Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2006, Blaðsíða 33
Menning DV
ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006 33
Hratt og hömlulaust Ein þeirra sýn-
inga sem efnt var til I Gerðubergi á síð■
asta ári en þangað komu 130þúsund
gestir á síðasta ári.
SÁtak hafið um framgang fræðirita
Hagþenkir og ReykjavíkurAka-
demían hefja í dag átak tÚ kynningar
á fræðiritum og mikilvægi þeirra fyr-
ir íslenskt samfélag og menningu.
Hér á landi er enginn skortur á vönd-
uðum fræðiritum þótt þau séu ekki
alltaf áberandi í daglegri umræðu
fjölmiðla. Þessu þarf að breyta, tíi
hagsbóta bæði fyrir fræðiritahöf-
unda og íslenska samfélagsúmræðu.
Umræða um fræðirit hefur sótt á
erlendis undanfarið. Menn gera sér
æ betri grein fyrir mikilvægi traustra
fræðirita í upplýsingaflóði nútímans
því þau veita fótfestu, yfirsýn og dýpt
sem ekki fæst með öðm móti. Is-
lenskt samfélag hefur öldum saman
einkennst af miklum þekkingar-
þorsta og ríkri sköpunarþörf. Þessir
grunnþættir þurfa að fara saman í
framsæknu nútímasamfélagi og því
er rík ástæða til að hugleiða eftirfar-
andi:
Fræðirit eru jafnari meiri-
hluti útgefínna bóka. Þau eru þekk-
ingarveita - brú milli fræðimarma og
almennings.
Fræðirit dýpka skUning
manna og veita færi á að skyggnast á
bakvið dægurumræðuna.
Fræðirit eru forsenda upp-
lýstrar umræðu á öllu sviðum, hvort
sem um ræðir stjómmál, mermingu,
sögu, hagfræði, iíftækni eða um-
hverfísmál.
Á blaðamannafundi í Reykjavík-
urAkademíunni í dag verður kynntur
listí tíu athyglisverðustu fræði- og
kennslubóka síðasta árs. Listinn
endurspeglar þá breidd sem er í út-
gáfu fræðirita. Þessar tí'u bækur
koma til greina við veitingu viður-
kenningar Hagþenkis fyrir árið 2005.
Þær bækur, auk mga annarra at-
hyglisverðra fræðibóka frá síðasta ári
og hundraða bóka frá síðustu árum,
bíða nýrra lesenda og umfjöllunar.
Við skorum á fjölmiðlafólk og aðra
lesendur að gefa þeim gaum.
Pallas gamla Aþena vlskugyöia
Nú eru fræðihöfundar að undirbúa
sókn. Vill til að hún varlíka Ihernaði.
íbúar í Reykjavík eru ánægöir með þjónustu helstu menningarstofnana í borg-
inni. Tölur sýna að aðsókn er víðast góð að hinum ýmsu söfnum. Könnunin nær
ekki til leik- eða tónlistarstarfsemi sem borgarsjóður styrkir vel og víða.
Fyrir forvitni sakir lét Reykjavík-
urborg gera símakönnun IMG
Gallup í nóvember með 1400
manna úrtaki Reykvíkinga úr þjóð-
skrá á aldrinum 16-80 ára. Spurt
var um þjónustu menningarstofn-
ana borgarinnar. Afstaða og að-
sókn barna var ekki talin með en
takmarkanir eru á aðgengi könn-
unaraðila að ungum börnum. Það
er synd því börn eru afar áhuga-
samir gestir menningarstofnan-
anna. Svarhlutfall þeirra sem
spurðir voru var 53,9%.
Og bókabíll
Alls voru 96,5% gesta Borgar-.
bókasafns Reykjavíkur ánægð með
þjónustu safnsins. Útveitur Borg-
arbókasafnsins eru nú sjö auk
bókabfls. Borgarbókasafnið er
stærst af sex menningarstofnunum
borgarinnar 2005. 60.5% að-
spurðra Reykvíkinga höfðu heim-
sótt safnið á síðustu 12 mánuðum,
en gestafjöldi safnsins var 622.000
á árinu og útlánin 1,1 milljón ein-
taka.
Umdeild nútímalist
92,1% aðspurðra voru ánægð
með starfsemi Listasaftis Reykjavík-
ur, sem er til húsa í Hafnarhúsinu, á
Kjarvalsstöðum og í Ásmundar-
safni. 41,8% aðspurðra höfðu heim-
sótt safnið á umræddu tímabili, en
gestafjöldi safnsins var 155.200 árið
2005. í fyrra stóð nokkur styr um
gestafjölda safnsins og var þá eink-
um litið til dræmrar aðsóknar að
söfnum í nálægum byggðum á þær
sýningar sem efnt var til í tengslum
við myndlistarátak Listahátíðar í
Reykjavík.
Árbæjarsafn vill oft gleymast í
upptalningu og matí á rekstri safiia
í Reykjavík: 92,8% aðspurðra voru
ánægð með starfsemi Arbæjarsafns
- Minjasafns Reykjavíkur og höfðu
22% þeirra heimsótt stifnið á síð-
ustu 12 mánuðum. Gestafjöldi
safnsins var 50.000 árið 2005.
Gott hjá Gerðubergi
Ánægja með fjölþætta starfsemi
menningarmiðstöðvarinnar Gerðu-
bergs, sem annast jafnt lista- og fé-
lagsstarf, var 85,4% meðal þátttak-
enda könnunarinnar og höfðu
21,6% þeirra heimsótt Gerðuberg á
síðustu 12 mánuðum. Gestafjöld-
inn í Gerðubergi reyndist 130.000 á
árinu 2005.
