Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2006, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2006, Blaðsíða 12
72 ÞRIÐJUDACUR 31. JANÚAR 2006 Fréttir DV Aðhald á ísafirði í liðinni viku hafði Lög- reglan á ísafirði afskipti af þremur ökumönnum vegna hraðaksturs að því er fram kemur á bb.is. Sá sem ók hraðast mældist á 110 km hraða á klst. á Hnífs- dalsvegi, þar sem hámarks- hraði er 80 km á klst. Lög- reglan hefur að undan- förnu verið með öflugt eft- irlit með hraðakstri og mun halda því áfram, ekki síst í ljósi veðurfarsins. Reynslan er sú að þegar færðin batn- ar eykst ökuhraðinn. Þrírdrukknir Nær samtímis á aðfara- nótt sunnudagsins var Lög- reglan á Selfossi kölluð í þrjú verkefni þar sem ölvaðir menn voru til vandræða. Eitt tilvikið var við félagsheimilið Stað á Eyrarbakka, annað við félagsheimilið Þingborg í Hraungerðishreppi. Lög- reglumenn unnu farsællega úr þessum málum að því er fram kemur á sunnlenska.is. Þriðja tilvikið var við skemmtistaðinn Pakkhúsið á Selfossi. Þar var maður sleg- inn niður. í fallinu lenti mað- urinn utan í húsvegg og fékk hnykk á bakið en kalla varð til sjúkrabíl. Egill Skalli í brúðuleikhús Einn mesti kappi íslend- ingasagnanna, Egill Skalla- grímsson, hefur öðlast nýtt líf í brúðulíki. Um þetta má lesa í fundargerð menningar- nefndar Fjarðabyggðar sem barst erindi frá Brúðuleik- húsinu Sögusvuntunni með tilboði um að sýningin yrði sett upp í skólum hins aust- firska sveitarfélags. „Um er að ræða brúðuleik um Egil Skallagrímsson og hans fólk,“ segir í fundargerðinni og þar er tekið fram að sýn- ingin kosti 45 þúsund krón- ur. Fól menningamefndin skólunum sjálfum að ákveða hvort Egill Skallagrímsson verði settur þar á fjalim;ir. Raul Rodriguez Cardona sem rekur Mamas Tacos ætlar að borga Sabrinu Casa- dei launin sem staðurinn skuldar henni. Hann segir að ástæðan fyrir þvi að launamálin hafi dregist sé vegna misskilnings og lélegrar stjórnunar meðeiganda hans sem hann sé núna búinn að rifta samningi við. Maðurinn sá segist hins veg- ar aldrei hafa verið meðeigandi heldur aðeins starfsmaður. D\T 25.. - *• Rau! Rodriguez Cardona Seqir að uni misskilning sé að ræða. ,Ég mun borgq Sabrínu samin lauri." „Ásakanir Sabrinu eru gjörsamlega rangar,“ segir Raul Rodriguez Cardona, sem rekur staðinn Mamas Tacos í mið- bæ Reykjavíkur. Sabrina Casadei ásakaði Raul um að borga henni ekki þriggja mánaða laun. Sabrina sagði í viðtali við DV að hún hefði margoft haft samand við Raul og beðið hann um að borga sér þessi laun og Raul hefði ítrekað lofað henni laununum en hún aldrei fengið krónu fyrir vinnu sína. „Þetta er ruglingur hjá stúlkunni," segir Raul Rodriguez Cardona um ásakanir Sabrinu Casa- dei um að hann haf! ekki borgað henni laun fyrir vinnu hennar á veit- ingastaðnum Mamas Tacos. Raul segir að hann hafi aldrei komið nálægt fjármálum Mamas Tacos. Þau hafi annast þáverandi meðeigandi hans að staðnum. Sjálf- ur hafi hann aðeins séð um að tryggja góðan mat og vera á staðn- um til þess að tryggja að allt væri í lagi. Það er Raul sem á leyfið fyrir nafni Mamas Tacos. Ekki ábyrgur „Ég er andlit staðarins þannig að það er eðlilegt að hún tali um mig í þessu samhengi,“ segir Raul sem er þekktur sem einkaþjálfari ásamt því að vinna á Mamas Tacos. Raul fullyrðir að meðeigandinn fyrverandi sé ábyrgur fyrir starfs- mannahaldi og launamálum. Sjálfur sé hann því ekki ábyrgur fyrir van- greiddum launum