Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2006, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2006, Page 15
DV Sport ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS2006 15 Þeir Hörður Sveinsson og Bjarni Ólafur Eiríksson eru strax byrjaðir að láta til sín taka með danska úr- valsdeildarliðinu Silkeborg. Báðir voru þeir í byrjunarliðinu og skoraði Hörður tvö mörk og lagði upp það þriðja í góðum útivallarsigri á Viborg, sem er í þriðja sæti deildarinnar. „Þetta var alger áskabyrjun," sagði Hörður Sveinsson, Keflvíking- urinn marksækni, við DV Sport í gær. Hann skoraði á sunnudag tvö mörk með nýja liðinu sínu Silkeborg og lagði upp það þriðja í 3-2 útisigri á Viborg í dönsku úrvalsdeildinni. Bæði hann og Bjami Ólafur Eiríksson léku um helgina sína fyrstu leiki með félaginu. „Það er ekki hægt að biðja um meira en þetta. Það er frábært að byrja ferilinn hjá nýju félagi með tveimur mörkum og góðum úti- vallarsigri. Viborg hafði íyrir leik- inn aðeins tapað einum heimaleik og við aðeins unnið einn útileik á tímabilinu,“ sagði Hörður í gær. Hann kom Silkeborg yfir tvíveg- is í Ieiknum en bæði mörkin komu snemma í hvorum hálfleik. Hann átti svo ríkan þátt í sigurmarkinu sem kom í uppbótartíma en þá átti hann laglegt þríhyrningsspil við Dennis Flinta sem skoraði svo markið þýðingarmikla. Hörður var reyndar tvívegis nálægt því að full- komna þrennuna. Smá óheppni „Það var smá óheppni. Ég átti skalla rétt fram hjá markinu í eitt skiptið og svo rétt missti ég af fyrir- gjöf þar sem boltinn fór bara í gegn- um vörnina. En engu að síður hefur þetta verið frábært," sagði Hörður sem var vinsæll hjá dönskum fjöl- miðlamönnum eftir leikinn. „Það er mikilvægt að standa sig vel núna þar sem ég er enn á láns- samningi frá Keflavík. Það er hins vegar mjög gott tækfæri að fá að spila hérna úti, bæði upp á fram- haldið að gera og líka að bæta sig sem knattspyrnumaður." Á lánssamningi Hörður verður á lánssamningi út tímabilið en því lýkur í vor og verður þá ákvörðun tekin um það hvort Silkeborg ætli að kaupa hann frá Keflavík. Félagið er nú þegar búið að tryggja sér forkaupsrétt en ef það kýs að nota hann ekki mun Hörður koma heim í sumar og spila með Keflavík í Landsbanka- deildinni. Hörður sagði í viðtali við danska ríkisútvarpið að knatt- spyrnan í Danmörku væri betri en á íslandi. „Heima spilum við það sem líkist helst „kick and run" bolta en það hentar mér betur að spila tekníska knattspyrnu eins og hér er gert. Þar að auki græði ég á því að spila með góðum leikmönn- um,“ sagði hann. Sá sem tók við- talið hélt vart vatni yfir frammi- stöðu Harðar og sagði að hún hefði verið framúrskarandi góð. Kom ekki á óvart Bjarni Ólafur Eirfksson var einnig í byrjunarliðinu en hann var í vetur keyptur til liðsins frá Val. „Þjálfarinn hefur stillt upp þessu liði í undanförnum æfingaleikjum og því kom það ekki á óvart að við byrjuðum báðir," sagði Bjarni um það að byrja inn á í sínum fyrsta leik. „Og ég er þokkalega ánægður með eigin frammistöðu þótt mað- ur geti alltaf gert betur. En ég er enn að venjast aðstæðum hér." Með sigrinum lyfti Silkeborg sér upp í 8. sæti deildarinnar og er nú sex stigum frá fallsæti. Viborg er enn í þriðja sæti eftir tapið og er nú fjórtán stigum á undan Silkeborg. í öðru sæti er Bröndby, sem vann í gær topp- lið FC Köbenhavn, en Silkeborg á næst tvo leiki gegn Bröndby. Það hittist þannig á að leikirnir eru í lokaleik 2. umferðar annars vegar og fyrsta leik 3. umferðar hins vegar. „Það er vonandi að við náum stigum gegn þeim," sagði Bjarni eirikurst@dv.is Tvö mörk Hörður Sveinsson skýtur hér að marki Viborg í gær. DV-mynd Torben Larsen ELÍSABET KASKÓTRYGGIR LÍKA GAMLA BÍLA MEÐ LOÐNA TENINGA í SPEGLINUM. ER ÞAÐ EKKI SÆTT? „Heima spilum við það sem líkist heist „kick and run" bolta en það hentar mér betur að spila tekníska knattspyrnu eins og hér er gert. Þar að auki græði ég á því að spila með góð- um leikmönnum." BETRI KJÖR Á BÍLATRYGGINGUM OG BÍLALÁNUM elisabet.is Vátryggjandi er Tryggingamiðstödin hf. JÓNSSCN t LC'WACKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.