Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2006, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDACUR 31. JANÚAR 2006
Fréttir DV
nMímMsmm
Húsriiendur bruhitt,
Þrír stuldir
Innbrot var framið í
heimahús í Garðabæ aðfara-
nótt föstudags. Þjófamir
tóku bíllykla og stálu bíl sem
hefur ekki fundist enn. Þetta
er dökkblá Toyota Corolla,
árgerð 2000, með skráning-
amúmerinu ZS 287. Þá var
framið innbrot í vélaverk-
stæði í Garðabæ og þaðan
stolið ljósavél. Á fimmtu-
dagsmorgun var tilkynnt um
innbrot í Víðistaðaskóla, en
þaðan var stolið peninga-
kassa. Þessi mál em í rann-
sókn að því er fram kemur á
vefVíkurfrétta.
mm
íslanosba**J2
! 81
Mál Holbergs
enn í rann-
sókn
Lögreglan í Reykjavík er
enn með mál Holbergs
Mássonar og tveggja út-
lendinga í rannsókn.
Mennirnir voru handtekn-
ir 19. janúar vegna gruns
um að hafa reynt að svíkja
umtalsvert fé út úr ís-
landsbanka með falsaðri
bankaábyrgð. Ekki hefur
verið krafist gæsluvarð-
halds eða farbanns yfir
hinum grunuðu meðan á
rannsókn málsins stendur.
Rannsókn miðar vel áfram
og er gert ráð fyrir að henni
ljúki á næstu dögum.
Ský í göngum
Rúmri —
klukkustund
eftir miðnætti í
fyrrinótt var
lögreglu til-
kynnt um
hvítt ský í
Vestfjarðagöng-
um. Þegar lög-
regla athugaði
málið kom í ljós
að einhver eða
einhverjir
óprúttnir aðilar
höfðu tæmt úr
tveimur duft-
slökkvitækjum
sem staðsett eru í
göngunum til öryggis.
Gerðist þetta í Breiðadals-
legg gangnanna að því er
fram kemur á bb.is. í til-
kynningu frá lögreglu segir
að háttarlag sem þetta sé
óskiljanlegt þar sem um
bráðnauðsynleg öryggis-
tæki sé að ræða.
Fullur dómsalur fylgdist í gær með Sigurði Frey Kristmundssyni svara spurn-
ingum dómara og saksóknara vegna morðsins á Braga Halldórssyni. Sigurður
var fullur iðrunar þegar hann lýsti aðdraganda morðsins og sagði meðal
annars að hann ætti aldrei eftir að geta fyrirgefið sjálfum sér verknaðinn. í
málinu er deilt um hvort Sigurður hafi lagt til Braga með morðvopninu eða
hvort Bragi og hnífurinn hafi mæst þegar Bragi stóð snöggt upp.
Mun aldrei
tyrirgefa
sjálfum mér
Sigurður Freyr Kristmundsson lýsti iðrun sinni og eftirsjá í
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, en þar fór fram aðalmeðferð í
máli ríkissaksóknara gegn honum vegna morðsins á Braga
Halldórssyni. Sigurður sagðist í gær aldrei munu fyrigefa
sjálfum sér það sem hann gerði Braga.
„Þetta var vin-
ur minn. Hann
var yndislegur
strákur og átti
þetta engan
veginn skilið.
Ég bara skil
þetta ekki."
Sigurður Freyr hafði við þing-
festingu málsins rétt fyrir jól ját-
að að mestu sök í málinu. Hann
ber því við að hann hafi ekki lagt
til Braga með flökunarhnífnum
sem varð þeim síðarnefnda að
bana, heldur hafi hnífurinn og
Bragi mæst þegar Bragi stóð
snöggt upp frá eldhúsborði sem
hann sat við. Vitnaleiðslurnar í
gær snérust því að?
mestu um
að
komast að tildrögum hnífstung-
unnar. Þetta er lykilatriði í vörn
Sigurðar og kemur til með að
skipta miklu máli þegar refsing
hans verður ákveðin.
„Þetta var ekki viljandi gert,"
útskýrði Sigurður þegar Guðjón
St. Marteinsson, einn þriggja
dómara í málinu, krafði hann
skýringa.