Sabrinu. Raul segir að hann sé búinn að rifta samningi við félaga sinn vegna þess að hann hafi ekki staðið sig og leiti nú að öðrum félaga. Mun borga „Ég mun borga Sabrinu umsam- in laun," segir Raul þrátt fyrir allt. Raul bætir við að hann hafi sjálf- ur lent í svipuðum aðstæðum og skilji vanvirðinguna sem fýlgi því að fá ekki borgað fyrir sína vinnu sem og fjárhagslegu vandræðin sem menn geti lent í. Hann segir það sið- ferðislega skyldu sína að borga Sabr- inu. Honum þyki afar leitt að hún hafi ekki fengið launin sín. Vanda- málið hafi verið fólgið í því að hann hafi unnið með röngu fólki. Enginn meðeigandi Þegar leitað var til meðeigandans sem Raul vísaði til kom hann af fjöll- um og sagðist aldrei hafa verið með- eigandi fyrirtækisins. valur@dv.is Sabrlna Casadei Verður vistaðlifaí voninni. Sonja Haralds lætur ekki bugast í hungurverkfallinu „Þaö errifandi gangurá öllum sviðum," segir Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggöastofnunar á Sauöár- króki.„Maöur erað reyna að ástunda útivist og heilbrigt lif- erni. Hér er skíðaaöstaðan ein sú besta i landinu; það er snjór nánast allt árið íTindastóli. Og Landsíminn þorra- blótanna. Menn geta valið úr mörgum. Gömlu hrepparnir sem voru hérfyrir sameiningu halda ennþá hver sitt þorra- biót. Það er því ekki eitt stórt þorrablót fyrir alla - sem mér finnst reyndar vera galli." Sonja búin að svelta sig í 67 daga „Englar guðs eru í kringum mig og halda mér gangandi", segir Sonja Haralds öryrki sem er búin að vera í hungurverkfalli í 67 daga til að krefj- ast bættra kjara öryrkja og ellilífeyr- isþega. Sonja segir að hún sé farin að venjast því að borða ekki neitt og það eina sem hún nærist á séu ávaxtasafar. Einstaka sinnum fær hún sér einnig egg. „Það versta er að geta ekki sofið og ég er oft andvaka heilu næturnar en ég er ekki á leiðinni að gefast upp og ætla mér ekki að hætta í hungur- verkfallinu fyrr en eitthvað verður gert til að bæta kjör öryrkja og ellilíf- eyrisþega." Sonja segir að hún sé búin að missa 20 kfló síðan hún byrjaði í hungurverkfallinu og að ónæmis- kerfi hennar sé orðið veikt því hún er með stöðugt nefrennsli alla daga. Hún fer lítið út úr húsi nema til að 8. desomber 2005 kaupa hunda- og kattamat en Sonja á einn kött og einn hund sem halda henni félagsskap og veita henni styrk í baráttu sinni við kerfið. „Ég heyri ekki í nokkrum manni og ráða- menn landsins hafa ekki sett sig í samband við mig né þeir sem ég er búin að skrifa til að vekja athygli á málstað mín- um. Ég skrifaði bréf og sendi um daginn til Jó- hönnu Sigurðardóttur, Ögmundar Jónassonar og Steingríms Sigfús- sonar en hef ekki fengið nein svör frá þeim ennþá." Sonja segir að hún sé að skrifa kvikmyndahandrit um spámanninn Elía og einnig er hún búin að skrifa um 160 ljóð sem fjalla á einn eða Sonja Haralds og sonur hennar Axel Björnsson Sonja er tilbúin að % láta Hfið fyrir málstað öryrkja og ellilífeyrisþega. ■c-.Æ! hátt um annan mannréttindamál. „Það er engin uppgjöf í mér og ég læt ekki bugast og andlega er ég ennþá sterk því styrk fæ ég frá Guði en það er ástæða fyrir því að hann vill að ég gangi í gegnum þetta allt saman. Eg trúi því að þessi barátta muni skila árangri á endanum þótt það kosti mig lífið," segir Sonja að lokum og vonast tfi að heyra fljót- lega frá ráðamönnum um hvað þeir hyggist gera í málefnum öryrkja og ellfiífeyrisþega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.