Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2006, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2006, Blaðsíða 39
J>V Síðast en ekki síst ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006 39 Spurning dagsins Var rétt að svipta herra ísland titlinum? Mikilvægt að fulltrúinn sé góð fyrirmynd „Ég varsjálfíþriðja sæti i Ungfrú Islandi fyrir 20 árum og tel að það sé mjög mikitvægt að fulltrúinn sé góð fyrirmynd. Efeinhverju er ábótavant i líferni viðkomandi ber að svipta hann titli. Við viljum stolt afþví fólki sem fer utan sem fulltrúar lands- ins." Sólveig Þórisdóttir, grafískur hönnuður og leiðsögumaður. „Mér \ gæti bara ekki verið meira sama." Jón Kristinn Ásmundsson matreiðslu- maður. y „Þetta er leiðinleg umræða fyrir keppnina. Mér finnst soldið skrýtið að svipta einhvern titli í fegurðarsam- keppni. Það væri annað mál efhann væri iþróttamaður sem hefði fallið á lyfjaprófi." Ardís Ólöf Víkings dóttir söngkona^y Jg þekki ekki nógu vel til málsins til að geta sagt skoðun mína á þvi' Bárður örn Gunnarsson „Ég hef ekki fylgst með þáttunum hans í sjónvarpinu og hefþess vegna ekki skoðun á því." Ottó Magnús- son matreiðslu- . maður. , 1 Aðstandendum keppninnar um herra (sland fannst Ólafur Geir Jónsson, hand- hafi titilsins árið 2005, ekki vera titlinum samboðinn eftir að hafa fylgst með þáttum hans á sjónvarpsstöðinni Sirkus.og almennri hegðan í kjölfar keppn- innar. Þeir ákváðu því fyrir helgi að svipta hann titlinum. Ekki borða fisk og vertu heimskurog klaufskur! „Ef þú vilt vera skap- vondur, klaufalegur og heimskur er til óbrigðult ráð. Það er einfalt og er praktíserað af giska mörgum. Og ráðið er þá þetta: ekki borða fisk.“ FISKÁTOG , GREINDARVISI- TALA „Þetta kemur fram í leiðara hins virta og merka breska tíma- rits The Economist (21 - 27 janúar sl.) Þar er vísað til rannsókna breskra og bandarískra vísinda- manna og þær raktar og útskýrðar í grein í blaðinu. Athyglisvert er að í rannsókninni er vís- að til þess að fiskneysla ófriskra kvenna getur haft heil- mikið að segja um greindar- visitölu barnsins. Mæður sem borða mat með litlu Omega 3 innihaldi - en fiskur inniheldur Omega 3 - eru líklegar til þess að fæða í heim- inn börn með lægri greindar visitölu. Þau börn eiga ennfremur frek ar við að etja félagsleg sam- skiptavandamál og skorta fín- hreyfingar." Góði taktu lýsi „Blaðið veltir því síðan upp hvort hægt sé að draga úr and - félags- legu athæfi og bæta menntunará- stand með áróðri fyrir breyttum neyslu- háttum. Þetta er athyglis- vert, en telst væntanlega nokk-fl uð langsótt. Upplýsingarnar um hollustu fisk- metisins taka þarna á sig enn nýja mynd. Gamla ráðið okkar íslendinga að neyta lýsis, uppsprettu Omega 3 hefur fengið enn eina visindalegu viðurkenninguna. Er þetta mjög í samræmi við niðurstöður á ráðstefnu sem ég sótti ásamt fleiri ís- lendingum í Washington sl. haust og greint var frá í Djúpinu sem er vefrit Sjávarút- vegsráðuneytisins. Þar var vitnað til vísu sem varð til af þessu tilefni: Vísindin efla aiia dáð eins þó lofi og prísi Gamal kunnug gefa ráð góði taktu lýsi. Þvi miður hefúr fiskneysla yngra fólks á íslandi minnkað undanfarin ár. Þetta þarf að breytast. Unga fólkið sem lang flest er meðvitað um heilsufar sitt þarf að huga { _ vel að þessum mál- um og gera sér ljóst að ein greiðasta leiðin að holl- ari lífshátt- um er einmitt að auka fiskneysl- una.“ Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra skrifar á ekg.is ' landerál- \ land sem aðrir áhu^ann á ieð timannm. Hvei erðasttilaðskoða alverksmiðjur o q heyra fréttir um utrás fyrir- á k taekja?“ Æ Auknum fréttaflutningi fylgir ekki aðeins það að áhugi vakni á þjóðum heldur getur hann slokknað. Meðan ísland var hulið móðu í huga útlendinga var hægt að segja um það dýrðarsögur. fslandsvin- ir og íslendingar voru ósparir á hólið og krydduðu gjarnan með skröksögum: „Allir þekkja alla á íslandi. Hægt er að skilja tösku eftir á götu, engum dettur í hug að stela nokkrum hlut. Morð og glæpir þekkjast ekki. Þjóðina prýða þvílíkar dyggðir að ekki þýðir að bjóða þjórfé. Jafnvel þjónar setja upp hundshaus og þúsundáragamlan sjálfsvirðingarsvip. íslensk tunga hefur ekki breyst frá landnámstíð. Allir lesa Sögurnar myrkranna á milh og ekkert fer framhjá skilningnum. íslendingar hafa stálminni. Alþingi þeirra er elsta þjóðþing í heimi. Á því eru fomu lögin höfð í heiðri. Þau ein- kennast af erfðum frá því þau vom sett á Þingvöllum réttlætisins. Mengun er óþekkt í reyklausri Reykjavík. Allt er hreint, ómengað. Þjóðin er hraust.“ Útlendingar trúðu, ■ þessu. Nú er komið annað yV 1 hljóð í strokkinn á kortinu •' \ ‘ UGUR sem við vildum komast á með glæsibrag. Reykja- vík er sögð sóðaleg, drasl og bréfaskran út um allt. Mengunin skelfileg. íslendingar fara ráns- hendi um landið. í náttúmvernd em þeir neðar á alþjóðlegum lista en Portúgalar. Þjóðin týnir tungunni. Hún hefur aldrei lesið Sögurnar og skilur ekkert í þeim. í sumum erlendum blaðagreinum er gefið í skyn að ísland byggi þjóð sem hefur týnt sjálfsmynd sinni, hafi hún verið annað en eitthvað sem rómantískir útlendingar tróðu upp á hana þegar fjarlægðin gerði fjöllin blá og mennina mikla. Þá hirtu fáir um sannleikann. fsland er ál- land sem aðrir missa áhugann á með tímanum. Hver ferðast til að skoða álverksmiðjur og heyra fréttir um útrás fyrirtækja? „Hvar í fjandanum er ég?“ segist blaðamaður hafa hugsað þegar hann ætí- N aði að kafna í svifryki í Reykjavík. „Varla tók betra við þegar ungt listafólk á Kaffi París rakti fýrir mér með rembingi hve hagnaðurinn hafi verið mikill hjá einhverju bankakríli handan við götuna." 1 Guðbergur Bergsson SEFUR ALDREI 10.000.- krónur fyrir qoða frétt Viðtökumvið fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Síminn er 550 5090

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.