Lýsti morðinu
Að sögn Sigurð-
.ar er gríðarleg
.fíkniefna-
jieysla hans
t vikurnar
fyrir morðið ein helsta ástæðan
fyrir því að svo fór sem fór. Sig-
urður hafði verið vakandi sleitu-
laust í nær tvær vikur fyrir morð-
ið og neytt amfetamíns og róandi
lyfja í bland til að halda sér gang-
andi.
Hann lýsti aðdraganda morðs-
ins og eftirleik í smáatriðum og
dró hvergi undan. Af og til tók
hann sér stutt hlé til að ráðfæra
sig við verjanda sinn, Svein Andra
Sveinsson, en hélt síðan áfram.
Yndislegur strákur
Ekki er hægt að benda á neina
sérstaka ástæðu fyrir því að Sig-
urður Freyr varð Braga að bana í
kjallaraíbúðinni við Hverfis
götu. Ofsóknaræði og árásar- V
hneigð Sigurðar, orsökuð af
eiturlyfjaneyslu hans, er
einnahelst um að kenna. Sig-
urður man varla sjálfur
Siguröur Freyr
Kristmundsson Bar
vitni i Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær.
af hverju hann deildi við Braga
umrædda nótt og því síður af
hverju Bragi lá í valnum að deil-
unum loknum.
„Ég mun aldrei fyrirgefa mér
þetta," sagði Sigurður dapur í
bragði um hina örlagaríku at-
burði. Hann talaði hlýlega til fé-
laga síns sem nú er látinn.
„Þetta var vinur minn. Hann
var yndislegur strákur og átti
þetta engan veginn skilið. Ég bara
skil þetta ekki. Ég mun aldrei fyr-
irgefa sjálfum mér."
Réttarhöldin yfir Sigurði Frey
eru nú komin á lokastig. Dóms er
að vænta í málinu á næstu vikum.
andri@dv.is
Hverfisgata 58
Hér varð Sigurður
Braga að bana
ogrned hrufstungu i
irj ] hjartastað.
Landnámssetur í Borgarnesi opnað um leið og Listahátíð
Grenndarkynning tefur Kjartan
„Þetta tefst um mánuð vegna þess
að tengibyggingin þarf að fara í
grenndarkynningu," segir Kjartan
Ragnarsson leikstjóri sem vinn-
ur að uppbyggingu Land-
námsseturs í Borgarnesi. „Við
stefiium hins vegar ótrauð að
því að opna 13. maí í tengsl-
um við opnun Listahátíðar og
vonum bara að þetta verði það
glæsilegt að alliríslendingar
vilji koma og sjá," segir
leikstjórinn sem tekur
grenndarkynn-
ingunni með still-
WSBB3SM
mgu.
Um er að ræða framkvæmdir á
milli tveggja húsa við Brákarbraut í
Borgamesi sem hýsa eiga Land-
námssetur Kjartans. Annað
húsið keyptí Ólafur Ólafsson
athafhamaður, oft kenndur
við Samskip, fyrir skemmstu
og færði Landnámssetrinu að
gjöf.
„Þetta var styrkur frá
honum til okk-
ar," segir Kjart-
an en í viðtali
við DV í fyrra-
sumar, sagði
Kjartan Ragnarsson
Tengir opnun safnsins
við opnun Listahátið-
ar 13.maí.
Landnámssetrið í Borgarnesi Húsin við Brákarbraut. Tengibygging á milliþeirra þarfi
grenndarkynningu. Húsið til vinstri ergjöffrá Ólafi Ótafssyni, kaupfélagsstjórasyni úr Borgar-
nesi, oft kenndur við Samskip.
Mér liggur á að koma heilsunni i lag aftur," segir Jóhann S. Brynjólfsson,
stöðumælavörður á Akureyri.„Ég er nýstiginn upp úr veikindum svo það er
heilsan sem skiptir máli."
hann um þessa hugmynd sína:
„Við hjónakomin ferðuðumst um
ísland í fyrrasumar. Við höfðum hald-
ið okkur á hestum á hálendinu á
sumrin en fórum strendur, víkur og
voga í þetta sinn og kynntumst þá
öllu því sem búið er að gera á landinu
til eflingar menningartengdri ferða-
mennsku, t.d. Vesturfarasetrinu og
Sfldarminjasafiúnu. Og þá fengum
við hugmyndina um Landnámssetur
fslands, þar sem saga landnámsins og
stofnun þjóðveldisins yrði rakin á lif-
andi og skemmtilegan hátt."