólk að undanförnu og hef komist að þvíað um það bil 80-90% þeirra sem grein- ast með krabbamein þjást afþunglyndi eða kvíða." hæfmgar," segir Haukur sem hefur unnið ötullega að því að kanna það sem betur mætti fara meðal þeirra sem veikjast. Hann bendir á að til séu dæmi um að fólki hafi verið tilkynnt um veikindi sín símleiðis eða með einfaldri útskýringu á skrifstofu læknis. Þó að slíkt sé ekki algilt séu vinnubrögð sem þessi ótæk. Það séu þó úrræði fólks til endurhæfing- ar sem helst þurfi að bæta úr. „Ef fólk veik- ist fyrir hjarta fer það sjálfkrafa í endurhæf- ingu eftir að sjúkravist lýkur. Þannig er því ekki farið meðal krabbameinssjúkra." 80-90% krabbameinssjúkra þjást af þunglyndi „Ég hef verið að tala við fólk að undanförnu og hef komist að því að um það bil 80-90% þeirra sem greinast með krabbamein þjást af þunglyndi eða kvíða. Þannig er því ekki farið meðal þeirra sem til dæmis greinast með hjartasjúk- | Erna Magnúsdóttir iöjuþjálfi er hugmyndafræðingur- inn á bak við Ljósið, nýtt félag krabbameinssjúkra og aðstandenda þeirra. Erna leggur mesta áherslu á heilsu- eflandi iðju, tjáningu og félagslegan stuðning. AUBSYNLEGT URRÆBI „Við erum bjartsýn og erum að horfa á ljósið," segir Erna, alsæl með að Ljósið sé nú formlega orð- ið að veruleika. „Það sem mér finnst mikilvægast er að þetta er nýtt úrræði, ný þjónusta fyrir krabbameinsgreinda og aðstand- endur þeirra, en það hefur ekki áður verið til svona miðstöð þar sem fólk getur komið í ýmsa hópa án þess að þurfa að panta tíma. Hjá okkur kemur fólk bara og fer á eigin forsendum og frumkvæði. Þetta er líka eini staðurinn þar sem aðstand- endur geta komið í endurhæfingu." Listin læknar Erna segir að Ljósið leggi mikið upp úr því að vera með heilsueflandi iðju og alls kyns verkefni sem fólk hefur gaman af. „Það getur til dæm- is verið í handverkshúsi, sem ég tel mjög mikilægt því ég held því hik- laust fram að listin lækni," segir Erna. „Að fá að skapa eitthvað og sjá eitthvað eftir sig eflir sjálfstraustið og nærir andann. Jóga og göngutúr- ar eru líka heilsueflandi iðja, og þá ekki síður samtalshóparnir þar sem fók getur komið og tjáð sig um til- finningar sínar og líðan. Stundum er loftið rafmagnað og þrungið en stundum erum við líka á léttu nót- unum og höfum gaman af öllu sam- an. Við tökum á jákvæðum punkt- um eins og geðorðunum tíu og hver og einn vinnur með þau út frá sér. Þannig reynum við að finna það já- kvæða í sjálfum okkur og byggjum á því." Helgarblaö JJV LAUGARDAGUR21.J 22 Eyjólfur Sigurðsson greindist með krabbamein fyrir tveimur árum. Eftir greiningu tók við erfið lyfja- og geislameðferð auk tveggja stórra uppskurða. Eftir að meðferð inni á sjúkrastofnun- um lauk var ekkert sem tók við. HENT AFTUR ÚT í LÍFIfi EyjólfurSigurðsson Segir reynslu sina af þviað snúa afturilífið hafa verid Hkastaþvi að vaða hyidjúpa á I myrkri. Eyjólfur Sigurðsson greindist með krabbamein í apríl árið 2004. Tveimur vikum eftir greiningu neyddist hann til að hætta að vinna og við tók erfið lyfja- og geislameðferð auk tveggja stórra uppskurða. í seinni uppskurðinn fór hann í nóv- embermánuði sama ár og meinið var greint. Eftir að hann hafði nokkum veginn jafnað sig af þeim líkamlegu sámm sem hann hlaut í uppskurðinum var hann sendur út af sjúkrahúsinu. Hann hafði þá orðið að sætta sig við að eiga ekki afturkvæmt á vinnu- markaðinn en vissi lítið hvað myndi taka við í lífi hans. Þá reynslu segir hann ekki síður hafa verið erfiða en þá sem hann öðlaðist þegar hann var hvað veikastur. Hent út í lífið „Mér fannst mér í raun vera hent aftur út í lífið. Mér var kalt og fannst allt myrkvað og leið eins og ég væri að vaða ískalda á upp að öxlum." Þessi orð Eyjólfs lýsa vel þeim sárs- auka sem tók við eftir að meðferð inn á sjúkrastofnunum lauk. Þótt krabbameinið hefði verið íjarlægt var sársaukinn langt því frá á bak og burt. Hann bjó einn og þótt hann ætti góða vini og ætt- ingja gat hann lítið sig um það sem þjak- aði hann. Nýr heimur opnaðist „Ég hafði alitaf verið Haukur Þorvaldsson greindist með sjaldgæft og ólæknandi krabbamein í febrúar á síð- asta ári. Hann neyddist til að hætta störfum en hefur í stað þess starfað ötullega að bættum úrræðum til endurhæfingar fyrir krabbameinssjúka. SJÚKDÖMURINN FER EKKI í FRI tjáð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.