Fæstir höfðu heimsótt Borgar-
skjalasafn Reykjavíkur eða 5,4% að-
spurðra enda er starfsemi þess jafnt
á stjómsýslu sem menningarsviði.
Ánægjan með starfsemi þess var
68,7%. Þetta má telja eðlilegt því
safrúð er í raun sérsafn og kallar á
rannsóknarvinnu og grúsk, þótt þar
hafi verið bryddað upp á sérsýning-
um, þá hafa þær verið illa kynntar.
Slagurinn um Ijósmyndina
Minnsta menningarstofnunin,
Ljósmyndasafn Reykjavíkur, hefur
tuttugufaldað aðsóknina á þeim 5
árum sem liðin em síðan það flutti í
Grófarhúsið við Tryggvagötu á
menningarborgarárinu 2000, úr
1.000 í 20.000 gesti sem verður að
teljast viðunandi árangur í þeirri
hörðu samkeppni um hylli áhuga-
manna um ljósmyndir sem háð er
milli safnanna stóm: Þjóðminja-
safnið stendur fyrir samfelldu sýn-
ingarhaldi og tíðari nýjum sýning-
um en Ljósmyndasafnið. Þetta má
bæði þaicka nýrri sýningarstefnu,
betri þjónustu og góðri staðsetn-
ingu Grófarhússins sem jafnframt
hýsir aðalsafri Borgarbókasafns og
Borgarskjalasafn. 8,9% aðspurðra
höfðu heimsótt safnið í Gallup-
könnuninni og 81,1% aðspurðra
ánægð með starfsemi þess.'
Því ekki fleiri stofnanir...
f könnun sem gerð var meðal
gesta allra menningarstofnananna
á sl. ári kom fram að 90% gestanna
vom ánægð með starfsemi stofnan-
anna, en samtals eru heimsóknir í
menningarstofnanir Reykjavíkur-
borgar um milljón gestir á ári. At-
hygli vekur að könnunin nær ekki
til þeirra menningarstofnana sem
Borgarsjóður styrkir: aðstöðu sjálf-
stæðu leikhúsanna í Tjarnarbæ,
Iðnó og Borgarleikhúss. Verður að
teljast áhugavert hvernig borgarbú-
um þykir þjónustan þar og ekki
óeðlUegt að fjármögnunaraðilinn
kanni það líka.
Spamalot
Söngleikurinn Spamalot sem
byggir á kvikmyndinni Monty
Python and the Holy Grail hefur
verið í góðu gengi á Broadway frá
því hann var frumsýndur þar í
mars á síðasta ári. Það er Eric
Idle sem fékk mestmegnis af
handritinu að láni frá félögum
sínum í gamanleikarahópnum
góðkunna og kom verkinu upp
með fjárfestum á Broadway.
Sviðsetningin sló öU met í að-
sókn í Shubert-leikhúsinu í New
York og seldust miðar fyrir frum-
sýningu fyrir átján mUjónir dala.
Nýr hópur áhorfenda sást í ieik-
húsi: ungir karlmenn.
Þessu
fylgdu verð-
laun: sýningin
fékk Tony sem
bestí söngleik-
ur ársins og
MUce Nichols
kvikmynda-
leikstjóri kom-
inn yfir sjötugt
hirti verðlaunin sem besti leik-
stjórinn. Kastið var heldur ekki af
verri endanum: Tim Curry
(Rocky Horror og fleira) leikur
þar Arthur konung og sjónvarps-
stjörnurnar Hank Azaria (Simp-
sons og fleira) og David Hyde Pi-
erce (Frasier og fleira) fóru með
hlutverk Lanselots og Sir Robins.
Nú geta Lundúnafarar glaðst
því tU stendur að taka verkið upp
í London en ekki er ljóst hverjir
verða þar í helstu hlutverkum.
Verður frumsýningin í haust í
hinu stóra Palace-leikhúsi.
Höfundur
Gúrkunnar
í fjárhagsvanda
Einn frægasti arkitekt f heimi,
Norman Foster, er í vanda. Hann
er enn að vinna þótt hann standi
á sjötugu. Tuttugu og tveimur
stórverkefnum þarf hann að
sinna í jafnmörgum löndum vítt
og breitt um heiminn. Einkaþot-
an dugar vart til né heldur níu
stafa talan sem hann þiggur í
laun. Að vísu tók hann á sig
launalækkun á síðasta ári, úr 6,1
miljón punda í 2,1 miljón. En
meginástæðan er skattar.
Foster er sagður virtasti ar-
kítekt Breta og hefur haft áhrif
um alla jarðkúluna með bylting-
arkenndum húsum og umhverfi
þeirra. Hann hannaði alþjóðlega
flugvölinn í Peking og Hearst-
bygginguna á Manhattan sem er
eitt óvenjulegasta háhýsi á þeirri
eyju, 42 hæðir. Glerpýramídinn í
Asdana í Kasakstan er hans verk
sem og gúrkan svokallaða í
London sem fyrir skemmstu var
valin besta nýja bygging veraldar
af starfsbræðrum hans.
Stofa Fosters í London hefur
innan sinna veggja 534 starfs-
menn og þar er fjárhagsvand-
ræðum mætt með niðurskurði.
Raunir þessa merkilega hönnuð-
ar má rekja til kostnaðarsamra
og dýrra verkefna sem leiddu til
gífurlegra tekna hjá stofunni sem
skattar voru ekki greiddir af. Fjár-
hagsraunir hans hafa leitt til
sundurlyndis milli Fosters og
helsta stuðningsmanns hans um
árabil, fjármálamannsins Kens
Shuttleworth sem byggði meðal
annars hina umtöluðu byggingu
sem kölluð er gúrkan manna í
milli f London.
Sviss Re-húsið I City Besta bygging i
heimi að dliti arkitekta I fyrra.
SPAMALOT