Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2006, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006
DV Fréttir
Sýningaþjálfun retriever og terrier
Sýningarþjálfun fyrir Retriever
hunda verður sunnudagana
12. 19. og 26. febrúar kl. 17 í
reiðhöll Andvara á Kjóavöllum
fyrir ofan Garðabæ og kostar
kr. 500 skiptið. Á sama stað er
Terrierdeildin einnig með sýn-
ingarþjálfun fyrir sína meðlimi
en byrja einni helgi fyrr eða
þann 5. febrúar. Aðrar deildir
hafa ekki auglýst sýninga-
þjálfun en hundaeigendur eru
hvattir til að hafa samband
við tengiliði sinna deilda og
spyrjast fyrir.
Kom í leitirnar eftir sex ár
Kötturinn Colin sem hvarf frá heimili sínu og eiganda, Emmu Phillips í Barkingside
Essex fyrir sex árum, kom í leitirnar fyrir skömmu. Colin lenti á vergangi og lenti í fé-
lagskap villikatta þar til hann var handsamaður og komið fyrir f kattaathvarfi. Þar var
lesið á örmerkið í hálsi hans og síðan haft samband við Emmu sem þekkti sinn kæra
vin samstundis þrátt fyrir að hann væri rifin á eyra og allur í svörtum doppum í fram-
an. Ekki þarf að spyrja að um fagnaðarfundi var að ræða og Colin liggur.nú á melt-
unni heima hjá sér og nýtur þess að þurfa ekki lengur að veiða sér til matar.
Bergljót Daviðsdóttir
skrifar um dýrin
sln og annarra á
þriðjudögum í DV.
50% Afsláttur
af öllum kattavörum
Nutro choice þurrfóður fyrir ketti
30% afsláttur af öllum öðrum gæludýravörum
TOKYO HJALLAHRAUNl 4
HAFNARFIRÐI SÍMI 565 8444
Muna að skrá
á sýmnguna
Síðasti skráningardagur fyrir
marssýningu Hundaræktarfé-
lags íslands, er á föstudaginn 3.
febrúar næstkomandi. Þann dag
verður skrifstofan opin til klukk-
an 18:00. Auk þess er hægt að
skrá hunda til þáttöku í gegnum
heimasíðu félagsins hrfi.is og
greiða þátttökugjald með
greiðslukorti. Rétt til þátttöku
hafa hundar sem skráðir eru í
Hundaræktarfélag íslands eða
félög viðurkennd af HRFÍ. Eins
og á öðrum viðburðum á vegum
félagsins er skilyrði fyrir þátt-
töku að árgjald viðkomandi fé-
iagsmanns sé greitt.
Lítil svört læða
Þessi sæta svarta og hvíta
læða fannst við Túngötuna í
Reykjavík fyrir helgi. Hún er
greinilega ekki fullvaxin en var
ómerkt og ekki heldur eyrnar-
merkt. Eigendur hennar geta
snúið sér til Kattholts og sótt
hana þangað. Á heimasíðu Katt-
holts www. kattholt.is geta þeir
sem tapað hafa kisunum sínum
leitað, en allir þeir kettir sem
þangað koma eru jafn óðum
myndaðir og upplýsingar um þá
settar á síðuna.
Stefnumótaþjónus
fyrir páfagauka
Olga og bætir við
að það sé þeim
mjög mikil-
vægt að
parast, að
öðrum kosti
verði þeir
einmana og langt niðri. Þannig
sé mörgum páfagaukum farið
sem hangi einir í búri allan dag-
inn. Því sé svo miklvægt fyrir þá
að eignast maka. „Fuglamir eru
rétt eins og mannfólkið, mis-
jafnlega fljótir að verða ást-
fangnir. Sumir við fyrstu kynni
en aðrir taka allt upp í þrjá mán-
uði að finna þann eina rétta,"
segir frúin.
Terrier blendingstíkin Fluffy litla slapp út um bakdyrnar á heimili sínu í Fellunum
og fannst ekki þrátt fyrir leit. Til hennar spuröist daginn eftir en þá hafði kona kom-
ið með hana á Dýraspítalann í Víðidal. Enginn veit hins vegar hvar konan býr. Krist-
ína Haraldsdóttir eigandi Fluffy biður konuna að hafa samband við sig.
Fuglafræðingur í Berlín sem
opnaði fyrir skömmu stefnu-
mótaþjónustu fýrir einmana
páfagauka, segir meira en nóg
að gera. Svo mikið að fulgafræð-
ingurinn, Rita Ohnhauser, hefur
þegar komið saman 1.300 ein-
manna fuglshjörtum. Hún segir
ólíklegt að nokkurt þeirra eigi
eftir að skilja fyrr en dauðinn
sjálfur geri það, þar sem fuglar
eru þeim eigin-
leikum gerðir að
velja sér maka fyrir
lífstfð. „Úti í náttúr-
unni para fuglar sig
þannig að þeir eru sam-
an allt lífið og það sem
meira er, parið sér ekki
af hverju öðru svo mikið
sem mínútu á meðan
bæði lifa,“ segir
Fluffy tvnd hjá konnnni
sem fann liana
„Hún heitir Fluffy og er aðeins átta
mánaða en hún slapp út um bak-
dymar á laugardaginn fyrir rúmri
viku síðan," segir Kristína Haralds-
dóttir eigandi Fluffy sem er blanda
Terriers og íslendings.
Kristína segir að heimilisfólkið hafi
allt farið að leita en ekki fundið Fluffy.
Daginn eftir frétti hún síðan af henni
en þá var hún búin að spyrjast fyrir á
öllum stöðum sem hún gat látið sér
detta í hug. „Mér létti óskaplega að
vita að hún væri á h'fi," andvarpar hún
en sfðasta vika hefur verið Kristínu og
fjölskyldu erfið.
Miði með símanúmeri
finnanda tapaðist
Þegar ég hafði samband við Dýra-
spítalann í Víðidal til að kanna hvort
einhver hefði komið með slasaðan
En til allrar ólukku þá
týndist miðinn með
símanúmeri konunnar
og enginn á spítalnum
vissi hvar hún á
heima. Það eina sem
þau vissu var að kona
bjó í blokk og hafði
ekki aðstöðu til að
hafa hana.
hund þá ff étti ég af konu sem þangað
kom með hund sem var áræðanlega
hún. Konan kom tii að láta vita að
Fluffy væri hjá henni og hvar hægt
væri að ná í tíkina ef eigandinn spyrði
eftir henni. En til allrar ólukku þá
týndist miðinn með símanúmeri
konunnar og enginn á spítalnum vissi
hvar hún á heima. Það eina sem þau
vissu var að kona býr í blokk og hefur
ekki aðstöðu til að hafa hana.
Kristína segist vera að auglýsa eftir
Fluffy í annað sinn en enginn hafi gef-
ið sig fram í gær um miðjan dag. „Það
var ekki aðeins símanúmerið hjá
þeim í Víðidal sem klúðraðist, því
konan lét lögregluna líka vita og lýs-
ingin passaði við Fluffy, en þar finnst
ekkert skráð og engin veit hvar konan
býr," segir Kristina sem hefur miklar
áhyggjur af hundinum sínum og ótt-
ast að konan hafi gefist upp á að hafa
hana og sé búin að gera einhvetjar
ráðstafanir.
„Við söknum hennar alveg ógur-
lega og höfum miklar áhyggjur af
henni. Fluffy er mjög skemmtileg
tík, smá að vexti og það vilja allir
eiga hana sem komast í kynni við
hana. En ég vona að konan sem kom
með hana á Dýraspítalann lesi þetta
og hafi samband við okkur," segir
hún.
1»
Fluffy hefur verið týnd í
rúma viku Eigandinn fréttiaf
henni hjá konu sem fann hana
en enginn veithvarhún býr.
nauðsynlega
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fólk
sem finnur hunda og tekur þá til sín
er í vandræðum með að koma þeim
til sinna heima. Þess vegna er svo
áríðandi að allir hafi hundana sína
örmerkta og merkta með hálsól svo
ekkert fari á milli mála. Eins vantar
einhvern einn stað sem tekur við til-
kynningum um taþaða hunda en
svo virðist sem lítið þýði að hafa
samband við lögreglu. Þar er
sjaldnast nokkuð skráð niður. Oft
eru finnendur smeykir við að hafa
samband við hundaeftirlitið vegna
kostnaðarins sem fylgir því. Það þarf
nauðsynlega athvarf eins og Katt-
holt fyrir hunda sem tekur við öllum
þeim hundum sem týnast og hægt
er að ganga að þeim vísum. Kristina
er í síma 866-2280 og 898-5300. Þeir
sem vita hvar Fluffy er niðurkomin
eru beðnir að láta hana vita en hún
bíður heima, óttaslegin um að Fluffy
sé sé horfin henni með öllu.